Björgvin Karl bestur í Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2022 09:01 Björgvin Karl Guðmundsson átti mjög góða helgi í átta manna úrslitum heimsleikanna í CrossFit. Instagram/@bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir sýndu styrk sinn þegar undankeppni heimsleikanna hélt áfram um helgina. Átta manna úrslit undankeppni heimsleikanna í CrossFit eru nú að baki og íslenska íþróttafólkið lét miklu meira að sér kveða heldur en í The Open á dögunum þar sem enginn var meðal efstu manna eða kvenna. Í þessarri öðrum hluta undankeppninnar kepptist CrossFit fólk heimsins að tryggja sér sæti í undanúrslitunum þar sem sæti á heimsleikanna verða í boði í sumar. Það var því mikið undir í keppni helgarinnar. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Björgvin Karl Guðmundsson náði bestum árangri allra, ekki bara af þeim íslensku, heldur varð hann efstur í Evrópuhlutanum. Björgvin Karl sýndi þar og sannaði einu sinni enn hversu stöðugur og öflugur hann er. Björgvin Karl gerði betur en Willy Georges frá Frakklandi og Lazar Dukic frá Serbíu sem komu næstir. Haraldur Holgeirsson náði síðan 22. sætinu sem var glæsilegt hjá honum en þeir voru einu íslensku karlarnir á topp fimmtíu. Sara Sigmundsdóttir gerði betur og betur með hverri vikunni af The Open og hún hélt áfram að hækka sig í átta manna úrslitunum. Sara var um tíma í efsta sætinu, datt niður í sjötta sætið eftir dag tvö en hækkaði sig aftur á lokadeginum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara náði að lokum fjórða besta árangrinum í Evrópu og endaði ofar en allar íslensku stelpurnar. Það voru bara Gabriela Migala frá Pólland, Emma McQuaid frá Írlandi og Jacqueline Dahlström frá Noregi sem náðu betri árangri en Sara. Sólveig Sigurðardóttir sprakk út á síðasta tímabili og núna náði hún áttunda besta árangrinum í Evrópu í átta manna úrslitum sem er frábær árangur. Þuríður Erla Helgadóttir varð fjórtánda og Katrín Tanja Davíðsdóttir í 22. sætinu en Ísland átti þar með fjórar konur á listanum yfir þær fimmtíu bestu í Evrópu. Oddrún Eik Gylfadóttir endaði í 51. sætinu og var því ótrúlega nálægt því að vera í þeim hópi. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira
Átta manna úrslit undankeppni heimsleikanna í CrossFit eru nú að baki og íslenska íþróttafólkið lét miklu meira að sér kveða heldur en í The Open á dögunum þar sem enginn var meðal efstu manna eða kvenna. Í þessarri öðrum hluta undankeppninnar kepptist CrossFit fólk heimsins að tryggja sér sæti í undanúrslitunum þar sem sæti á heimsleikanna verða í boði í sumar. Það var því mikið undir í keppni helgarinnar. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Björgvin Karl Guðmundsson náði bestum árangri allra, ekki bara af þeim íslensku, heldur varð hann efstur í Evrópuhlutanum. Björgvin Karl sýndi þar og sannaði einu sinni enn hversu stöðugur og öflugur hann er. Björgvin Karl gerði betur en Willy Georges frá Frakklandi og Lazar Dukic frá Serbíu sem komu næstir. Haraldur Holgeirsson náði síðan 22. sætinu sem var glæsilegt hjá honum en þeir voru einu íslensku karlarnir á topp fimmtíu. Sara Sigmundsdóttir gerði betur og betur með hverri vikunni af The Open og hún hélt áfram að hækka sig í átta manna úrslitunum. Sara var um tíma í efsta sætinu, datt niður í sjötta sætið eftir dag tvö en hækkaði sig aftur á lokadeginum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara náði að lokum fjórða besta árangrinum í Evrópu og endaði ofar en allar íslensku stelpurnar. Það voru bara Gabriela Migala frá Pólland, Emma McQuaid frá Írlandi og Jacqueline Dahlström frá Noregi sem náðu betri árangri en Sara. Sólveig Sigurðardóttir sprakk út á síðasta tímabili og núna náði hún áttunda besta árangrinum í Evrópu í átta manna úrslitum sem er frábær árangur. Þuríður Erla Helgadóttir varð fjórtánda og Katrín Tanja Davíðsdóttir í 22. sætinu en Ísland átti þar með fjórar konur á listanum yfir þær fimmtíu bestu í Evrópu. Oddrún Eik Gylfadóttir endaði í 51. sætinu og var því ótrúlega nálægt því að vera í þeim hópi. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira