Baldur Þór: „Svakaleg orka og ákafi í liðinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. mars 2022 20:20 Baldur Þór Ragnarsson var virkilega ánægður eftir mikilvægan sigur Tindastóls í kvöld. vísir/bára „Mér líður bara mjög vel eftir þennan. Hrikalega góð frammistaða á erfiðum útivelli þannig að ég er sáttur,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, eftir virkilega sterkan fimm stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í kvöld. Liðin buðu upp á mikinn hraða í kvöld það var nokkuð augljóst að mikið var undir. Stólarnir spiluðu af miklum ákafa allt frá fyrstu mínútu og gerðu Íslandsmeisturunum erfitt fyrir, en Baldur segir að það hafi í raun ekki verið erfitt að koma mönnum í rétta gírinn fyrir þennan leik. „Í sjálfu sér eru menn bara búnir að vera svakalega mótiveraðir í dágóðan tíma og þetta mótiverar sig sjálft þegar þú ert að spila á móti liðinu sem er í efsta sæti. Það er bara svona eitt af því að vera í efsta sæti. Þá koma lið vanalega tilbúin í þá leiki.“ „Varnarleikurinn var mjög öflugur í kvöld og það var svakaleg orka og ákafi í liðinu.“ Seinast þegar þessi lið mættust í deildinni unnu Þórsarar afar öruggan 43 stiga sigur, 109-66. Baldur segir að munurinn á þeim leik og leiknum í kvöld hafi verið sá að bæði hafi hans menn mætt betur undirbúnir í kvöld og að Þórsarar spiluðu algjörlega frábæran leik á Sauðárkróki. „Það er bara öll orka, vilji og einbeiting sem er munurinn á þessum leikjum. Og geta í körfubolta bæði á sóknarvelli og varnarvelli. Hins vegar er eitt af því sem er líka öðruvísi að Þór Þorlákshöfn spilaðir náttúrulega gjörsamlega frábæran leik á móti okkur á Króknum. Þeir voru að skjóta eitthvað í kringum 70 prósent í hálfleik í þriggja stiga skotum og gerðu það frábærlega í þeim leik.“ Tindastóll mætir Þórsurum fra Akureyri í lokaumferð Subway-deildarinnar næstkomandi fimmtudag. Þórsarar eru fallnir úr deildinni, en Baldur segir að það sé mikilvægt að mæta af sama krafti og í kvöld þar sem það geti verið erfitt að spila á móti algjörlega pressulausum liðum. „Hver einasti leikur er erfiður og þeir eru búnir að vera að spila 50/50 leiki bæði við KR og Blikana. Við verðum að mæta einbeittir og með sömu orku og í kvöld. Ef við ætlum að fara að vera flatir þá bara getum við tapað þeim leik,“ sagði Baldur að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Íslenski körfuboltinn Tindastóll Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Tindastóll 85-91 | Mikilvægur sigur Stólanna Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistara Þór Þorlákshöfn á útivelli í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn kemur Tindastól í góða stöðu varðandi heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 28. mars 2022 19:55 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Sjá meira
Liðin buðu upp á mikinn hraða í kvöld það var nokkuð augljóst að mikið var undir. Stólarnir spiluðu af miklum ákafa allt frá fyrstu mínútu og gerðu Íslandsmeisturunum erfitt fyrir, en Baldur segir að það hafi í raun ekki verið erfitt að koma mönnum í rétta gírinn fyrir þennan leik. „Í sjálfu sér eru menn bara búnir að vera svakalega mótiveraðir í dágóðan tíma og þetta mótiverar sig sjálft þegar þú ert að spila á móti liðinu sem er í efsta sæti. Það er bara svona eitt af því að vera í efsta sæti. Þá koma lið vanalega tilbúin í þá leiki.“ „Varnarleikurinn var mjög öflugur í kvöld og það var svakaleg orka og ákafi í liðinu.“ Seinast þegar þessi lið mættust í deildinni unnu Þórsarar afar öruggan 43 stiga sigur, 109-66. Baldur segir að munurinn á þeim leik og leiknum í kvöld hafi verið sá að bæði hafi hans menn mætt betur undirbúnir í kvöld og að Þórsarar spiluðu algjörlega frábæran leik á Sauðárkróki. „Það er bara öll orka, vilji og einbeiting sem er munurinn á þessum leikjum. Og geta í körfubolta bæði á sóknarvelli og varnarvelli. Hins vegar er eitt af því sem er líka öðruvísi að Þór Þorlákshöfn spilaðir náttúrulega gjörsamlega frábæran leik á móti okkur á Króknum. Þeir voru að skjóta eitthvað í kringum 70 prósent í hálfleik í þriggja stiga skotum og gerðu það frábærlega í þeim leik.“ Tindastóll mætir Þórsurum fra Akureyri í lokaumferð Subway-deildarinnar næstkomandi fimmtudag. Þórsarar eru fallnir úr deildinni, en Baldur segir að það sé mikilvægt að mæta af sama krafti og í kvöld þar sem það geti verið erfitt að spila á móti algjörlega pressulausum liðum. „Hver einasti leikur er erfiður og þeir eru búnir að vera að spila 50/50 leiki bæði við KR og Blikana. Við verðum að mæta einbeittir og með sömu orku og í kvöld. Ef við ætlum að fara að vera flatir þá bara getum við tapað þeim leik,“ sagði Baldur að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Íslenski körfuboltinn Tindastóll Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Tindastóll 85-91 | Mikilvægur sigur Stólanna Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistara Þór Þorlákshöfn á útivelli í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn kemur Tindastól í góða stöðu varðandi heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 28. mars 2022 19:55 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Tindastóll 85-91 | Mikilvægur sigur Stólanna Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistara Þór Þorlákshöfn á útivelli í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn kemur Tindastól í góða stöðu varðandi heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 28. mars 2022 19:55