Vandalismi vestur í bæ vegna ágreinings um lóðamörk Jakob Bjarnar skrifar 29. mars 2022 11:03 Loftmynd af umræddu Sundlaugartúni vestur í bæ. Deilan harðnar og um helgina tóku vanstilltir sig til og rispuðu bíla íbúa við Einimel en borgaryfirvöld telja vert að stækka lóðir þar í mikilli andstöðu við vilja íbúa vestur í bæ. borgarvefsjá Deilan um Sundlaugartúnið hefur harðnað en um helgina voru þrír bílar sem standa við hús að Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík rispaðir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með málið til skoðunar, en tilkynnt var um spellvirkin á laugardaginn og gert ráð fyrir því að skemmdarvargarnir hafi verið á ferð aðfararnótt laugardags. Að sögn lögreglu er ætlað að skemmdir á bílunum – svokölluð „lyklun“ – tengist deilum sem staðið hafa um Sundlaugartúnið svokallað. Meirihlutinn í Reykjavík er í standandi vandræðum með ályktun sem samþykkt var hjá skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur um að leiða til lykta meinta deilu við eigendur um lóðamörk með því einfaldlega að stækka lóðirnar. Vandalismi sem grefur undan málstaðnum Teitur Atlason er einn þeirra sem telur þetta galið, að þarna sé verið að gefa íbúum við Einimel verðmætar eigur borgarbúa auk þess sem þar með sé verið að setja stórhættulegt fordæmi. Teitur sagði af sér sem varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og hefur skrifað greinar um málið á Vísi. Honum er hins vegar brugðið eftir atburði helgarinnar: „Það var svolítið sorglegur snúningur á málinu um sundlaugartúnið um helgina. Það voru framin skemmdarverk á bílum við Einimel hjá húsunum sem standa við Víðimýrartúnið. Þetta er óskaplega leiðinlegt og mér þykir miður að hafa mögulega kynnt undir vanstillingu heiftúðugs fólks sem þekkja ekki hvar takmörk skynseminnar liggja,“ segir Teitur í Facebook-hópi Vesturbæinga þar sem þessi mál hafa verið mjög til umræðu. Teitur Atlason er einn þeirra sem hefur mótmælt harðlega þeim fyrirætlunum borgaryfirvalda að stækka lóðir við Einimel á kostnað almannarýmis. Honum þykir leitt ef málflutningur hans hefur orðið til að ýta undir vanstillingu meðal Vesturbæinga.vísir/frosti Teitur telur þá sem þannig ganga fram síst vera að gera málstað sínum og annarra greiða með þessu ömurlega framtaki. Ímynduð deila sem borgarfulltrúar leystu Teitur greinir frá því að honum hafi verið boðið að hitta íbúana sem urðu fyrir barðinu á þessum skemmdarverkum og það hafi verið ánægjulegt í alla staði. „Mér var sýnt svæðið sem og hvar lóðirnar liggja, óskir íbúanna og hlustaði á þá sorglegu staðreynd að íbúar þessara húsa taka í arf þessa hringa-vitleysu. Ef að bréfaskipti milli íbúanna og skipulagsyfirvalda eru lesin, þá sést að enginn ágreiningur eru um eignarrétt á umræddri lóð.“ Teitur vill meina að fulltrúar í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur hafi búið til í kolli sínum ágreining sem þeir hafi svo „leyst“ með Salómonsdómi þeim að gefa íbúum við Einimel skák af borgarlandinu. Reykjavík Skipulag Lögreglumál Nágrannadeilur Deilur um Sundlaugartún Tengdar fréttir Eigendur húsanna við Einimel munu bera kostnaðinn verði girðingin tekin Borgaryfirvöld vita ekki að öllu leyti hvers vegna girðing hefur verið sett upp á landi borgarinnar aftan við þrjú einbýlishús á Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík. 23. október 2018 09:15 Segir af og frá að borgin hafi samþykkt landtöku hljóðalaust Formaður skipulags- og samgöngunefndar segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi samþykkt „landtöku“ hljóðalaust. Þvert á móti. Vesturbæingar eigi að gleðjast yfir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi við Sundlaugartún og mikilvægt sé að sátt hafi náðst í málinu. 2. mars 2022 22:41 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með málið til skoðunar, en tilkynnt var um spellvirkin á laugardaginn og gert ráð fyrir því að skemmdarvargarnir hafi verið á ferð aðfararnótt laugardags. Að sögn lögreglu er ætlað að skemmdir á bílunum – svokölluð „lyklun“ – tengist deilum sem staðið hafa um Sundlaugartúnið svokallað. Meirihlutinn í Reykjavík er í standandi vandræðum með ályktun sem samþykkt var hjá skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur um að leiða til lykta meinta deilu við eigendur um lóðamörk með því einfaldlega að stækka lóðirnar. Vandalismi sem grefur undan málstaðnum Teitur Atlason er einn þeirra sem telur þetta galið, að þarna sé verið að gefa íbúum við Einimel verðmætar eigur borgarbúa auk þess sem þar með sé verið að setja stórhættulegt fordæmi. Teitur sagði af sér sem varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og hefur skrifað greinar um málið á Vísi. Honum er hins vegar brugðið eftir atburði helgarinnar: „Það var svolítið sorglegur snúningur á málinu um sundlaugartúnið um helgina. Það voru framin skemmdarverk á bílum við Einimel hjá húsunum sem standa við Víðimýrartúnið. Þetta er óskaplega leiðinlegt og mér þykir miður að hafa mögulega kynnt undir vanstillingu heiftúðugs fólks sem þekkja ekki hvar takmörk skynseminnar liggja,“ segir Teitur í Facebook-hópi Vesturbæinga þar sem þessi mál hafa verið mjög til umræðu. Teitur Atlason er einn þeirra sem hefur mótmælt harðlega þeim fyrirætlunum borgaryfirvalda að stækka lóðir við Einimel á kostnað almannarýmis. Honum þykir leitt ef málflutningur hans hefur orðið til að ýta undir vanstillingu meðal Vesturbæinga.vísir/frosti Teitur telur þá sem þannig ganga fram síst vera að gera málstað sínum og annarra greiða með þessu ömurlega framtaki. Ímynduð deila sem borgarfulltrúar leystu Teitur greinir frá því að honum hafi verið boðið að hitta íbúana sem urðu fyrir barðinu á þessum skemmdarverkum og það hafi verið ánægjulegt í alla staði. „Mér var sýnt svæðið sem og hvar lóðirnar liggja, óskir íbúanna og hlustaði á þá sorglegu staðreynd að íbúar þessara húsa taka í arf þessa hringa-vitleysu. Ef að bréfaskipti milli íbúanna og skipulagsyfirvalda eru lesin, þá sést að enginn ágreiningur eru um eignarrétt á umræddri lóð.“ Teitur vill meina að fulltrúar í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur hafi búið til í kolli sínum ágreining sem þeir hafi svo „leyst“ með Salómonsdómi þeim að gefa íbúum við Einimel skák af borgarlandinu.
Reykjavík Skipulag Lögreglumál Nágrannadeilur Deilur um Sundlaugartún Tengdar fréttir Eigendur húsanna við Einimel munu bera kostnaðinn verði girðingin tekin Borgaryfirvöld vita ekki að öllu leyti hvers vegna girðing hefur verið sett upp á landi borgarinnar aftan við þrjú einbýlishús á Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík. 23. október 2018 09:15 Segir af og frá að borgin hafi samþykkt landtöku hljóðalaust Formaður skipulags- og samgöngunefndar segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi samþykkt „landtöku“ hljóðalaust. Þvert á móti. Vesturbæingar eigi að gleðjast yfir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi við Sundlaugartún og mikilvægt sé að sátt hafi náðst í málinu. 2. mars 2022 22:41 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Eigendur húsanna við Einimel munu bera kostnaðinn verði girðingin tekin Borgaryfirvöld vita ekki að öllu leyti hvers vegna girðing hefur verið sett upp á landi borgarinnar aftan við þrjú einbýlishús á Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík. 23. október 2018 09:15
Segir af og frá að borgin hafi samþykkt landtöku hljóðalaust Formaður skipulags- og samgöngunefndar segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi samþykkt „landtöku“ hljóðalaust. Þvert á móti. Vesturbæingar eigi að gleðjast yfir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi við Sundlaugartún og mikilvægt sé að sátt hafi náðst í málinu. 2. mars 2022 22:41