Ekkert fundarboð vegna „mikilmennskuæðis“ stjórnarflokkanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. mars 2022 14:42 Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar er afar ósátt við vinnubrögð ríkisstjórnarinnar og telur að mistökin megi rekja til „mikilmennskuæðis“ hennar. vísir/vilhelm Í morgun var fjármálaáætlun til næstu fimm ára kynnt en það fórst fyrir að bjóða tveimur áheyrnarfulltrúum stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd á kynninguna. Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, sagði á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins að hann hefði fylgst með tölvupóstinum sínum til miðnættis í von um fundarboð en það barst aldrei. Það kom því í hlut Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, að sinna hlutverki stjórnarandstöðunnar allrar á kynningunni í ljósi þess að hann var eini fulltrúi hennar þar. Guðbrandur Einarsson og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, fengu ekki boð á kynninguna en hinir fulltrúar stjórnarandstöðunnar sem fengu boð forfölluðust. „Þannig að úr varð, vegna eðlilegra annarra forfalla að ég var sá eini úr stjórnarandstöðunni sem sat á þessum fundi. Það var mjög „kúnstugt“. Það var mjög áhugaverð upplifun verð ég að segja og má segja að ég hafi haft nóg að gera til að sinna störfum stjórnarandstöðunnar á þeim fundi en þá er ég samt ekki í þeirri stöðu. Það er hver og einn flokkur fyrir sig og það verður að bjóða öllum,“ sagði Björn Leví. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, steig því næst í pontu og tók undir með þingmanni Pírata. Hún sagði að síðastliðið haust hefði ríkisstjórnin beitt „áður óþekktu meirihlutaræði“ til að fjölga nefndarmönnum stjórnarflokkanna í fastanefndum Alþingis þvert á varnaðarorð stjórnarandstöðunnar sem taldi að þetta fyrirkomulag myndi hafa neikvæð áhrif á störfin á Alþingi, framkvæmdina og lýðræðið. Hanna kveðst hafa séð ýmis merki þess að þetta fyrirkomulag hafi verið vanhugsað en skýrasta dæmið væri þó að áheyrnarfulltrúunum hafi ekki verið boðið. „Nú geri ég alveg ráð fyrir því að það hafi verið mistök en það er nákvæmlega þessi mistök sem þetta fljótræði, þessi valdbeiting, þetta hugsunarleysi, þetta mikilmennskuæði stjórnarflokkanna leiðir af sér,“ sagði Hanna Katrín. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Efnahagsmál Tengdar fréttir Gætu þurft að sætta sig við að þingskapalög verði brotin Þingflokksformenn hafa misjafnar hugmyndir um hvernig eigi að jafna kynjahlutfall í fastanefndum þingsins. Stjórnarandstaðan bendir á stjórnina sem segir málið hins vegar vera á sameiginlegri ábyrgð allra flokka. 6. desember 2021 11:46 Stjórn og stjórnarandstaða takast enn á um skipan nefnda Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. 7. desember 2017 20:00 Sláandi að ekki sé brugðist frekar við mikilli verðbólgu Þingmaður Samfylkingar segir sláandi að aðgerðir fyrir þá sem helst verða fyrir barðinu á mikilli verðbólgu séu ekki boðaðar í fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar. Formaður Miðflokksins telur horft fram hjá þeim gríðarlegu áhrifum sem stríðið í Úkraínu muni hafa á efnahagslífið. 29. mars 2022 13:49 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Það kom því í hlut Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, að sinna hlutverki stjórnarandstöðunnar allrar á kynningunni í ljósi þess að hann var eini fulltrúi hennar þar. Guðbrandur Einarsson og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, fengu ekki boð á kynninguna en hinir fulltrúar stjórnarandstöðunnar sem fengu boð forfölluðust. „Þannig að úr varð, vegna eðlilegra annarra forfalla að ég var sá eini úr stjórnarandstöðunni sem sat á þessum fundi. Það var mjög „kúnstugt“. Það var mjög áhugaverð upplifun verð ég að segja og má segja að ég hafi haft nóg að gera til að sinna störfum stjórnarandstöðunnar á þeim fundi en þá er ég samt ekki í þeirri stöðu. Það er hver og einn flokkur fyrir sig og það verður að bjóða öllum,“ sagði Björn Leví. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, steig því næst í pontu og tók undir með þingmanni Pírata. Hún sagði að síðastliðið haust hefði ríkisstjórnin beitt „áður óþekktu meirihlutaræði“ til að fjölga nefndarmönnum stjórnarflokkanna í fastanefndum Alþingis þvert á varnaðarorð stjórnarandstöðunnar sem taldi að þetta fyrirkomulag myndi hafa neikvæð áhrif á störfin á Alþingi, framkvæmdina og lýðræðið. Hanna kveðst hafa séð ýmis merki þess að þetta fyrirkomulag hafi verið vanhugsað en skýrasta dæmið væri þó að áheyrnarfulltrúunum hafi ekki verið boðið. „Nú geri ég alveg ráð fyrir því að það hafi verið mistök en það er nákvæmlega þessi mistök sem þetta fljótræði, þessi valdbeiting, þetta hugsunarleysi, þetta mikilmennskuæði stjórnarflokkanna leiðir af sér,“ sagði Hanna Katrín.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Efnahagsmál Tengdar fréttir Gætu þurft að sætta sig við að þingskapalög verði brotin Þingflokksformenn hafa misjafnar hugmyndir um hvernig eigi að jafna kynjahlutfall í fastanefndum þingsins. Stjórnarandstaðan bendir á stjórnina sem segir málið hins vegar vera á sameiginlegri ábyrgð allra flokka. 6. desember 2021 11:46 Stjórn og stjórnarandstaða takast enn á um skipan nefnda Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. 7. desember 2017 20:00 Sláandi að ekki sé brugðist frekar við mikilli verðbólgu Þingmaður Samfylkingar segir sláandi að aðgerðir fyrir þá sem helst verða fyrir barðinu á mikilli verðbólgu séu ekki boðaðar í fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar. Formaður Miðflokksins telur horft fram hjá þeim gríðarlegu áhrifum sem stríðið í Úkraínu muni hafa á efnahagslífið. 29. mars 2022 13:49 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Gætu þurft að sætta sig við að þingskapalög verði brotin Þingflokksformenn hafa misjafnar hugmyndir um hvernig eigi að jafna kynjahlutfall í fastanefndum þingsins. Stjórnarandstaðan bendir á stjórnina sem segir málið hins vegar vera á sameiginlegri ábyrgð allra flokka. 6. desember 2021 11:46
Stjórn og stjórnarandstaða takast enn á um skipan nefnda Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. 7. desember 2017 20:00
Sláandi að ekki sé brugðist frekar við mikilli verðbólgu Þingmaður Samfylkingar segir sláandi að aðgerðir fyrir þá sem helst verða fyrir barðinu á mikilli verðbólgu séu ekki boðaðar í fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar. Formaður Miðflokksins telur horft fram hjá þeim gríðarlegu áhrifum sem stríðið í Úkraínu muni hafa á efnahagslífið. 29. mars 2022 13:49