Ný Tónlistarmiðstöð líti dagsins ljós á næsta ári Eiður Þór Árnason skrifar 29. mars 2022 15:55 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og viðskiptaráðherra. Vísir/Vilhelm Áætlað er að ný Tónlistarmiðstöð taki til starfa í upphafi næsta árs. Henni er ætlað að sinna fræðslu og stuðningi við tónlistarfólk og tónlistarlistartengd fyrirtæki, styðja við uppbyggingu tónlistariðnaðarins, kynna íslenska tónlist og tónlistarfólk á erlendri grundu og vera nótnaveita fyrir íslensk tónverk. Gert er ráð fyrir að 600 milljónum króna verið varið af fjárlögum til stofnunar Tónlistarmiðstöðvar og eflingar sjóða tónlistar á árunum 2023 til 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og viðskiptaráðuneytinu. Markmið stjórnvalda er að nýja stofnunin verði einn af hornsteinum íslensks tónlistarlífs og tónlistariðnaðar. Þá er henni ætlað að styðja við uppbyggingu sprota og hlúa að feril listafólks. Að sögn ráðuneytisins verður lögð áhersla á að tryggja fjölbreytni og grósku og að starfsumhverfið verði nútímalegt og hvetjandi fyrir íslenskt tónlistarlíf. Löngu tímabært skref Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og viðskiptaráðherra, segir að íslensk tónlist hafi öll tækifæri til að geta orðið stöndugur atvinnuvegur sem skapi aukin verðmæti fyrir samfélagið. „Stofnun tónlistarmiðstöðvar ásamt gerð tónlistarstefnu mun styrkja innviði greinarinnar enn frekar. Við höfum lagt aukna áherslu á að styrkja og stuðla að viðspyrnu fyrir íslenskt tónlistarfólk eftir þau afleitu tvö ár sem heimsfaraldurinn bar í skauti sér. Tónlistarmiðstöð, sem er löngu tímabær, er stórt og mikilvægt skref sem við stígum fyrir bransann til framtíðar,“ er haft eftir Lilju á vef Stjórnarráðsins. Menning Tónlist Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Gert er ráð fyrir að 600 milljónum króna verið varið af fjárlögum til stofnunar Tónlistarmiðstöðvar og eflingar sjóða tónlistar á árunum 2023 til 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og viðskiptaráðuneytinu. Markmið stjórnvalda er að nýja stofnunin verði einn af hornsteinum íslensks tónlistarlífs og tónlistariðnaðar. Þá er henni ætlað að styðja við uppbyggingu sprota og hlúa að feril listafólks. Að sögn ráðuneytisins verður lögð áhersla á að tryggja fjölbreytni og grósku og að starfsumhverfið verði nútímalegt og hvetjandi fyrir íslenskt tónlistarlíf. Löngu tímabært skref Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og viðskiptaráðherra, segir að íslensk tónlist hafi öll tækifæri til að geta orðið stöndugur atvinnuvegur sem skapi aukin verðmæti fyrir samfélagið. „Stofnun tónlistarmiðstöðvar ásamt gerð tónlistarstefnu mun styrkja innviði greinarinnar enn frekar. Við höfum lagt aukna áherslu á að styrkja og stuðla að viðspyrnu fyrir íslenskt tónlistarfólk eftir þau afleitu tvö ár sem heimsfaraldurinn bar í skauti sér. Tónlistarmiðstöð, sem er löngu tímabær, er stórt og mikilvægt skref sem við stígum fyrir bransann til framtíðar,“ er haft eftir Lilju á vef Stjórnarráðsins.
Menning Tónlist Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira