Karólína lokuð inni í viku vegna smits: „Þetta er hræðileg tímasetning“ Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2022 11:31 Bayern München v SL Benfica: Group D - UEFA Women's Champions League MUNICH, GERMANY - DECEMBER 15: Karolina Lea Vilhjalmsdottir of Bayern Muenchen looks on during the UEFA Women's Champions League group D match between Bayern München and SL Benfica at FCB Campus on December 15, 2021 in Munich, Germany. (Photo by Roland Krivec/DeFodi Images via Getty Images) Reglur í Þýskalandi og hjá Bayern München varðandi kórónuveirusmit koma í veg fyrir að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir geti spilað stórleikinn gegn PSG í París í kvöld, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Karólína greindist með kórónuveirusmit síðastliðinn fimmtudagsmorgun og hefur ekki mátt hreyfa sig af heimili sínu síðan þá. „Ég er bara orðin hress en reglurnar í Þýskalandi eru þannig að maður þarf að vera í einangrun í 7-10 daga. Þess vegna missi ég því miður af leiknum í kvöld og síðasta leik,“ segir Karólína við Vísi. Alls eru sjö leikmenn Bayern í einangrun og þurfa að treysta á Glódísi Perlu Viggósdóttur, Cecilíu Rán Rúnarsdóttur og aðra fullfríska leikmenn til að snúa við 2-1 tapinu í síðustu viku og koma Bayern áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Bayern tryggir ítarlega læknisskoðun „Frá því að ég greindist er ég búin að vera alveg í einangrun og má ekki fara út eða neitt. Ég losnaði í rauninni í dag en ég þarf að fara í læknisskoðun og alls konar próf til að sjá hvort að það sé allt í lagi með hjarta og lungu. Ef að þau koma vel út má ég byrja að æfa á morgun,“ segir Karólína. Bayern passar vel upp á sitt fólk og leikmenn mega ekki einu sinni æfa heima hjá sér í einangruninni heldur þurfa að bíða eftir niðurstöðum úr prófum. Alphonso Davies, leikmaður karlaliðs félagsins, greindist með væga hjartavöðvabólgu eftir kórónuveirusmit og var frá keppni í þrjá mánuði, og Karólína segir einn leikmann kvennaliðsins einnig hafa fengið hjartavöðvabólgu. Sjö leikmenn smitaðir en ekki frestað nema þeir séu níu Mögulega hefur Karólína svindlað svolítið á reglum Bayern um að sleppa því að æfa heima í einangruninni, þó að ekki verði fullyrt um það hér, en henni líður að minnsta kosti ágætlega: „Ég var með einkenni fyrstu tvo dagana en síðan er ég búin að vera allt í lagi. Ef að ég væri ekki í Þýskalandi væri ég mögulega í leikmannahópnum í kvöld. Við erum sjö sem erum greindar með smit í liðinu, svo hópurinn er lítill í leiknum í kvöld. Reglan er að það þurfi að vera níu leikmenn smitaðir til að leik sé frestað. Þetta er svolítið súrt en við erum með það góðan hóp að vonandi getum við tekið sigur í kvöld og mætt svo allar í undanúrslitin en þetta verður strembið verkefni,“ segir Karólína. Nær stórleiknum við Wolfsburg og landsleikjunum Karólína ætti að vera klár í stórleikinn við Wolfsburg á sunnudag, sem gæti ráðið úrslitum um hvort liðanna verður Þýskalandsmeistari, sem og í landsleikina mikilvægu gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi snemma í apríl. Auk hennar eru þær Linda Dallmann, Sarah Zadrazil, Jovana Damnjanovic, Maxi Rall, Carina Wenninger og Franzi Kett í einangrun. „Það er alltaf ein og ein að bætast í hópinn, og ljóst að margar munu missa líka af leiknum við Wolfsburg. Þetta er hræðileg tímasetning en svona er heimurinn bara í dag og maður þarf að taka það á kassann.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Körfubolti Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira
Karólína greindist með kórónuveirusmit síðastliðinn fimmtudagsmorgun og hefur ekki mátt hreyfa sig af heimili sínu síðan þá. „Ég er bara orðin hress en reglurnar í Þýskalandi eru þannig að maður þarf að vera í einangrun í 7-10 daga. Þess vegna missi ég því miður af leiknum í kvöld og síðasta leik,“ segir Karólína við Vísi. Alls eru sjö leikmenn Bayern í einangrun og þurfa að treysta á Glódísi Perlu Viggósdóttur, Cecilíu Rán Rúnarsdóttur og aðra fullfríska leikmenn til að snúa við 2-1 tapinu í síðustu viku og koma Bayern áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Bayern tryggir ítarlega læknisskoðun „Frá því að ég greindist er ég búin að vera alveg í einangrun og má ekki fara út eða neitt. Ég losnaði í rauninni í dag en ég þarf að fara í læknisskoðun og alls konar próf til að sjá hvort að það sé allt í lagi með hjarta og lungu. Ef að þau koma vel út má ég byrja að æfa á morgun,“ segir Karólína. Bayern passar vel upp á sitt fólk og leikmenn mega ekki einu sinni æfa heima hjá sér í einangruninni heldur þurfa að bíða eftir niðurstöðum úr prófum. Alphonso Davies, leikmaður karlaliðs félagsins, greindist með væga hjartavöðvabólgu eftir kórónuveirusmit og var frá keppni í þrjá mánuði, og Karólína segir einn leikmann kvennaliðsins einnig hafa fengið hjartavöðvabólgu. Sjö leikmenn smitaðir en ekki frestað nema þeir séu níu Mögulega hefur Karólína svindlað svolítið á reglum Bayern um að sleppa því að æfa heima í einangruninni, þó að ekki verði fullyrt um það hér, en henni líður að minnsta kosti ágætlega: „Ég var með einkenni fyrstu tvo dagana en síðan er ég búin að vera allt í lagi. Ef að ég væri ekki í Þýskalandi væri ég mögulega í leikmannahópnum í kvöld. Við erum sjö sem erum greindar með smit í liðinu, svo hópurinn er lítill í leiknum í kvöld. Reglan er að það þurfi að vera níu leikmenn smitaðir til að leik sé frestað. Þetta er svolítið súrt en við erum með það góðan hóp að vonandi getum við tekið sigur í kvöld og mætt svo allar í undanúrslitin en þetta verður strembið verkefni,“ segir Karólína. Nær stórleiknum við Wolfsburg og landsleikjunum Karólína ætti að vera klár í stórleikinn við Wolfsburg á sunnudag, sem gæti ráðið úrslitum um hvort liðanna verður Þýskalandsmeistari, sem og í landsleikina mikilvægu gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi snemma í apríl. Auk hennar eru þær Linda Dallmann, Sarah Zadrazil, Jovana Damnjanovic, Maxi Rall, Carina Wenninger og Franzi Kett í einangrun. „Það er alltaf ein og ein að bætast í hópinn, og ljóst að margar munu missa líka af leiknum við Wolfsburg. Þetta er hræðileg tímasetning en svona er heimurinn bara í dag og maður þarf að taka það á kassann.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Körfubolti Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira