Ný mathöll opnar við Háskóla Íslands Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. mars 2022 20:30 Hafsteinn og Björn Bragi hafa þónokkra reynslu af opnun mathalla. Stöð 2 Háskólanemar munu njóta góðs af uppbyggingu í Vatnsmýrinni og geta bráðlega heimsótt þar veitingastaði, kaffihús og vínbar í nýrri mathöll sem opnar í maí. Mathöllum hefur fjölgað stöðugt hér á landi síðustu árin. Í Reykjavík eru þær nú fimm talsins og eins og við greindum frá í desember er von á þremur mathöllum til viðbótar sem opna í ár á litlum bletti í miðbænum. Og áfram bætist í því í Vatnsmýrinni, aðeins steinsnar frá háskólanum, fer að opna enn ein mathöllin. Hér munu allir vilja vera „Við ætlum að opna í maí. Lofum ekki neinni dagsetningu en ætlum að reyna að standa við maí,“ segir Hafsteinn Júlíusson hönnuður og einn af eigendum mathallarinnar sem heitir Vera - matur og drykkur. Við litum við hjá þeim félögum fyrir Kvöldfréttir Stöðvar 2 og tókum stöðuna: Hún verður staðsett í hinu tiltölulega nýja hugmyndahúsi Grósku. Þar hefur verið mikil uppbygging upp á síðkastið - fjöldi fyrirtækja með skrifstofur þar og líkamsræktarstöðin World Class búin að opna þar útibú. Og bráðlega nýja mathöllin sem heitir: Hvers vegna Vera? „Því að hér munu allir vilja vera og við ætlum að búa til góðar samverustundir hér í Vatnsmýrinni,“ segir Björn Bragi Arnarsson einn af eigendum mathallarinnar. Nú eru framkvæmdir í miðjum gangi og allir vinna hörðum höndum við að gera rýmið einhvern veginn svona: Teikningar af rýminu. Hér verða átta staðir.aðsend Hérna munu átta staðir opna á næstunni; veitingastaðir, kaffihús, vínbar og þá verður einnig veislusalur í rými við hliðina á. Lítið úrval af mat í Vatnsmýri „Vatnsmýrin er ótrúlega skemmtilegur staður og spennandi, hér er náttúrulega aragrúi af fyrirtækjum,“ segir Björn Bragi. Þúsundir manns sækja svæðið á hverjum degi. „Og lítið úrval af mat á svæðinu. Það er eiginlega aðalatriðið og kveikjan að þessu,“ segir Hafsteinn. Við mathöllina verður einni útisvæði í porti við suðurenda Grósku. Og hér í portinu við suðurenda Grósku verður síðan útisvæði. „Nú er mars og við erum bara hér í geggjuðu veðri þannig þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta verður hér í júní og júlí,“ segir Björn Bragi. Úrval staðanna verður fjölbreytt að sögn þeirra félaga. Eitthvað fyrir alla. „Þannig þegar við verðum búnir að opna og komnir með borð og stóla þá mun allt iða hér af lífi og stemmningu.“ Þeir vinir efast ekki um að háskólanemar taki mathöllinni fagnandi. „Alveg pottþétt. Ég myndi halda það. Ekki það að maður elski ekki að fá sér mat Hámu og svoleiðis ef maður er í háskólanum en það verður örugglega fínt að fá fleiri kosti. Þetta verður góð viðbót.“ Planið er að opna dyr Veru í maí. Engri dagsetningu er lofað en markmiðið er að opna sem fyrst.Aðsend Veitingastaðir Háskólar Reykjavík Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Mathöllum hefur fjölgað stöðugt hér á landi síðustu árin. Í Reykjavík eru þær nú fimm talsins og eins og við greindum frá í desember er von á þremur mathöllum til viðbótar sem opna í ár á litlum bletti í miðbænum. Og áfram bætist í því í Vatnsmýrinni, aðeins steinsnar frá háskólanum, fer að opna enn ein mathöllin. Hér munu allir vilja vera „Við ætlum að opna í maí. Lofum ekki neinni dagsetningu en ætlum að reyna að standa við maí,“ segir Hafsteinn Júlíusson hönnuður og einn af eigendum mathallarinnar sem heitir Vera - matur og drykkur. Við litum við hjá þeim félögum fyrir Kvöldfréttir Stöðvar 2 og tókum stöðuna: Hún verður staðsett í hinu tiltölulega nýja hugmyndahúsi Grósku. Þar hefur verið mikil uppbygging upp á síðkastið - fjöldi fyrirtækja með skrifstofur þar og líkamsræktarstöðin World Class búin að opna þar útibú. Og bráðlega nýja mathöllin sem heitir: Hvers vegna Vera? „Því að hér munu allir vilja vera og við ætlum að búa til góðar samverustundir hér í Vatnsmýrinni,“ segir Björn Bragi Arnarsson einn af eigendum mathallarinnar. Nú eru framkvæmdir í miðjum gangi og allir vinna hörðum höndum við að gera rýmið einhvern veginn svona: Teikningar af rýminu. Hér verða átta staðir.aðsend Hérna munu átta staðir opna á næstunni; veitingastaðir, kaffihús, vínbar og þá verður einnig veislusalur í rými við hliðina á. Lítið úrval af mat í Vatnsmýri „Vatnsmýrin er ótrúlega skemmtilegur staður og spennandi, hér er náttúrulega aragrúi af fyrirtækjum,“ segir Björn Bragi. Þúsundir manns sækja svæðið á hverjum degi. „Og lítið úrval af mat á svæðinu. Það er eiginlega aðalatriðið og kveikjan að þessu,“ segir Hafsteinn. Við mathöllina verður einni útisvæði í porti við suðurenda Grósku. Og hér í portinu við suðurenda Grósku verður síðan útisvæði. „Nú er mars og við erum bara hér í geggjuðu veðri þannig þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta verður hér í júní og júlí,“ segir Björn Bragi. Úrval staðanna verður fjölbreytt að sögn þeirra félaga. Eitthvað fyrir alla. „Þannig þegar við verðum búnir að opna og komnir með borð og stóla þá mun allt iða hér af lífi og stemmningu.“ Þeir vinir efast ekki um að háskólanemar taki mathöllinni fagnandi. „Alveg pottþétt. Ég myndi halda það. Ekki það að maður elski ekki að fá sér mat Hámu og svoleiðis ef maður er í háskólanum en það verður örugglega fínt að fá fleiri kosti. Þetta verður góð viðbót.“ Planið er að opna dyr Veru í maí. Engri dagsetningu er lofað en markmiðið er að opna sem fyrst.Aðsend
Veitingastaðir Háskólar Reykjavík Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira