Fyrri áfallasaga rauður þráður hjá föngum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. apríl 2022 19:01 Arndís Vilhjálmsdóttir geðhjúkrunarfræðingur í geðteymi fangelsa gerði viðtalsrannsókn á íslenskum kvenföngum. Þar kom fram að allar konurnar höfðu orðið fyrir alvarlegum áföllum sem leiddi þær út í vímuefnavanda og neyslutengd afbrot. Svipaðar niðurstöður hafa komið fram í erlendum rannsóknum. Vísir/Sigurjón Alvarleg áföll sem leiddu til vímuefnavanda og neyslutengdra afbrota er rauður þráður í reynslu íslenskra kvenfanga samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Geðhjúkrunarfræðingur segir það koma heim og saman við sambærilegar rannsóknir erlendis. „Sífellt fleiri erlendar rannsóknir sýna að áföll geta leitt til afbrotahegðunar og jafnvel fangelsisvistar síðar meir á ævinni. Það er mikilvægt að samfélagið sé meðvitað um þessi tengsl,“ segir Arndís Vilhjálmsdóttir geðhjúkrunarfræðingur í geðteymi fangelsa. Arndís gerði nýlega rannsókn þar sem hún ræddi við níu íslenska kvenfanga um reynslu þeirra. Niðurstöðurnar koma heim og saman við það sem hún hafði áður kynnt sér um þessi mál. „Í þeim viðtölum sem ég tók kom fram að margar konurnar höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi eða vanrækslu heima hjá sér í æsku. Margar höfðu verið í barnaverndarúrræðum sem börn og verið á meðferðarheimilinum. Það rýmar við erlendar rannsóknir sem hafa verið gerðar á karl-og kvenföngum en í þeim kemur áberandi áfallasaga yfirleitt fram,“ segir Arndís. Arndís segir að konurnar hafi svo lýst því hvernig þær leiddust út í vímuefnaneyslu-og vanda sem bjargráð til að flýja eða lifa af erfiðar aðstæður og eða minningar. „Það er þekkt að áföll í æsku geta valdið því að fólk leitar í vímuefni til að sefa þessa vanlíðan og síðan leiðir neyslan af sér afbrot til að fjármagna neysluna. Þetta átti við allar konurnar sem ég ræddi við,þær voru allar inni vegna neyslutengdra brota,“ segir hún. Hún segir að flestar konurnar hafi farið í vímuefnameðferðir en fundist vanta að þar væri unnið úr áföllunum. Úrvinnsla áfalla væri forsenda þess að ná bata. „Ég vona að við séum sem samfélag að komast á þann stað að það verði hægt að grípa fyrr inn í og skoða þessa tengingu milli áfalla og slíkra vandamála síðar á ævinni,“ segir hún. Arndís leggur jafnframt áherslu á að það sé alls ekki sama sem merki milli áfalla og afbrotahegðunar heldur aðeins að ómeðhöndluð áföll geti aukið líkur á afbrotahegðun og fangelsisvist síðar meir. Fangelsismál Félagsmál Fíkniefnabrot Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Sífellt fleiri erlendar rannsóknir sýna að áföll geta leitt til afbrotahegðunar og jafnvel fangelsisvistar síðar meir á ævinni. Það er mikilvægt að samfélagið sé meðvitað um þessi tengsl,“ segir Arndís Vilhjálmsdóttir geðhjúkrunarfræðingur í geðteymi fangelsa. Arndís gerði nýlega rannsókn þar sem hún ræddi við níu íslenska kvenfanga um reynslu þeirra. Niðurstöðurnar koma heim og saman við það sem hún hafði áður kynnt sér um þessi mál. „Í þeim viðtölum sem ég tók kom fram að margar konurnar höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi eða vanrækslu heima hjá sér í æsku. Margar höfðu verið í barnaverndarúrræðum sem börn og verið á meðferðarheimilinum. Það rýmar við erlendar rannsóknir sem hafa verið gerðar á karl-og kvenföngum en í þeim kemur áberandi áfallasaga yfirleitt fram,“ segir Arndís. Arndís segir að konurnar hafi svo lýst því hvernig þær leiddust út í vímuefnaneyslu-og vanda sem bjargráð til að flýja eða lifa af erfiðar aðstæður og eða minningar. „Það er þekkt að áföll í æsku geta valdið því að fólk leitar í vímuefni til að sefa þessa vanlíðan og síðan leiðir neyslan af sér afbrot til að fjármagna neysluna. Þetta átti við allar konurnar sem ég ræddi við,þær voru allar inni vegna neyslutengdra brota,“ segir hún. Hún segir að flestar konurnar hafi farið í vímuefnameðferðir en fundist vanta að þar væri unnið úr áföllunum. Úrvinnsla áfalla væri forsenda þess að ná bata. „Ég vona að við séum sem samfélag að komast á þann stað að það verði hægt að grípa fyrr inn í og skoða þessa tengingu milli áfalla og slíkra vandamála síðar á ævinni,“ segir hún. Arndís leggur jafnframt áherslu á að það sé alls ekki sama sem merki milli áfalla og afbrotahegðunar heldur aðeins að ómeðhöndluð áföll geti aukið líkur á afbrotahegðun og fangelsisvist síðar meir.
Fangelsismál Félagsmál Fíkniefnabrot Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira