Liechtenstein-leikirnir koma Arnari yfir Eyjólf og úr neðsta sætinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2022 09:31 Byrjun Arnars Þórs Viðarssonar með íslenska landsliðið hefur verið erfið og niðurstaðan er aðeins þrír sigrar úr sautján leikjum. Íslenska liðið hefur tvisvar fengið á sig fimm mörk í síðustu þremur leikjum. Getty/Alex Nicodim Það er óhætt að segja að byrjun Arnars Þór Viðarssonar sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hafi gengið sögulega illa. Stórt tap á móti Spánverjum var ekki til að hjálpa tölfræði Arnars en liðið hafði áður gert ágæta hluti á móti Finnum. Sigurmarkið datt þó aldrei inn í Finnaleiknum og það eru einkum fáir sigurleikir sem keyra sigurhlutfallið liðsins undir stjórn Hafnfirðingsins niður. Arnar Þór er nú með næstversta árangur allra þjálfara íslenska karlalandsliðsins frá árinu 1990. Það eru síðan bara þeir Jóhannes Atlason, Eyjólfur Sverrisson og Sigfried Held sem eru með slakara sigurhlutfall ef við förum aftur til ársins 1980. Jóhannes og Held stýrðu íslenska landsliðinu á níunda áratugnum en á síðustu þremur áratugum er aðeins Eyjólfur Sverrisson með verri árangur. Íslenska karlalandsliðið hefur aðeins unnið þrjá af fyrstu sautján leikjum sínum undir stjórn Arnars Þór Viðarssonar og þar af komu tveir þeirra á móti Liechtenstein. Hinn sigurleikurinn er síðan á móti Færeyjum. Síðan Arnar Þór tók við hefur íslenska landsliðið því aðeins unnið þjóðir sem eru nú í 124. og 192. sæti á styrkleikalista FIFA. Liechtenstein-leikirnir bjarga kannski því sem bjargað verður. Arnar Þór er sem sagt með aðeins 27 prósent árangur og -22 í markatölu í fimmtán leikjum þegar landsliðið er ekki að spila við smáþjóðina í Ölpunum. 4-0 og 4-1 sigrar liðsins á Liechtenstein hjálpa honum mikið við að komst úr neðsta sætinu af listanum. Það er reyndar aðra sögu að segja þegar kemur að þjálfaranum sem vermir neðsta sætið yfir árangur íslenskra landsliðsþjálfara síðustu rúmu þrjá áratugi. Eyjólfur Sverrisson var nefnilega látinn fara eftir 3-0 tap á móti Liechtenstein árið 2007. Íslenska landsliðið náði aðeins í eitt stig af sex mögulegum á móti Liechtenstein undir hans stjórn. Liechtenstein leikirnir draga hann því niður. Næsta verkefni íslenska liðsins eru fjórir leikir í júní í Þjóðadeildinni en verða líklega þó bara þrír af því að einn þeirra er á móti Rússlandi sem verður líklega enn í banni í sumar vegna innrásarinnar í Úkraínu. Besta sigurhlutfall landsliðsþjálfara frá 1990: 1. Guðjón Þórðarson 56,0% 2. Heimir Hallgrímsson 52,6% 3. Lars Lagerbäck 50,0% 4. Bo Johansson 46,9% 5. Ásgeir Elíasson 44,1% 6. Atli Eðvaldsson 43,5% 7. Erik Hamrén 41,1% 8. Ólafur Jóhannesson 39,7% 9. Logi Ólafsson 36,8% 10. Ásgeir Sigurvinsson 35,4% 11. Arnar Þór Viðarsson 35,3% 12. Eyjólfur Sverrisson 28,6% Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjá meira
Stórt tap á móti Spánverjum var ekki til að hjálpa tölfræði Arnars en liðið hafði áður gert ágæta hluti á móti Finnum. Sigurmarkið datt þó aldrei inn í Finnaleiknum og það eru einkum fáir sigurleikir sem keyra sigurhlutfallið liðsins undir stjórn Hafnfirðingsins niður. Arnar Þór er nú með næstversta árangur allra þjálfara íslenska karlalandsliðsins frá árinu 1990. Það eru síðan bara þeir Jóhannes Atlason, Eyjólfur Sverrisson og Sigfried Held sem eru með slakara sigurhlutfall ef við förum aftur til ársins 1980. Jóhannes og Held stýrðu íslenska landsliðinu á níunda áratugnum en á síðustu þremur áratugum er aðeins Eyjólfur Sverrisson með verri árangur. Íslenska karlalandsliðið hefur aðeins unnið þrjá af fyrstu sautján leikjum sínum undir stjórn Arnars Þór Viðarssonar og þar af komu tveir þeirra á móti Liechtenstein. Hinn sigurleikurinn er síðan á móti Færeyjum. Síðan Arnar Þór tók við hefur íslenska landsliðið því aðeins unnið þjóðir sem eru nú í 124. og 192. sæti á styrkleikalista FIFA. Liechtenstein-leikirnir bjarga kannski því sem bjargað verður. Arnar Þór er sem sagt með aðeins 27 prósent árangur og -22 í markatölu í fimmtán leikjum þegar landsliðið er ekki að spila við smáþjóðina í Ölpunum. 4-0 og 4-1 sigrar liðsins á Liechtenstein hjálpa honum mikið við að komst úr neðsta sætinu af listanum. Það er reyndar aðra sögu að segja þegar kemur að þjálfaranum sem vermir neðsta sætið yfir árangur íslenskra landsliðsþjálfara síðustu rúmu þrjá áratugi. Eyjólfur Sverrisson var nefnilega látinn fara eftir 3-0 tap á móti Liechtenstein árið 2007. Íslenska landsliðið náði aðeins í eitt stig af sex mögulegum á móti Liechtenstein undir hans stjórn. Liechtenstein leikirnir draga hann því niður. Næsta verkefni íslenska liðsins eru fjórir leikir í júní í Þjóðadeildinni en verða líklega þó bara þrír af því að einn þeirra er á móti Rússlandi sem verður líklega enn í banni í sumar vegna innrásarinnar í Úkraínu. Besta sigurhlutfall landsliðsþjálfara frá 1990: 1. Guðjón Þórðarson 56,0% 2. Heimir Hallgrímsson 52,6% 3. Lars Lagerbäck 50,0% 4. Bo Johansson 46,9% 5. Ásgeir Elíasson 44,1% 6. Atli Eðvaldsson 43,5% 7. Erik Hamrén 41,1% 8. Ólafur Jóhannesson 39,7% 9. Logi Ólafsson 36,8% 10. Ásgeir Sigurvinsson 35,4% 11. Arnar Þór Viðarsson 35,3% 12. Eyjólfur Sverrisson 28,6%
Besta sigurhlutfall landsliðsþjálfara frá 1990: 1. Guðjón Þórðarson 56,0% 2. Heimir Hallgrímsson 52,6% 3. Lars Lagerbäck 50,0% 4. Bo Johansson 46,9% 5. Ásgeir Elíasson 44,1% 6. Atli Eðvaldsson 43,5% 7. Erik Hamrén 41,1% 8. Ólafur Jóhannesson 39,7% 9. Logi Ólafsson 36,8% 10. Ásgeir Sigurvinsson 35,4% 11. Arnar Þór Viðarsson 35,3% 12. Eyjólfur Sverrisson 28,6%
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjá meira