„Við erum alla vega með hjartað á réttum stað núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2022 08:02 KA-menn fagna sigri á Selfossi og sæti í bikarúrslitaleiknum á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Guðjón Guðmundsson tók KA fyrir í nýjasta Eina innslagi sínu í Seinni bylgjunni. Gaupi ræddi þá við Heimi Örn Árnason sem hefur spilað fyrir KA, þjálfað KA sem og stjórnað málunum utan vallar hjá KA í gegnum tíðina. „Á tíunda áratugnum var KA eina stórveldið utan af landi í handboltanum,“ sagði Guðjón Guðmundsson. KA varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 1997 og aftur árið 2002. KA varð síðan bikarmeistari 1995 og 1996 og síðan aftur árið 2004. Hallaði hratt undan fæti hjá félaginu „Í framhaldinu á bikarmeistaratitlinum 2004 þá hallaði hratt undan fæti hjá félaginu,“ sagði Guðjón. Guðjón fékk Heimi Örn Árnason til að reyna útskýra hvað gerðist hjá KA á þessum tímapunkti. „Það sem að gerðist. Það er ekki hægt að útskýra það á einn eða annan hátt. Peningar skipta máli og hvort að það sé rétta fólkið í þessu sem hefur réttan áhuga og ástríðu fyrir klúbbnum. Við erum alla vega með hjartað á réttum stað núna,“ sagði Heimir Örn Árnason. Fengu ótrúlega sendingu heim „Við tókum gríðarlegan sjens fyrir fimm árum síðan. Við fengum ótrúlega sendingu heim í Jónatani Magnússyni frá Noregi. Ég tók við sem formaður unglingaráðs og við ákváðum að búa til fullt starf fyrir Jónatan. Við réðum síðan Stefán Árnason með honum fyrir fjórum árum og þetta er búið að versa gríðarlega vel heppnað,“ sagði Heimir Örn. „Við tókum áhættu því þetta voru menn í fullri vinnu fyrir klúbbinn. Með þessu þá fór þetta upp á miklu, miklu hærra plan. Allar æfingar, allar aukæfingar og allt saman. Þetta var ágætlega gert á árum áður og frændi minn Jóhannes Bjarnason stjórnaði því. Hann er búinn að leggja þjálfaraskóna á hilluna. Einhvern veginn þurftum við að endurvekja þetta og það gerðust með Jonna,“ sagði Heimir Örn. Allir eiga að vera kurteisir „Við erum ótrúlega stoltir af okkar starfi, mjög stoltir, byggjum rosalega upp á mikill gleði með góðum aga inn á milli. Á öllum ferðalögum viljum við að við skiljum allt eftir hreint og fínt og að allir séu kurteisir. Það er það sem skiptir máli að ala upp, ekki bara góða handboltamenn heldur góðar manneskjur,“ sagði Heimir Örn. Það má horfa á allt innslagið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Eina um KA Olís-deild karla KA Seinni bylgjan Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ Sjá meira
„Á tíunda áratugnum var KA eina stórveldið utan af landi í handboltanum,“ sagði Guðjón Guðmundsson. KA varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 1997 og aftur árið 2002. KA varð síðan bikarmeistari 1995 og 1996 og síðan aftur árið 2004. Hallaði hratt undan fæti hjá félaginu „Í framhaldinu á bikarmeistaratitlinum 2004 þá hallaði hratt undan fæti hjá félaginu,“ sagði Guðjón. Guðjón fékk Heimi Örn Árnason til að reyna útskýra hvað gerðist hjá KA á þessum tímapunkti. „Það sem að gerðist. Það er ekki hægt að útskýra það á einn eða annan hátt. Peningar skipta máli og hvort að það sé rétta fólkið í þessu sem hefur réttan áhuga og ástríðu fyrir klúbbnum. Við erum alla vega með hjartað á réttum stað núna,“ sagði Heimir Örn Árnason. Fengu ótrúlega sendingu heim „Við tókum gríðarlegan sjens fyrir fimm árum síðan. Við fengum ótrúlega sendingu heim í Jónatani Magnússyni frá Noregi. Ég tók við sem formaður unglingaráðs og við ákváðum að búa til fullt starf fyrir Jónatan. Við réðum síðan Stefán Árnason með honum fyrir fjórum árum og þetta er búið að versa gríðarlega vel heppnað,“ sagði Heimir Örn. „Við tókum áhættu því þetta voru menn í fullri vinnu fyrir klúbbinn. Með þessu þá fór þetta upp á miklu, miklu hærra plan. Allar æfingar, allar aukæfingar og allt saman. Þetta var ágætlega gert á árum áður og frændi minn Jóhannes Bjarnason stjórnaði því. Hann er búinn að leggja þjálfaraskóna á hilluna. Einhvern veginn þurftum við að endurvekja þetta og það gerðust með Jonna,“ sagði Heimir Örn. Allir eiga að vera kurteisir „Við erum ótrúlega stoltir af okkar starfi, mjög stoltir, byggjum rosalega upp á mikill gleði með góðum aga inn á milli. Á öllum ferðalögum viljum við að við skiljum allt eftir hreint og fínt og að allir séu kurteisir. Það er það sem skiptir máli að ala upp, ekki bara góða handboltamenn heldur góðar manneskjur,“ sagði Heimir Örn. Það má horfa á allt innslagið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Eina um KA
Olís-deild karla KA Seinni bylgjan Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ Sjá meira