Galin pæling að leggja niður heiðurslaun listamanna Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 2. apríl 2022 21:15 Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja leggja niður heiðurslaun listamanna á Íslandi. Þeim finnst þau úrelt og ekki þjóna neinum tilgangi. Galin pæling, segir talsmaður listamanna. Þeir Arnar Þór Jónsson, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, lögðu fram frumvarp í gær sem snýst einfaldlega um að leggja niður heiðurslaun listamanna á Íslandi. „Við bara teljum það að þessi tími sé liðinn. Að þetta sé ógagnsætt kerfi. Þannig við viljum heiðra listamenn en við teljum að þessi takmörkuðu heiðurslaun séu ekki rétta aðferðin til þess,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Í dag eru tvö kerfi við lýði þar sem ríkið launar listamönnum vinnu sína. Almenn listamannalaun, sem fjöldi listamanna sækir um árlega. Og síðan heiðurslaunin en þau geta allt að 25 listamenn fengið úthlutuð og eru tryggð allt til dauðadags. Þeir eru nú 23 sem eru á heiðurslaunum. Þessir 23 listamenn fá heiðurslaun.Stöð 2 Vilhjálmur segir mikilvægt að halda áfram að heiðra listamenn en að greiða þeim föst laun út ævina sé ekki rétt leið. Arfavitlaus hugmynd Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, hefur þetta að segja um hugmynd Sjálfstæðismanna: „Hún er náttúrulega afleit. Þetta er engin lausn. Þetta slær mig svona eins og menn hafi stokkið svona inn í rými til að gera sig gildandi og breiða.“ Hann segir margt fínt í gagnrýni þingmannanna á kerfið sjálft. „Þetta er allt bara svona umræða sem er góð og gagnleg en að einhvern veginn slá bara pennastriki yfir þetta í dag vegna þess að það má gera betur - Það er bara afleit hugmynd og arfavitlaus,“ segir hann. Hann vill frekar efla veg og virðingu heiðurslaunakerfisins. „Þannig að fólk bæri virðingu fyrir þessu og þetta yrði sýnilegt. Einmitt kannski vandræðagangurinn allur í kring um þetta gerir þetta þess vegna kannski svona viðkvæmt fyrir popúlískum árásum,“ segir Erling Vilhjálmur segist ekki vera andstæðingur listamanna og óttast ekki að vera úthrópaður sem slíkur vegna frumvarpsins. „Listamenn eru sjálfstæðir í sinni list og túlka margt í sinni list og ég er sjálfstæður í minni pólitík,“ segir hann. Listamannalaun Alþingi Menning Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Þeir Arnar Þór Jónsson, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, lögðu fram frumvarp í gær sem snýst einfaldlega um að leggja niður heiðurslaun listamanna á Íslandi. „Við bara teljum það að þessi tími sé liðinn. Að þetta sé ógagnsætt kerfi. Þannig við viljum heiðra listamenn en við teljum að þessi takmörkuðu heiðurslaun séu ekki rétta aðferðin til þess,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Í dag eru tvö kerfi við lýði þar sem ríkið launar listamönnum vinnu sína. Almenn listamannalaun, sem fjöldi listamanna sækir um árlega. Og síðan heiðurslaunin en þau geta allt að 25 listamenn fengið úthlutuð og eru tryggð allt til dauðadags. Þeir eru nú 23 sem eru á heiðurslaunum. Þessir 23 listamenn fá heiðurslaun.Stöð 2 Vilhjálmur segir mikilvægt að halda áfram að heiðra listamenn en að greiða þeim föst laun út ævina sé ekki rétt leið. Arfavitlaus hugmynd Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, hefur þetta að segja um hugmynd Sjálfstæðismanna: „Hún er náttúrulega afleit. Þetta er engin lausn. Þetta slær mig svona eins og menn hafi stokkið svona inn í rými til að gera sig gildandi og breiða.“ Hann segir margt fínt í gagnrýni þingmannanna á kerfið sjálft. „Þetta er allt bara svona umræða sem er góð og gagnleg en að einhvern veginn slá bara pennastriki yfir þetta í dag vegna þess að það má gera betur - Það er bara afleit hugmynd og arfavitlaus,“ segir hann. Hann vill frekar efla veg og virðingu heiðurslaunakerfisins. „Þannig að fólk bæri virðingu fyrir þessu og þetta yrði sýnilegt. Einmitt kannski vandræðagangurinn allur í kring um þetta gerir þetta þess vegna kannski svona viðkvæmt fyrir popúlískum árásum,“ segir Erling Vilhjálmur segist ekki vera andstæðingur listamanna og óttast ekki að vera úthrópaður sem slíkur vegna frumvarpsins. „Listamenn eru sjálfstæðir í sinni list og túlka margt í sinni list og ég er sjálfstæður í minni pólitík,“ segir hann.
Listamannalaun Alþingi Menning Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent