Tvisvar til þrisvar sinnum fleiri strákar en stelpur horft á klám Atli Ísleifsson skrifar 4. apríl 2022 07:51 Í framhaldsskóla hafa um átta af tíu strákum horft á klám samanborið við rúman helming stelpna, að því er fram kemur í skýrslunni. Getty Tæplega þrír af hverjum tíu nemendum í 8. bekk grunnskóla hafa horft á klám á netinu. Í 10. bekk hefur meirihluti nemenda horft á klám og í framhaldsskóla er hlutfallið sjö af hverjum tíu nemendum. Frá þessu segir í nýrri skýrslu Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar um börn og netmiðla þar sem fjallað er um áhorf á klám á netinu. Þar segir að á bilinu tvisvar til þrisvar sinnum fleiri strákar en stelpur í grunnskóla hafi horft á klám á netinu. Munur milli stráka og stelpna sé mestur í 9. bekk þar sem tæplega þrefalt fleiri strákar en stelpur hafi horft á klám. Í framhaldsskóla hafi átta af tíu strákum horft á klám samanborið við rúman helming stelpna. Leita að efninu sjálf Í skýrslunni segir að þátttakendur á aldrinum þrettán til átján ára, sem höfðu horft á klám á netinu, hafi verið spurðir nánar út í ástæður þess og aðdraganda síðast þegar það gerðist að þeir hafi horft á klám. „Í langflestum tilfellum var það niðurstaða þeirrar eigin leitar. Í 8.-10. bekk grunnskóla sögðu 10% nemenda að vinur eða vinkona hefði sýnt þeim klámefnið síðast þegar þau horfðu á slíkt. Lægra hlutfall þátttakenda í framhaldsskóla (4%) hafði horft á klám vegna þess að vinur eða vinkona hafði sýnt þeim það. Samtals er því lágt hlutfall ungmenna sem verða fyrir því að horfa á klám án þess að hafa leitað eftir því sjálf. Flestum líkaði klámáhorfið Fjórum af hverjum tíu ungmennum á aldrinum 13-18 ára líkaði það síðast þegar þau horfðu klám. Um fjórðungi nemenda í 8.-10. bekk og fimmtungi í framhaldsskóla var alveg sama. Um einum af hverjum tíu nemendum á báðum skólastigum þótti klámið spennandi. Fáir voru þeirrar skoðunar að þeim hafi þótt klámið ógeðslegt, eða aðeins 4% í 8.-10. bekk og 2% í framhaldsskóla. Strákum líkar klámáhorfið betur en stelpum Af þeim sem höfðu horft á klám voru strákar ánægðari með áhorfið en stelpurnar. Um helmingur stráka í 9. bekk og eldri taldi að sér hefði líkað áhorfið. Um helmingi færri stelpum líkaði að hafa horft á klámefnið. Í bæði grunn- og framhaldsskóla voru hlutfallslega fleiri stelpur en strákar sem fannst klámáhorfið hafa verið óþægilegt og/eða ógeðslegt, um 9% stelpna samanborið við 2-3% stráka í 8.-10. bekk grunnskóla. Engum strák í framhaldsskóla þótti klámið hafa verið ógeðslegt. Flestir sjá klámauglýsingar á Google Allir 13-18 ára þátttakendur voru spurðir hvort og hvar þeir hefðu séð klámauglýsingar á netinu. Tæpur helmingur allra þátttakenda í 8.-10. bekk grunnskóla hefur séð klám auglýst á netinu. Hlutfallið er nokkuð hærra meðal framhaldsskólanema en um sjö af hverjum tíu þeirra höfðu séð klám auglýst á netinu. Í 8.-10. bekk segjast fjórir af hverjum tíu ekki muna hvar auglýsingarnar birtust en þrír af hverjum tíu segjast hafa séð slíkar auglýsingar á Google. Tveir af hverjum fimm sáu þær á Instagram. Í framhaldsskóla hafa þrír af tíu séð klámauglýsingar á Google og sama hlutfall segist ekki muna hvar þær hafi birst. Um fjórðungur hefur séð auglýsingarnar á Instagram,“ segir í tilkynningu um rannsóknina frá fjölmiðlanefnd. Skýrslan er fjórði hluti af sjö og byggir á niðurstöðum könnunarinnar „Börn og netmiðlar“ sem Menntavísindastofnun framkvæmdi fyrir Fjölmiðlanefnd í 23 grunnskólum og 23 framhaldsskólum meðal grunn- og framhaldsskólanema á aldrinum níu til átján ára. Börn og uppeldi Klám Samfélagsmiðlar Grunnskólar Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Frá þessu segir í nýrri skýrslu Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar um börn og netmiðla þar sem fjallað er um áhorf á klám á netinu. Þar segir að á bilinu tvisvar til þrisvar sinnum fleiri strákar en stelpur í grunnskóla hafi horft á klám á netinu. Munur milli stráka og stelpna sé mestur í 9. bekk þar sem tæplega þrefalt fleiri strákar en stelpur hafi horft á klám. Í framhaldsskóla hafi átta af tíu strákum horft á klám samanborið við rúman helming stelpna. Leita að efninu sjálf Í skýrslunni segir að þátttakendur á aldrinum þrettán til átján ára, sem höfðu horft á klám á netinu, hafi verið spurðir nánar út í ástæður þess og aðdraganda síðast þegar það gerðist að þeir hafi horft á klám. „Í langflestum tilfellum var það niðurstaða þeirrar eigin leitar. Í 8.-10. bekk grunnskóla sögðu 10% nemenda að vinur eða vinkona hefði sýnt þeim klámefnið síðast þegar þau horfðu á slíkt. Lægra hlutfall þátttakenda í framhaldsskóla (4%) hafði horft á klám vegna þess að vinur eða vinkona hafði sýnt þeim það. Samtals er því lágt hlutfall ungmenna sem verða fyrir því að horfa á klám án þess að hafa leitað eftir því sjálf. Flestum líkaði klámáhorfið Fjórum af hverjum tíu ungmennum á aldrinum 13-18 ára líkaði það síðast þegar þau horfðu klám. Um fjórðungi nemenda í 8.-10. bekk og fimmtungi í framhaldsskóla var alveg sama. Um einum af hverjum tíu nemendum á báðum skólastigum þótti klámið spennandi. Fáir voru þeirrar skoðunar að þeim hafi þótt klámið ógeðslegt, eða aðeins 4% í 8.-10. bekk og 2% í framhaldsskóla. Strákum líkar klámáhorfið betur en stelpum Af þeim sem höfðu horft á klám voru strákar ánægðari með áhorfið en stelpurnar. Um helmingur stráka í 9. bekk og eldri taldi að sér hefði líkað áhorfið. Um helmingi færri stelpum líkaði að hafa horft á klámefnið. Í bæði grunn- og framhaldsskóla voru hlutfallslega fleiri stelpur en strákar sem fannst klámáhorfið hafa verið óþægilegt og/eða ógeðslegt, um 9% stelpna samanborið við 2-3% stráka í 8.-10. bekk grunnskóla. Engum strák í framhaldsskóla þótti klámið hafa verið ógeðslegt. Flestir sjá klámauglýsingar á Google Allir 13-18 ára þátttakendur voru spurðir hvort og hvar þeir hefðu séð klámauglýsingar á netinu. Tæpur helmingur allra þátttakenda í 8.-10. bekk grunnskóla hefur séð klám auglýst á netinu. Hlutfallið er nokkuð hærra meðal framhaldsskólanema en um sjö af hverjum tíu þeirra höfðu séð klám auglýst á netinu. Í 8.-10. bekk segjast fjórir af hverjum tíu ekki muna hvar auglýsingarnar birtust en þrír af hverjum tíu segjast hafa séð slíkar auglýsingar á Google. Tveir af hverjum fimm sáu þær á Instagram. Í framhaldsskóla hafa þrír af tíu séð klámauglýsingar á Google og sama hlutfall segist ekki muna hvar þær hafi birst. Um fjórðungur hefur séð auglýsingarnar á Instagram,“ segir í tilkynningu um rannsóknina frá fjölmiðlanefnd. Skýrslan er fjórði hluti af sjö og byggir á niðurstöðum könnunarinnar „Börn og netmiðlar“ sem Menntavísindastofnun framkvæmdi fyrir Fjölmiðlanefnd í 23 grunnskólum og 23 framhaldsskólum meðal grunn- og framhaldsskólanema á aldrinum níu til átján ára.
Börn og uppeldi Klám Samfélagsmiðlar Grunnskólar Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira