Ný hugsun, nýr heimur Karólína Helga Símonardóttir skrifar 4. apríl 2022 10:30 Heimurinn hefur skroppið saman á síðustu árum, með aðstoð tækninnar erum við ekki lengur bundin við innlendan atvinnumarkað. Margir leita í dag að tækifærum í þekkingariðnaði þvert á landamæri, landshluta og sveitarfélagamörk á sama tíma og þau kjósa að búa áfram í heimabænum. Þessi breytti veruleiki þýðir að sveitarfélög þurfa að vera leiðandi í því að búa til jarðveg og skapa aðstöðu fyrir þekkingariðnað og nýsköpun. Jafnframt þarf að vinna í því að gera bæjarrýmið aðlaðandi og áhugavert í öllum hverfum bæjarins. Þekking og nýsköpun krefst ekki stórra innviðafjárfestinga, en geta skapað miklar tekjur og eru því að mörgu leiti ódýr fjárfesting með mikla tekjumöguleika og því það sem á ensku kallast „no-brainer“. Af hverju er þá lítið búið að hlúa að þessum málaflokki í Hafnarfirði síðustu árin? Sennilega vegna þess að þetta er flókinn málaflokkur sem passar illa inn í kerfin sem við höfum búið okkur til í dag. Kerfi sem þarf að umturna og endurskoða að öllu leiti. Við í Viðreisn ætlum að breyta þessu og gera þekkingu og nýsköpun að helstu atvinnugrein Hafnarfjarðar. Við viljum vera í fararbroddi með því að koma á laggirnar þekkingarklasa í Hafnarfirði þar sem fyrirtæki, einstaklingar og allir þeir sem skilgreina sig sem frumkvöðla geta fengið tækifæri til að vaxa og dafna. Við viljum einnig vera í fararbroddi þegar kemur að skipulagningu á bæjarrýminu. Við viljum búa til aðlaðandi og gönguvænt umhverfi þar sem fólk fær tækifæri til að spegla vinnu sína og hugmyndir með öðrum, grípa kaffibolla, borða saman og kaupa í matinn án þess að keyra yfir í næsta bæjarfélag. Við ætlum að láta kerfin vinna fyrir okkur en ekki okkur vinna fyrir kerfin. Meiri Viðreisn þýðir meiri tækifæri, meiri lífsgæði og meiri gleði Höfundur skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Viðreisn Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Sjá meira
Heimurinn hefur skroppið saman á síðustu árum, með aðstoð tækninnar erum við ekki lengur bundin við innlendan atvinnumarkað. Margir leita í dag að tækifærum í þekkingariðnaði þvert á landamæri, landshluta og sveitarfélagamörk á sama tíma og þau kjósa að búa áfram í heimabænum. Þessi breytti veruleiki þýðir að sveitarfélög þurfa að vera leiðandi í því að búa til jarðveg og skapa aðstöðu fyrir þekkingariðnað og nýsköpun. Jafnframt þarf að vinna í því að gera bæjarrýmið aðlaðandi og áhugavert í öllum hverfum bæjarins. Þekking og nýsköpun krefst ekki stórra innviðafjárfestinga, en geta skapað miklar tekjur og eru því að mörgu leiti ódýr fjárfesting með mikla tekjumöguleika og því það sem á ensku kallast „no-brainer“. Af hverju er þá lítið búið að hlúa að þessum málaflokki í Hafnarfirði síðustu árin? Sennilega vegna þess að þetta er flókinn málaflokkur sem passar illa inn í kerfin sem við höfum búið okkur til í dag. Kerfi sem þarf að umturna og endurskoða að öllu leiti. Við í Viðreisn ætlum að breyta þessu og gera þekkingu og nýsköpun að helstu atvinnugrein Hafnarfjarðar. Við viljum vera í fararbroddi með því að koma á laggirnar þekkingarklasa í Hafnarfirði þar sem fyrirtæki, einstaklingar og allir þeir sem skilgreina sig sem frumkvöðla geta fengið tækifæri til að vaxa og dafna. Við viljum einnig vera í fararbroddi þegar kemur að skipulagningu á bæjarrýminu. Við viljum búa til aðlaðandi og gönguvænt umhverfi þar sem fólk fær tækifæri til að spegla vinnu sína og hugmyndir með öðrum, grípa kaffibolla, borða saman og kaupa í matinn án þess að keyra yfir í næsta bæjarfélag. Við ætlum að láta kerfin vinna fyrir okkur en ekki okkur vinna fyrir kerfin. Meiri Viðreisn þýðir meiri tækifæri, meiri lífsgæði og meiri gleði Höfundur skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar