Fær bætur eftir að hafa runnið til í bleytu með grautarpott Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2022 17:22 Sjóvá er gert að greiða konunni þrjár milljónir króna í bætur. Vísir/Hanna Tryggingafélaginu Sjóvá hefur verið dæmt að greiða konu þrjár milljónir króna í bætur eftir að hún slasaðist á vinnustað sínum árið 2016. Konan hafði verið að reiða fram pott af hafragraut þegar hún rann til á eldhúsgólfi vinnustaðarins með þeim afleiðingum að hún olnbogabrotnaði. Konan var á þessum tíma að vinna í eldhúsi og var umræddan dag að bera fram morgunverð. Slysið var tilkynnt til vinnnueftirlitsins með þeirri lýstingu að þjónn hafi runnið til í bleytu á gólfi og fallið en slysið var ekki rannsakað af hálfu eftirlitsins. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var kveðinn upp 31. mars síðastliðinn, að daginn eftir slysið hafi faðir konunnar tilkynnt það til lögreglu. Slysið var síðan tilkynnt til Slysatrygginga Íslands 4. október sama ár. Konan sendi svo Sjóvá bréf árið 2019 þar sem hún óskaði eftir afstöðu Sjóvár til skaðabótaskyldu þar sem vinnuveitandi hennar bæri, að hennar mati, skaðabótaábyrgð á slysi hennar. Að hennar mati hafi vinnustaðurinn ekki hlutast til um að grípa til viðeigandi ráðstafana vegna bleytu og fitu á gólfi eldhússins. Hún greindi þar frá því að bæði hún sjálf og samstarfsfólk hennar hafi margoft gert athugasemdir við hve hált gólfið væri sökum fitu og bleytu og að ekki væru fyrir hendi fituleysandi efni eða reynt að draga úr hálku með öðru móti. Konan vísaði þá til þess að Vinnueftirlitið hefði ekki sinnt skyldu sinni og orsakir slyssins ekki verið rannsakaðar með fullnægjandi hætti. Yfirmaður vissi af hættulega hálu gólfinu Sjóvá hafnaði bótaskyldu með bréfi sem er dagsett 28. ágúst 2019. Sjóvá taldi að slysið mætti rekja til sakar starfsmanna vinnustaðarins eða vanbúnaðar sem vinnustaðurinn bæri ábyrgð á. Þá gæti vinnustaðurinn ekki borið ábyrgð á því að Vinnueftirlit og lögregla heðfu ekki rannsakað aðstæður á slysstaðnum með fullnægjandi hætti. Í kjölfarið leitaði konan til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum og komst nefndin að þeirri niðurstöðu að konan ætti óskertan rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu vinnustaðarins hjá Sjóvá. Sjóvá tilkynnti í kjölfarið að það myndi ekki fara eftir úrskurðinum og sagðist ekki teja að sýnt hafi verið fram á að gólfið hafi verið hált. Sömuleiðis gæti vinnustaðurinn ekki borið ábyrgð á sinnuleysi Vinnueftirlits ríkisins til að rannsaka aðstæður á slysstað. Vísað er til þess í niðurstöðukafla dómsins að yfirmaður á vinnustaðnum hafi sama dag og slysið átti sér stað sett tölvupóst á starfsmennina þar sem hann skrifaði að gólfið í eldhúsinu væri svakalega hált og væri bleyta eða fita á gólfinu þyrftu menn að fara mjög varlega. „Ég þarf án efa að grípa til einhverra aðgerða til að gera vinnuaðstöðuna betri. Eruð þið með einhverjar lausnir í handraðanum? Ég er að velta fyrir mér einhverjum gúmmímottum... en fella menn sig ekki bara á þeim?“ skrifaði yfirmaðurinn í póstinum. Af þessu, segir í niðurstöðu dómsins, mátti leggja til grundvallar að full vitneskja hafi verið hjá vinnustaðnum að eldhúsgólfið væri óvenju hált, sérstaklega þegar fita eða bleyta væri á því. Þá hefði átt að kalla til Vinnueftirlitið til að taka út aðstöðuna eftir slysið og Sjóvár að bera sönnunarbyrðina um þau atriði sem greint væri um. Vinnustaðurinn hafi sömuleiðis ekki gripið til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir slys. Dómsmál Vinnuslys Tryggingar Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
Konan var á þessum tíma að vinna í eldhúsi og var umræddan dag að bera fram morgunverð. Slysið var tilkynnt til vinnnueftirlitsins með þeirri lýstingu að þjónn hafi runnið til í bleytu á gólfi og fallið en slysið var ekki rannsakað af hálfu eftirlitsins. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var kveðinn upp 31. mars síðastliðinn, að daginn eftir slysið hafi faðir konunnar tilkynnt það til lögreglu. Slysið var síðan tilkynnt til Slysatrygginga Íslands 4. október sama ár. Konan sendi svo Sjóvá bréf árið 2019 þar sem hún óskaði eftir afstöðu Sjóvár til skaðabótaskyldu þar sem vinnuveitandi hennar bæri, að hennar mati, skaðabótaábyrgð á slysi hennar. Að hennar mati hafi vinnustaðurinn ekki hlutast til um að grípa til viðeigandi ráðstafana vegna bleytu og fitu á gólfi eldhússins. Hún greindi þar frá því að bæði hún sjálf og samstarfsfólk hennar hafi margoft gert athugasemdir við hve hált gólfið væri sökum fitu og bleytu og að ekki væru fyrir hendi fituleysandi efni eða reynt að draga úr hálku með öðru móti. Konan vísaði þá til þess að Vinnueftirlitið hefði ekki sinnt skyldu sinni og orsakir slyssins ekki verið rannsakaðar með fullnægjandi hætti. Yfirmaður vissi af hættulega hálu gólfinu Sjóvá hafnaði bótaskyldu með bréfi sem er dagsett 28. ágúst 2019. Sjóvá taldi að slysið mætti rekja til sakar starfsmanna vinnustaðarins eða vanbúnaðar sem vinnustaðurinn bæri ábyrgð á. Þá gæti vinnustaðurinn ekki borið ábyrgð á því að Vinnueftirlit og lögregla heðfu ekki rannsakað aðstæður á slysstaðnum með fullnægjandi hætti. Í kjölfarið leitaði konan til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum og komst nefndin að þeirri niðurstöðu að konan ætti óskertan rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu vinnustaðarins hjá Sjóvá. Sjóvá tilkynnti í kjölfarið að það myndi ekki fara eftir úrskurðinum og sagðist ekki teja að sýnt hafi verið fram á að gólfið hafi verið hált. Sömuleiðis gæti vinnustaðurinn ekki borið ábyrgð á sinnuleysi Vinnueftirlits ríkisins til að rannsaka aðstæður á slysstað. Vísað er til þess í niðurstöðukafla dómsins að yfirmaður á vinnustaðnum hafi sama dag og slysið átti sér stað sett tölvupóst á starfsmennina þar sem hann skrifaði að gólfið í eldhúsinu væri svakalega hált og væri bleyta eða fita á gólfinu þyrftu menn að fara mjög varlega. „Ég þarf án efa að grípa til einhverra aðgerða til að gera vinnuaðstöðuna betri. Eruð þið með einhverjar lausnir í handraðanum? Ég er að velta fyrir mér einhverjum gúmmímottum... en fella menn sig ekki bara á þeim?“ skrifaði yfirmaðurinn í póstinum. Af þessu, segir í niðurstöðu dómsins, mátti leggja til grundvallar að full vitneskja hafi verið hjá vinnustaðnum að eldhúsgólfið væri óvenju hált, sérstaklega þegar fita eða bleyta væri á því. Þá hefði átt að kalla til Vinnueftirlitið til að taka út aðstöðuna eftir slysið og Sjóvár að bera sönnunarbyrðina um þau atriði sem greint væri um. Vinnustaðurinn hafi sömuleiðis ekki gripið til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir slys.
Dómsmál Vinnuslys Tryggingar Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira