Reykjanesbrautin í stokk – lífsgæðabylting fyrir íbúa Kópavogs Einar Þorvarðarson og Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifa 5. apríl 2022 09:31 Nú hefur verið kynnt niðurstaða úr hugmyndasamkeppni um nýja sýn fyrir næsta uppbyggingaráfanga Glaðheimasvæðisins. ASK arkitektar báru sigur úr býtum en vinningstillagan gerir ráð fyrir nútímalegu og sjálfbæru hverfi með áherslu á mannvænt og spennandi miðbæjarumhverfi fyrir Kópavog. Í tillögunni er lagt til að Reykjanesbraut verði lögð í stokk og þannig myndist fjöldi nýrra tenginga milli hverfa fyrir alla samgöngumáta og hugað verði um leið að hljóðvist. Saga þessa svæðis, sem fyrir ekki svo löngu geymdi hesthús og starfsemi hestamanna er áhugaverð. Uppbygging fyrsta áfanga svæðisins gekk nefnilega hratt og vel fyrir sig og þar hafa nú risið glæsileg fjölbýlishús, hvert öðru fallegra, með torgi, grænu svæði, göngustígum og leiktækjum. Mikil áhersla var lögð á frágang lóða og hlýlegt umhverfi þannig að fólki liði vel í nærumhverfi heimila sinna. Viðreisn gerði athugasemdir og tillaga dregin til baka Talsverður vandræðagangur hefur hins vegar verið á skipulagsmálum almennt í Kópavogi síðustu fjögur árin, einnig varðandi næsta uppbyggingaráfanga þessa svæðis. Fram kom deiliskipulagstillaga sem m.a. gerði ráð fyrir risastórum fjölbýlishúsum ofan í óbreyttri og umferðarþungri Reykjanesbrautinni. Bæjarfulltrúar Viðreisnar gerðu alvarlegar athugasemdir við þá tillögu, sem haldin var verulegum annmörkum að öðru leyti einnig. Hún var því formlega dregin til baka. Þá kom fram önnur tillaga frá meirihlutanum sem einnig var afleit enda þótti okkur skipulagið með eindæmum gamaldags. Við höfum nú í tvígang farið með málið inn í bæjarstjórn sem sérstakt dagskrármál. Eftir miklar umræður í bæjarstjórn og fundi okkar í Viðreisn með bæjarstjóra og sviðsstjóra var samþykkt viðaukatillaga um að fara með svæðið í samkeppni. Niðurstaða hennar er sú að metnaðarlaust skipulag meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verður fellt úr gildi og nú getum við byrjað upp á nýtt með tillögu sem verður lífsgæðabylting fyrir íbúa á miðsvæði Kópavogs. Markmið okkar með samkeppninni var að kalla eftir hugmyndum sem styrkja svæðiskjarnann í Smára, efla tengsl á milli hans og Lindanna, staðsetja þar tengistöð fyrir almenningssamgöngur og tengingu við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík. Við vildum byggð sem styður við skapandi umhverfi, aukin lífsgæði og fjölbreytt mannlíf, verslun og þjónustu. Smárinn er ekki bara miðkjarni fyrir allt höfuðborgarsvæðið heldur er hann tækifæri okkar Kópavogsbúa til að hanna miðbæ þar sem fólk nýtur þess að koma, ganga um torg og græn svæði og njóta mannlífs í nútímalegu borgarskipulagi. Við í Viðreisn göngum full tilhlökkunar inn í kosningarnar með nútímalega framtíðarýn fyrir Lindir og Smára á borðinu og hlökkum til að búa til nútímalegt, sjálfbært og spennandi skipulag fyrir Glaðheimasvæðið. Svæði sem skv. hinni nýju tillögu Ask arkiteka verður tengt við Smárann með helstu umferðaræðina í stokk þannig að það þjóni blómstrandi mannlífi Kópavogsbúa framtíðarinnar. Það skiptir máli hvernig hverfi bæjarins eru hönnuð og þar þurfa þarfir íbúanna að vega þyngst. Höfundar eru bæjarfulltrúar Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Viðreisn Samgöngur Skipulag Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur verið kynnt niðurstaða úr hugmyndasamkeppni um nýja sýn fyrir næsta uppbyggingaráfanga Glaðheimasvæðisins. ASK arkitektar báru sigur úr býtum en vinningstillagan gerir ráð fyrir nútímalegu og sjálfbæru hverfi með áherslu á mannvænt og spennandi miðbæjarumhverfi fyrir Kópavog. Í tillögunni er lagt til að Reykjanesbraut verði lögð í stokk og þannig myndist fjöldi nýrra tenginga milli hverfa fyrir alla samgöngumáta og hugað verði um leið að hljóðvist. Saga þessa svæðis, sem fyrir ekki svo löngu geymdi hesthús og starfsemi hestamanna er áhugaverð. Uppbygging fyrsta áfanga svæðisins gekk nefnilega hratt og vel fyrir sig og þar hafa nú risið glæsileg fjölbýlishús, hvert öðru fallegra, með torgi, grænu svæði, göngustígum og leiktækjum. Mikil áhersla var lögð á frágang lóða og hlýlegt umhverfi þannig að fólki liði vel í nærumhverfi heimila sinna. Viðreisn gerði athugasemdir og tillaga dregin til baka Talsverður vandræðagangur hefur hins vegar verið á skipulagsmálum almennt í Kópavogi síðustu fjögur árin, einnig varðandi næsta uppbyggingaráfanga þessa svæðis. Fram kom deiliskipulagstillaga sem m.a. gerði ráð fyrir risastórum fjölbýlishúsum ofan í óbreyttri og umferðarþungri Reykjanesbrautinni. Bæjarfulltrúar Viðreisnar gerðu alvarlegar athugasemdir við þá tillögu, sem haldin var verulegum annmörkum að öðru leyti einnig. Hún var því formlega dregin til baka. Þá kom fram önnur tillaga frá meirihlutanum sem einnig var afleit enda þótti okkur skipulagið með eindæmum gamaldags. Við höfum nú í tvígang farið með málið inn í bæjarstjórn sem sérstakt dagskrármál. Eftir miklar umræður í bæjarstjórn og fundi okkar í Viðreisn með bæjarstjóra og sviðsstjóra var samþykkt viðaukatillaga um að fara með svæðið í samkeppni. Niðurstaða hennar er sú að metnaðarlaust skipulag meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verður fellt úr gildi og nú getum við byrjað upp á nýtt með tillögu sem verður lífsgæðabylting fyrir íbúa á miðsvæði Kópavogs. Markmið okkar með samkeppninni var að kalla eftir hugmyndum sem styrkja svæðiskjarnann í Smára, efla tengsl á milli hans og Lindanna, staðsetja þar tengistöð fyrir almenningssamgöngur og tengingu við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík. Við vildum byggð sem styður við skapandi umhverfi, aukin lífsgæði og fjölbreytt mannlíf, verslun og þjónustu. Smárinn er ekki bara miðkjarni fyrir allt höfuðborgarsvæðið heldur er hann tækifæri okkar Kópavogsbúa til að hanna miðbæ þar sem fólk nýtur þess að koma, ganga um torg og græn svæði og njóta mannlífs í nútímalegu borgarskipulagi. Við í Viðreisn göngum full tilhlökkunar inn í kosningarnar með nútímalega framtíðarýn fyrir Lindir og Smára á borðinu og hlökkum til að búa til nútímalegt, sjálfbært og spennandi skipulag fyrir Glaðheimasvæðið. Svæði sem skv. hinni nýju tillögu Ask arkiteka verður tengt við Smárann með helstu umferðaræðina í stokk þannig að það þjóni blómstrandi mannlífi Kópavogsbúa framtíðarinnar. Það skiptir máli hvernig hverfi bæjarins eru hönnuð og þar þurfa þarfir íbúanna að vega þyngst. Höfundar eru bæjarfulltrúar Viðreisnar í Kópavogi.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun