Engar efndir, en nóg af loforðum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 5. apríl 2022 10:30 Í ævintýrinu um Nýju fötin keisarans, þá var það barnið sem þorði að segja: „Nú, hann er þá ekki í neinu!”. Sú saga kemur upp í hugann, þegar lesið var viðtal við bæjarstjóra Hafnarfjarðar í Morgunblaðinu. Þar segir hún að mikið uppbyggingarskeið framundan í Hafnarfirði og tilgreindi nokkur svæði þar sem uppbyggingin á að fara fram. Ekkert hafi verið gert í þessum málum s.l. átta ár vegna þess að háspennulínur hafi hamlað á örlitlu svæði alls byggingarlandsins. Líkir bæjarstjórinn þessu við "hamfarir" í löngu máli þar sem reynt er að afsaka klúðrið. Þær hamfarir, þau mistök voru hins vegar alfarið í ráðhúsi bæjarins, hjá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Þau brugðust ekki við, höfðu engar aðrar áætlanir, en biðu þess er verða vildi í átta ár og lítið sem ekkert gerðist. Keisarinn var þá ekki í neinu, hann var allsber, eins og segir í ævintýrinu góða. Íbúum fækkaði í fyrsta skipti í 80 ár Afleiðingarnar blasa við í talningu Samtaka iðnaðarins, sem sýnir að minnst er byggt í Hafnarfirði miðað við nágrannasveitarfélögin. Það þýðir að fjölgun íbúa er langt undir áætlunum bæjarins. Á síðasta ári fjölgaði íbúum Hafnarfjarðar aðeins um 0,25% og árið 2020 fækkaði þeim í fyrsta skiptið í 80 ár. Þetta er uppskera Sjálfstæðisflokksins eftir átta ár í meirihluta. Samkvæmt miðspá húsnæðisáætlunar Hafnarfjarðarbæjar er einungis gert ráð fyrir 152 nýjum íbúðum á þessu ári. Er það hin gríðarlega mikla uppbygging sem bæjarstjórinn talar um? Þá hafa færri íbúðir verið keyptar af bænum inn í félagslega kerfið og ekki nýttar fjárheimildir til þess í fjárhagsáætlun. Það hefur laskað verulega félagslega þjónustu við þá sem minnst mega sín og biðlistarnir lengjast. Allt þetta kjörtímabil höfum við í Samfylkingunni bent á þá alvarlegu stöðu sem er í Hafnarfirði vegna hægrar uppbyggingar nýs húsnæðis. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur kosið að stinga hausnum í sandinn í stað þess að horfast í augu við staðreyndir og ráðast með okkur í átak í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Það drukknar allt í orðagjálfri. Eina sem kemur svo frá meirihlutanum er að framundan er mikil uppbygging, einhvern tíma. Hvað á að segja það lengi? Innantóm orð en engar framkvæmdir Það stendur ekki á loforðum og allskonar fagurgala. Þannig hefur það verið allt kjörtímabilið og lengur. Fyrir síðustu kosningar, fyrir fjórum árum, voru sýndar fallegar myndir af svonefndu 5 mínútna hverfi uppi á Hrauni, sem átti að vera stóra málið í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á yfirstandandi kjörtímabili. Þar hefur ekki skóflu verið stungið í jörð ennþá - engin hreyfing. Öll uppbyggingarsvæðin sem bæjarstjórinn talar um eru lítið annað en hugmyndir á blaði, enda eru engar lóðir til í Hafnarfirði. Það sagði bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Hafnarfirði í ræðu á Alþingi og ber sjálfur ábyrgð á ófremdarástandinu með Sjálfstæðisflokknum. Uppbygging íbúðarhúsnæðis og húsnæðismál eru velferðarmál. Afleiðing hægrar uppbyggingar eru að eftirspurn eykst og verð hækkar, sem lendir verst á fjölskyldufólki og fyrstu kaupendum. Nýr meirihluti jafnaðarmanna forsenda bjartra tíma Það er því rétt að framtíðin er björt í Hafnarfirði, en hjá nýjum meirihluta, nýjum stjórnendum í Hafnarfirði undir forystu jafnaðarmanna eftir bæjarstjórnarkosningarnar 14. maí. Þá verður ráðist í raunverulegt stórátak í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, m.a. með samstarfi við óhagnaðardrifin leigufélög, verktaka og einstaklinga þar sem áhersla verður lögð á fjölbreytt og hentugt húsnæði fyrir alla. Hér þarf skýra framtíðarsýn og að láta verkin tala. Tökum höndum saman um það. Höfundur skipar 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði til bæjarstjórnarkosninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Stefán Már Gunnlaugsson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Í ævintýrinu um Nýju fötin keisarans, þá var það barnið sem þorði að segja: „Nú, hann er þá ekki í neinu!”. Sú saga kemur upp í hugann, þegar lesið var viðtal við bæjarstjóra Hafnarfjarðar í Morgunblaðinu. Þar segir hún að mikið uppbyggingarskeið framundan í Hafnarfirði og tilgreindi nokkur svæði þar sem uppbyggingin á að fara fram. Ekkert hafi verið gert í þessum málum s.l. átta ár vegna þess að háspennulínur hafi hamlað á örlitlu svæði alls byggingarlandsins. Líkir bæjarstjórinn þessu við "hamfarir" í löngu máli þar sem reynt er að afsaka klúðrið. Þær hamfarir, þau mistök voru hins vegar alfarið í ráðhúsi bæjarins, hjá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Þau brugðust ekki við, höfðu engar aðrar áætlanir, en biðu þess er verða vildi í átta ár og lítið sem ekkert gerðist. Keisarinn var þá ekki í neinu, hann var allsber, eins og segir í ævintýrinu góða. Íbúum fækkaði í fyrsta skipti í 80 ár Afleiðingarnar blasa við í talningu Samtaka iðnaðarins, sem sýnir að minnst er byggt í Hafnarfirði miðað við nágrannasveitarfélögin. Það þýðir að fjölgun íbúa er langt undir áætlunum bæjarins. Á síðasta ári fjölgaði íbúum Hafnarfjarðar aðeins um 0,25% og árið 2020 fækkaði þeim í fyrsta skiptið í 80 ár. Þetta er uppskera Sjálfstæðisflokksins eftir átta ár í meirihluta. Samkvæmt miðspá húsnæðisáætlunar Hafnarfjarðarbæjar er einungis gert ráð fyrir 152 nýjum íbúðum á þessu ári. Er það hin gríðarlega mikla uppbygging sem bæjarstjórinn talar um? Þá hafa færri íbúðir verið keyptar af bænum inn í félagslega kerfið og ekki nýttar fjárheimildir til þess í fjárhagsáætlun. Það hefur laskað verulega félagslega þjónustu við þá sem minnst mega sín og biðlistarnir lengjast. Allt þetta kjörtímabil höfum við í Samfylkingunni bent á þá alvarlegu stöðu sem er í Hafnarfirði vegna hægrar uppbyggingar nýs húsnæðis. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur kosið að stinga hausnum í sandinn í stað þess að horfast í augu við staðreyndir og ráðast með okkur í átak í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Það drukknar allt í orðagjálfri. Eina sem kemur svo frá meirihlutanum er að framundan er mikil uppbygging, einhvern tíma. Hvað á að segja það lengi? Innantóm orð en engar framkvæmdir Það stendur ekki á loforðum og allskonar fagurgala. Þannig hefur það verið allt kjörtímabilið og lengur. Fyrir síðustu kosningar, fyrir fjórum árum, voru sýndar fallegar myndir af svonefndu 5 mínútna hverfi uppi á Hrauni, sem átti að vera stóra málið í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á yfirstandandi kjörtímabili. Þar hefur ekki skóflu verið stungið í jörð ennþá - engin hreyfing. Öll uppbyggingarsvæðin sem bæjarstjórinn talar um eru lítið annað en hugmyndir á blaði, enda eru engar lóðir til í Hafnarfirði. Það sagði bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Hafnarfirði í ræðu á Alþingi og ber sjálfur ábyrgð á ófremdarástandinu með Sjálfstæðisflokknum. Uppbygging íbúðarhúsnæðis og húsnæðismál eru velferðarmál. Afleiðing hægrar uppbyggingar eru að eftirspurn eykst og verð hækkar, sem lendir verst á fjölskyldufólki og fyrstu kaupendum. Nýr meirihluti jafnaðarmanna forsenda bjartra tíma Það er því rétt að framtíðin er björt í Hafnarfirði, en hjá nýjum meirihluta, nýjum stjórnendum í Hafnarfirði undir forystu jafnaðarmanna eftir bæjarstjórnarkosningarnar 14. maí. Þá verður ráðist í raunverulegt stórátak í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, m.a. með samstarfi við óhagnaðardrifin leigufélög, verktaka og einstaklinga þar sem áhersla verður lögð á fjölbreytt og hentugt húsnæði fyrir alla. Hér þarf skýra framtíðarsýn og að láta verkin tala. Tökum höndum saman um það. Höfundur skipar 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði til bæjarstjórnarkosninga.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun