Lögreglan á Suðurnesjum snýr aftur á Facebook Atli Ísleifsson skrifar 5. apríl 2022 14:48 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist vona að Facebook-síða embættisins fari aftur í loftið síðar í vikunni. Vísir/Baldur Hrafnkell Lögreglan á Suðurnesjum hefur snúið aftur á Facebook, um þremur mánuðum eftir að embættið tilkynnti að ákvörðun hafi verið tekin að hætta á samfélagsmiðlinum vegna persónuverndarsjónarmiða. Þetta segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir að þetta sé nú gert að lokinni sérstakri öryggisúttekt. Úlfar segir að eftirleiðis geti aðrir en lögreglan á Suðurnesjum þó ekki birt þar skilaboð eða aðrar athugasemdir. Áfram muni embættið svo einnig nota heimasíðu sína til að birta fréttir og tilkynningar. Öflug persónuvernd embættinu kappsmál Athygli vakti í byrjun árs þegar lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti ákvörðun sína. Sagði í tilkynningu að öflug persónuvernd væri embættinu kappsmál og að það legði áherslu á að öll meðferð persónuupplýsinga væri í samræmi við kröfur persónuverndarlaga. Fram kom að Persónuvernd hefði gert athugasemdir við notkun lögreglu hér á landi á samfélagsmiðlinum Facebook og þá sérstaklega í tengslum við móttöku upplýsinga í gegnum miðilinn. „Vegna þessa hefur LSS tekið þá ákvörðun að hætta að nota Facebook í samskiptum sínum við almenning og loka síðunni. Síðunni verður lokað eftir sólarhring. Upplýsingar og tilkynningar til almennings munu áfram verða birtar á heimasíðu lögreglunnar, logreglan.is og í fjölmiðlum eftir því sem við á,“ sagði í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum þann 11. janúar. Lítið að frétta síðan í janúar Óhætt er að segja að veralega dró úr tilkynningum á heimasíðunni og skeytasendingum embættisins til fjölmiðla um verkefni sem hafa komið inn á borð lögreglunnar eftir að greint var frá því að embættið væri hætt á Facebook. Einu tilkynningarnar frá lögreglunni á Suðurnesjum sem birst hafa á heimasíðunni eru frá 12. janúar þar sem ökumenn eru hvattir til að aka gætilega á Reykjanesbraut í rigningartíðinni þá, og svo að lögreglan á Suðurnesjum hafi hlotið öryggisverðlaun Ferðamálastofu og Slysavarnafélagsins Landsbjargar fyrir framgöngu sína og störf í tengslum við viðbrögð vegna eldgossins í Fagradalsfjalli á síðasta ári. Lögreglan Facebook Reykjanesbær Samfélagsmiðlar Persónuvernd Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sjá meira
Þetta segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir að þetta sé nú gert að lokinni sérstakri öryggisúttekt. Úlfar segir að eftirleiðis geti aðrir en lögreglan á Suðurnesjum þó ekki birt þar skilaboð eða aðrar athugasemdir. Áfram muni embættið svo einnig nota heimasíðu sína til að birta fréttir og tilkynningar. Öflug persónuvernd embættinu kappsmál Athygli vakti í byrjun árs þegar lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti ákvörðun sína. Sagði í tilkynningu að öflug persónuvernd væri embættinu kappsmál og að það legði áherslu á að öll meðferð persónuupplýsinga væri í samræmi við kröfur persónuverndarlaga. Fram kom að Persónuvernd hefði gert athugasemdir við notkun lögreglu hér á landi á samfélagsmiðlinum Facebook og þá sérstaklega í tengslum við móttöku upplýsinga í gegnum miðilinn. „Vegna þessa hefur LSS tekið þá ákvörðun að hætta að nota Facebook í samskiptum sínum við almenning og loka síðunni. Síðunni verður lokað eftir sólarhring. Upplýsingar og tilkynningar til almennings munu áfram verða birtar á heimasíðu lögreglunnar, logreglan.is og í fjölmiðlum eftir því sem við á,“ sagði í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum þann 11. janúar. Lítið að frétta síðan í janúar Óhætt er að segja að veralega dró úr tilkynningum á heimasíðunni og skeytasendingum embættisins til fjölmiðla um verkefni sem hafa komið inn á borð lögreglunnar eftir að greint var frá því að embættið væri hætt á Facebook. Einu tilkynningarnar frá lögreglunni á Suðurnesjum sem birst hafa á heimasíðunni eru frá 12. janúar þar sem ökumenn eru hvattir til að aka gætilega á Reykjanesbraut í rigningartíðinni þá, og svo að lögreglan á Suðurnesjum hafi hlotið öryggisverðlaun Ferðamálastofu og Slysavarnafélagsins Landsbjargar fyrir framgöngu sína og störf í tengslum við viðbrögð vegna eldgossins í Fagradalsfjalli á síðasta ári.
Lögreglan Facebook Reykjanesbær Samfélagsmiðlar Persónuvernd Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sjá meira