Borgarstjóri vaknar í íbúðalausri borg Ómar Már Jónsson skrifar 6. apríl 2022 09:31 Borgarstjóri skrifar grein í Fréttablaðið í gær sem hlýtur að vekja mikla eftirtekt enda er eins og hann sé að vakna upp af værum svefni þegar kemur að húsnæðismálum. Í grein sinni kallar hann eftir sérstökum húsnæðissáttmála og virðist vera að átta sig á því að staðan á húsnæðismarkaði sé með ólíkindum. Um leið segir hann að lóðir innan borgarmarka séu „í höndum einkaaðila og byggingarfélaga“ og ekkert annað sé í boði. Svo virðist sem hann vilji eingöngu íbúðir við þróunarása Borgarlínu. Samt er hann „stoltur af húsnæðisstefnu borgarinnar“. Viðurkennir þó að sig „(vanti) yfirsýn á húsnæðismarkaðinn,“ og bætir við einhverskonar óskalista: „Það vantar betri spár og áætlanir. Það vantar meira jafnvægi í uppbygginguna.” „Nú þurfum við að gera húsnæðissáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið.” „Fimmtán ára áætlun.” „Þéttingarreitir með fram Borgarlínu eru þar í fremstu röð.” „Algjör skortur er á heildstæðri húsnæðisstefnu fyrir Ísland,” segir borgarstjóri. Það er með ólíkindum að lesa þetta og menn hljóta að spyrja sig hvar borgarstjóri hefur verið undanfarin áratug. Það er eins og það hafi farið framhjá honum hver lögmæt verkefni sveitarfélaga eru en lögin um það eru skýr: „Sveitarstjórn ber ábyrgð á og hefur frumkvæði að því að leysa húsnæðisþörf þess fólks í sveitarfélaginu sem þarfnast aðstoðar við húsnæðisöflun. Í því skyni skal sveitarstjórn fylgjast með þörf á húsnæði í sveitarfélaginu.” Það er auðséð af þessari grein borgarstjóra að hann veit ekki hver staðan er á húsnæðismarkaði þó hann beri ábyrgð á stefnumótun og aðgerðaáætlun á þessu sviði eins og kemur fram í lögum. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur skapað mikinn vanda sem nú lendir á borgarbúum, sem sjá má í gengdarlausum hækkunum á fasteigmum, leiguverð er í hæstu hæðum og fasteignagjöld aldrei hærri. Nánast ekkert húsnæði er til staðar fyrir ungt fólk sem vill eignast sitt eigið húsnæði. Þetta ástand kemur borginni sér vel, því til samanburðar þá hefur fasteignamat sem er beintengt upphæð fasteignagjalda á borgarbúa hækkað frá árinu 2013 til ársins 2021 um 107% meðan vísitöluhækkun neyðsluverðs hefur hækkað einungis um 41%. Hér þarf aðgerða við í álögum á borgarbúa. Byggingaframkvæmdir stöðvuðust Þegar opinber gögn eru skoðuð sést að árin eftir hrun var svo til hætt að byggja og það í heil sjö ár. Fjöldi íbúða sem voru byggðar á höfuðborgarsvæðinu öllu, árin 2011 og 2012, voru færri en voru byggðar á því svæði 1935! Myndin sýnir húsnæðisuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu og svo landinu öllu. Margoft hefur verið bent á húsnæðisskort í Reykjavík. Í raun hefur það blasað við allan síðasta áratug og fram til dagsins í dag. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur fallið á prófinu um að skapa betri borg með húsnæði fyrir alla. Ég mun einbeita mér að því að stórauka lóðaframboð í Reykjavík fljótt og hratt fyrir alla og gera þannig miklu meira fyrir borgarbúa en gert hefur verið. Ég mun beita mér fyrir því að þegar við höfum náð tökum á gengdarlausri skuldaaukningu borgarinnar að fasteignagjöld hækki ekki umfram vísitöluverðshækkanir. Höfundur er oddviti X-Meiri borg og árið er MMXXII. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Miðflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ómar Már Jónsson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjóri skrifar grein í Fréttablaðið í gær sem hlýtur að vekja mikla eftirtekt enda er eins og hann sé að vakna upp af værum svefni þegar kemur að húsnæðismálum. Í grein sinni kallar hann eftir sérstökum húsnæðissáttmála og virðist vera að átta sig á því að staðan á húsnæðismarkaði sé með ólíkindum. Um leið segir hann að lóðir innan borgarmarka séu „í höndum einkaaðila og byggingarfélaga“ og ekkert annað sé í boði. Svo virðist sem hann vilji eingöngu íbúðir við þróunarása Borgarlínu. Samt er hann „stoltur af húsnæðisstefnu borgarinnar“. Viðurkennir þó að sig „(vanti) yfirsýn á húsnæðismarkaðinn,“ og bætir við einhverskonar óskalista: „Það vantar betri spár og áætlanir. Það vantar meira jafnvægi í uppbygginguna.” „Nú þurfum við að gera húsnæðissáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið.” „Fimmtán ára áætlun.” „Þéttingarreitir með fram Borgarlínu eru þar í fremstu röð.” „Algjör skortur er á heildstæðri húsnæðisstefnu fyrir Ísland,” segir borgarstjóri. Það er með ólíkindum að lesa þetta og menn hljóta að spyrja sig hvar borgarstjóri hefur verið undanfarin áratug. Það er eins og það hafi farið framhjá honum hver lögmæt verkefni sveitarfélaga eru en lögin um það eru skýr: „Sveitarstjórn ber ábyrgð á og hefur frumkvæði að því að leysa húsnæðisþörf þess fólks í sveitarfélaginu sem þarfnast aðstoðar við húsnæðisöflun. Í því skyni skal sveitarstjórn fylgjast með þörf á húsnæði í sveitarfélaginu.” Það er auðséð af þessari grein borgarstjóra að hann veit ekki hver staðan er á húsnæðismarkaði þó hann beri ábyrgð á stefnumótun og aðgerðaáætlun á þessu sviði eins og kemur fram í lögum. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur skapað mikinn vanda sem nú lendir á borgarbúum, sem sjá má í gengdarlausum hækkunum á fasteigmum, leiguverð er í hæstu hæðum og fasteignagjöld aldrei hærri. Nánast ekkert húsnæði er til staðar fyrir ungt fólk sem vill eignast sitt eigið húsnæði. Þetta ástand kemur borginni sér vel, því til samanburðar þá hefur fasteignamat sem er beintengt upphæð fasteignagjalda á borgarbúa hækkað frá árinu 2013 til ársins 2021 um 107% meðan vísitöluhækkun neyðsluverðs hefur hækkað einungis um 41%. Hér þarf aðgerða við í álögum á borgarbúa. Byggingaframkvæmdir stöðvuðust Þegar opinber gögn eru skoðuð sést að árin eftir hrun var svo til hætt að byggja og það í heil sjö ár. Fjöldi íbúða sem voru byggðar á höfuðborgarsvæðinu öllu, árin 2011 og 2012, voru færri en voru byggðar á því svæði 1935! Myndin sýnir húsnæðisuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu og svo landinu öllu. Margoft hefur verið bent á húsnæðisskort í Reykjavík. Í raun hefur það blasað við allan síðasta áratug og fram til dagsins í dag. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur fallið á prófinu um að skapa betri borg með húsnæði fyrir alla. Ég mun einbeita mér að því að stórauka lóðaframboð í Reykjavík fljótt og hratt fyrir alla og gera þannig miklu meira fyrir borgarbúa en gert hefur verið. Ég mun beita mér fyrir því að þegar við höfum náð tökum á gengdarlausri skuldaaukningu borgarinnar að fasteignagjöld hækki ekki umfram vísitöluverðshækkanir. Höfundur er oddviti X-Meiri borg og árið er MMXXII.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar