Óheppilegt Atli Þór Fanndal skrifar 8. apríl 2022 17:30 Kannski er svolítið óheppilegt nú þegar Íslandsbanki er seldur fjölskyldu, vinum, útrásarvíkingum og viðskiptafélögum að þingsályktun um rannsókn á einkavæðingu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf hafi verið troðið ofan í svarthol í trássi við ákvörðun löggjafans og aldrei framkvæmd. Það er alltaf svolítið óheppilegt þegar menn neita að skoða söguna og læra af henni. Jú, kannski er óheppilegt að stjórnarflokkarnir hafi hert ólina um háls Bankasýslu ríkisins. Mögulega, hugsanlega, en þó aðeins kannski er óheppileg afleiðing þessa að Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu, er innmúraður trúnaðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og baráttumaður fyrir hans hagsmunum innan flokksins. Já, óheppilegt ef gamalt ástarljóð stjórnarformannsins til fjármálaráðherra er túlkað eitthvað í þá átt að armslengdarsjónarmiðin og sjálfstæði Bankasýslu sé fyrst og fremst blekkingaleikur og fjarvistarsönnun gegn því að ráðherra þurfi að svara fyrir pólitískar gjörðir. Sko, nú má vel vera að reynst geti heldur óheppilegt ef í ljós kemur að þýfi frá Namibísku þjóðinni sé hugsanlega að fjármagna kaup á ríkiseignum á afsláttarkjörum í lokuðu útboði. Að sjálfsögðu erum við öll sammála um að allt svona skuli hafið yfir allan vafa. Ok, nú veit ég að sumir gætu talið óheppilegt ef í ljós kæmi að eigendur þeirra aðila sem komu að framkvæmd útboðsins hefðu sjálfir keypt á afslætti og með söluþóknun. Þau allra neikvæðustu gætu lesið eitthvað voðalega óheppilegt út úr því að meðal söluráðgjafa séu Fossar Markaðir ehf. í eigu sömu aðila og buðu fjármálaráðherra í gott partý á COVID-tímum. Auðvitað er örlítið óheppilegt ef í ljós kæmi að varað hafi verið við þeirri aðferð við útboð sem ákveðið var að fara sé ekki að „fullu í anda meginregla laga nr. 155/2012 um opið söluferli og gagnsæi. Þannig njóta ákveðnar fjárfestar betri réttinda en aðrir ásamt því að almenningur getur ekki tekið beinan þátt og þar með ekki tryggt fullt jafnræði bjóðenda. Aftur á móti er um að ræða hefðbundna venju á alþjóðlegum verðbréfamörkuðum sem talin er ákjósanlegasta aðferðin við áframhaldandi sölur til að hámarka verð og lágmarka áhættu.“ Þá er það ef til vill svo að einstaka aðilar gætu gert athugasemd við þá óheppilegu stöðu sem upp kæmi ef ljóst yrði að þessi aðferð hafi raunar alls ekki verið svo ódýr. Þau sem aldrei eru ánægð gætu talið smávægilega óheppilegt að þrátt fyrir að offramboð hafi verið á kaupendum og áhuga hafi verið mikill sé veittur afsláttur. Úff! Hvað það yrði nú óheppilegt ef til dæmis Sigríður Benediktsdóttir, sem sat í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið, teldi söluna brot lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Óheppileikinn gæti hugsanlega falist í því að lög um söluna eru sett í kjölfarið vinnu Sigríðar og fleiri aðila með það að markmiði að draga lærdóm af bankahruninu. Það er örlítill séns að sumum þyki óheppilegt að ríkisendurskoðandi hafi verið fluttur frá stofnun löggjafans til framkvæmdavaldsins með óheppilegri beitingu starfsmannalaga. Í því samhengi er nú svolítið óheppilegt að framkvæmdavaldið óski eftir úttekt ríkisendurskoðanda nú þegar það er enginn ríkisendurskoðandi að störfum sem kosinn er af Alþingi. Svona í ljósi sögunnar teldist líklega óheppilegt að Ríkisendurskoðun tók sér það hlutverk að hvítþvo þá einkavæðingu sem leiddi til hrunsins. Ef allt sem óheppilegt þykir er tekið saman yrði nú aldeilis heppilegt ef vel tækist að mynda stjórnarmeirihluta sem sameinaðist um að horfa fram hjá öllu sem talist getur óheppilegt. Meirihluta sem væri svo heppilega áhugalaus um allar spillingavarnir, heilindi og tiltrú almennings á stjórnmálunum að enginn þurfi að óttast ábyrgð og pólitískar afleiðingar. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Atli Þór Fanndal Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Kannski er svolítið óheppilegt nú þegar Íslandsbanki er seldur fjölskyldu, vinum, útrásarvíkingum og viðskiptafélögum að þingsályktun um rannsókn á einkavæðingu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf hafi verið troðið ofan í svarthol í trássi við ákvörðun löggjafans og aldrei framkvæmd. Það er alltaf svolítið óheppilegt þegar menn neita að skoða söguna og læra af henni. Jú, kannski er óheppilegt að stjórnarflokkarnir hafi hert ólina um háls Bankasýslu ríkisins. Mögulega, hugsanlega, en þó aðeins kannski er óheppileg afleiðing þessa að Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu, er innmúraður trúnaðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og baráttumaður fyrir hans hagsmunum innan flokksins. Já, óheppilegt ef gamalt ástarljóð stjórnarformannsins til fjármálaráðherra er túlkað eitthvað í þá átt að armslengdarsjónarmiðin og sjálfstæði Bankasýslu sé fyrst og fremst blekkingaleikur og fjarvistarsönnun gegn því að ráðherra þurfi að svara fyrir pólitískar gjörðir. Sko, nú má vel vera að reynst geti heldur óheppilegt ef í ljós kemur að þýfi frá Namibísku þjóðinni sé hugsanlega að fjármagna kaup á ríkiseignum á afsláttarkjörum í lokuðu útboði. Að sjálfsögðu erum við öll sammála um að allt svona skuli hafið yfir allan vafa. Ok, nú veit ég að sumir gætu talið óheppilegt ef í ljós kæmi að eigendur þeirra aðila sem komu að framkvæmd útboðsins hefðu sjálfir keypt á afslætti og með söluþóknun. Þau allra neikvæðustu gætu lesið eitthvað voðalega óheppilegt út úr því að meðal söluráðgjafa séu Fossar Markaðir ehf. í eigu sömu aðila og buðu fjármálaráðherra í gott partý á COVID-tímum. Auðvitað er örlítið óheppilegt ef í ljós kæmi að varað hafi verið við þeirri aðferð við útboð sem ákveðið var að fara sé ekki að „fullu í anda meginregla laga nr. 155/2012 um opið söluferli og gagnsæi. Þannig njóta ákveðnar fjárfestar betri réttinda en aðrir ásamt því að almenningur getur ekki tekið beinan þátt og þar með ekki tryggt fullt jafnræði bjóðenda. Aftur á móti er um að ræða hefðbundna venju á alþjóðlegum verðbréfamörkuðum sem talin er ákjósanlegasta aðferðin við áframhaldandi sölur til að hámarka verð og lágmarka áhættu.“ Þá er það ef til vill svo að einstaka aðilar gætu gert athugasemd við þá óheppilegu stöðu sem upp kæmi ef ljóst yrði að þessi aðferð hafi raunar alls ekki verið svo ódýr. Þau sem aldrei eru ánægð gætu talið smávægilega óheppilegt að þrátt fyrir að offramboð hafi verið á kaupendum og áhuga hafi verið mikill sé veittur afsláttur. Úff! Hvað það yrði nú óheppilegt ef til dæmis Sigríður Benediktsdóttir, sem sat í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið, teldi söluna brot lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Óheppileikinn gæti hugsanlega falist í því að lög um söluna eru sett í kjölfarið vinnu Sigríðar og fleiri aðila með það að markmiði að draga lærdóm af bankahruninu. Það er örlítill séns að sumum þyki óheppilegt að ríkisendurskoðandi hafi verið fluttur frá stofnun löggjafans til framkvæmdavaldsins með óheppilegri beitingu starfsmannalaga. Í því samhengi er nú svolítið óheppilegt að framkvæmdavaldið óski eftir úttekt ríkisendurskoðanda nú þegar það er enginn ríkisendurskoðandi að störfum sem kosinn er af Alþingi. Svona í ljósi sögunnar teldist líklega óheppilegt að Ríkisendurskoðun tók sér það hlutverk að hvítþvo þá einkavæðingu sem leiddi til hrunsins. Ef allt sem óheppilegt þykir er tekið saman yrði nú aldeilis heppilegt ef vel tækist að mynda stjórnarmeirihluta sem sameinaðist um að horfa fram hjá öllu sem talist getur óheppilegt. Meirihluta sem væri svo heppilega áhugalaus um allar spillingavarnir, heilindi og tiltrú almennings á stjórnmálunum að enginn þurfi að óttast ábyrgð og pólitískar afleiðingar. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun