Ók á móti umferð frá Garðabæ að Kópavogi og olli slysi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. apríl 2022 07:31 Þrír einstaklingar voru handteknir í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm Nokkur ölvunarmál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Tilkynnt var um ökumann sem ók á röngum vegarhelmingi og var grunaður um akstur undir áhrifum áfengis, ölvaðan ferðamann sem var til ama á veitingastað, eld í undirgöngum við íbúðarhúsnæði í miðbænum og slys við veitingahús. Skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi var tilkynnt um bíl á Hafnarfjarðarvegi sem var ekið á móti umferð en ökumaður bílsins hafði ekið frá Garðabæ að Kópavogi, þar sem hann hann stöðvaði eftir að hann olli umferðarslysi. Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvort einhver hafi slasast en ökumaðurinn var handtekinn, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu að lokinni sýnatöku fyrir rannsókn málsins. Ölvaðir einstaklingar í miðbænum handteknir Á öðrum tímanum í nótt þurfti lögregla síðan að hafa afskipti af erlendum ferðamanni í miðbænum en hann var ölvaður og hafði verið til ama inni á veitingastað. Þá hafði hann „kastað af sér þvagi utandyra,“ eins og það er orðað í dagbók lögreglu. Maðurinn reyndi að hlaupa frá lögreglumönnum þegar þeir höfðu afskipti af honum en hann var að lokum handtekinn og færður á lögreglustöð. Hann hefur verið kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt og að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Um hálftíma síðar var síðan ofurölvi kona handtekin í miðbænum en hún var vistuð sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Slys við veitingahús og eldur í undirgöngum Á svipuðum tíma var tilkynnt um slys við veitingahús í miðbænum en maður hafði þar dottið á bakið í tröppum og slasast þegar höfuð hans skall í gangstéttina. Hann var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku en ekki kemur fram í dagbók lögreglu hversu alvarlega maðurinn slasaðist. Þá var tilkynnt um eld utandyra við íbúðarhúsnæði í miðbænum þar sem búið var að kveikja í rusli í undirgöngum og sagður mikill svartur reykur. Að því er kemur fram í færslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hafði verið kveikt í dýnu við Grettisgötu. Slökkvistarf gekk vel en sótskemmdir eru sagðar vera á veggjum. Lögreglumál Reykjavík Garðabær Kópavogur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi var tilkynnt um bíl á Hafnarfjarðarvegi sem var ekið á móti umferð en ökumaður bílsins hafði ekið frá Garðabæ að Kópavogi, þar sem hann hann stöðvaði eftir að hann olli umferðarslysi. Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvort einhver hafi slasast en ökumaðurinn var handtekinn, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu að lokinni sýnatöku fyrir rannsókn málsins. Ölvaðir einstaklingar í miðbænum handteknir Á öðrum tímanum í nótt þurfti lögregla síðan að hafa afskipti af erlendum ferðamanni í miðbænum en hann var ölvaður og hafði verið til ama inni á veitingastað. Þá hafði hann „kastað af sér þvagi utandyra,“ eins og það er orðað í dagbók lögreglu. Maðurinn reyndi að hlaupa frá lögreglumönnum þegar þeir höfðu afskipti af honum en hann var að lokum handtekinn og færður á lögreglustöð. Hann hefur verið kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt og að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Um hálftíma síðar var síðan ofurölvi kona handtekin í miðbænum en hún var vistuð sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Slys við veitingahús og eldur í undirgöngum Á svipuðum tíma var tilkynnt um slys við veitingahús í miðbænum en maður hafði þar dottið á bakið í tröppum og slasast þegar höfuð hans skall í gangstéttina. Hann var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku en ekki kemur fram í dagbók lögreglu hversu alvarlega maðurinn slasaðist. Þá var tilkynnt um eld utandyra við íbúðarhúsnæði í miðbænum þar sem búið var að kveikja í rusli í undirgöngum og sagður mikill svartur reykur. Að því er kemur fram í færslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hafði verið kveikt í dýnu við Grettisgötu. Slökkvistarf gekk vel en sótskemmdir eru sagðar vera á veggjum.
Lögreglumál Reykjavík Garðabær Kópavogur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira