Hverjir tryggja fæðuöryggi á Íslandi? Erna Bjarnadóttir skrifar 10. apríl 2022 07:00 Þann 4. apríl sl. birtist fréttatilkynning frá matvælaráðuneytinu (tengill hér: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/04/04/Tollkvoti-vegna-innfluttra-landbunadarvara-fra-ESB-framlengdur/) um að framlengt hefði verið tímabil til ráðstöfunar tollkvóta vegna innfluttra landbúnaðarvara frá ríkjum ESB. Um er að ræða nýtingartímabilið 1. janúar til 30. apríl 2022 og framlengir ráðuneytið gildistímann til 30. júní nk. Í fréttatilkynningu ráðuneytisins er síðan vitnað í að borist hafi erindi frá Félagi atvinnurekenda (FA) og sagt að snúnara hafi orðið að útvega ýmsar vörur eftir að stríðið í Úkraínu hófst. Röksemdafærsla Félags atvinnurekenda Það er áhugavert að rýna í þennan texta en þó enn frekar sjálft erindi FA. Af því má ráða að matvælaráðuneytið hafi upphaflega synjað beiðni um framlengingu gildistíma tollkvóta og því hafi FA sent formlegt erindi. Þar segir orðrétt: „Okkur finnst að hér sé ekki horft til þeirra sérstöku aðstæðna, sem nú eru uppi á evrópskum matvörumarkaði vegna styrjaldarinnar í Úkraínu. Takist innflytjendum ekki að finna vörur til að fylla kvótann, verða þær ekki fluttar inn og það fé, sem greitt var fyrir kvótann, er í raun tapað. Af þessu leiðir tvennt; lægri birgðastaða og að verð á öðrum vörum þarf að hækka meira en ella til að bæta tjónið. Hvorugt er í þágu fæðuöryggis.“ Fæðuöryggi er alvörumál Ja, öðru vísi mér áður brá! Hvað er Félag atvinnurekenda að segja hér? Er slíkur vöruskortur nú í Evrópu að ekki sé unnt að afla nauðsynlegra matvæla? Sé svo er betra að það sé sagt hreint út., því slíkt er greinileg ógn við fæðuöryggi landsmanna. Það er vissulega mikið alvörumál fyrir þjóðina ef þau viðskiptasambönd við útlönd sem m.a. félagar í FA hafa byggt upp, duga ekki til að tryggja nauðsynleg aðföng þegar á reynir. Allra hluta vegna skulum við vona að ástand mála versni ekki enn frekar, en slíkt getur því miður gerst. Af þessum aðstæðum ættum við - sem erum af þeirri kynslóð sem ekki hefur þurft áður að upplifa slíka ógnartíma svo nærri okkur – að draga ákveðinn lærdóm. Við eigum ekki að tala fjálglega eins og sá sem allt veit og allt skilur þegar verið er að ræða almannahagsmuni eins og fæðuöryggi þjóðarinnar. Almannahagsmuni, eins og fæðuöryggi, verður að nálgast í umræðunni á þann veg að þröngir sérhagsmunir víki. Umræðan og ákvarðanir verði að snúast af meginþunga um það sem við getum gert í okkar umhverfi og landi og hvernig við getum tryggt að svo verði. Sem þjóð höfum við allar heimildir til að koma okkar málum svo fyrir með lögum og reglum. Það gera nágrannaþjóðir okkar hiklaust. Leiðir til að tryggja fæðuöryggi Óhætt er að fullyrða að við lifum á víðsjárverðum tímum. Þá skiptir grundvallarmáli að stjórnvöld hagi viðbrögðum sínum þannig að hagsmuna lands og þjóðar sé gætt í hvívetna og að ákvarðanir valdi ekki tjóni. Sama dag og fréttatilkynning ráðuneytisins birtist, hélt norskur sérfræðingur erindi um fæðuöryggi í streymi á vegum Auðhumlu - samvinnufélags bænda. Hann var með skýr skilaboð til okkar. Til að treysta fæðuöryggi þjóða á norðlægum slóðum er best að treysta framleiðslu þeirra afurða sem henta við okkar aðstæður. Hér eru það fyrst og fremst búfjárafurðir og garðyrkjuafurðir. Um leið er æskilegt að treysta stoðir fóðurframleiðslu s.s. með aukinni kornrækt. Sem dæmi hafa norsk stjórnvöld gefið út að þau muni tryggja að norskir bændur fá nægar tekjur til að standa undir kostnaði við framleiðslu á öllu korni sem þeir geta mögulega ræktað í sumar. Þetta er ein þeirra aðgerða sem Norðmenn hafa valið til að treysta fæðuöryggi sitt. Uppbygging áburðarverksmiðju hér á landi er sömuleiðis aðgerð sem mun treysta fæðuöryggi okkar. Er núverandi staða ekki staðfesting þessa að þörf er á að grípa til víðtækra aðgerða? Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Matvælaframleiðsla Erna Bjarnadóttir Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Þann 4. apríl sl. birtist fréttatilkynning frá matvælaráðuneytinu (tengill hér: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/04/04/Tollkvoti-vegna-innfluttra-landbunadarvara-fra-ESB-framlengdur/) um að framlengt hefði verið tímabil til ráðstöfunar tollkvóta vegna innfluttra landbúnaðarvara frá ríkjum ESB. Um er að ræða nýtingartímabilið 1. janúar til 30. apríl 2022 og framlengir ráðuneytið gildistímann til 30. júní nk. Í fréttatilkynningu ráðuneytisins er síðan vitnað í að borist hafi erindi frá Félagi atvinnurekenda (FA) og sagt að snúnara hafi orðið að útvega ýmsar vörur eftir að stríðið í Úkraínu hófst. Röksemdafærsla Félags atvinnurekenda Það er áhugavert að rýna í þennan texta en þó enn frekar sjálft erindi FA. Af því má ráða að matvælaráðuneytið hafi upphaflega synjað beiðni um framlengingu gildistíma tollkvóta og því hafi FA sent formlegt erindi. Þar segir orðrétt: „Okkur finnst að hér sé ekki horft til þeirra sérstöku aðstæðna, sem nú eru uppi á evrópskum matvörumarkaði vegna styrjaldarinnar í Úkraínu. Takist innflytjendum ekki að finna vörur til að fylla kvótann, verða þær ekki fluttar inn og það fé, sem greitt var fyrir kvótann, er í raun tapað. Af þessu leiðir tvennt; lægri birgðastaða og að verð á öðrum vörum þarf að hækka meira en ella til að bæta tjónið. Hvorugt er í þágu fæðuöryggis.“ Fæðuöryggi er alvörumál Ja, öðru vísi mér áður brá! Hvað er Félag atvinnurekenda að segja hér? Er slíkur vöruskortur nú í Evrópu að ekki sé unnt að afla nauðsynlegra matvæla? Sé svo er betra að það sé sagt hreint út., því slíkt er greinileg ógn við fæðuöryggi landsmanna. Það er vissulega mikið alvörumál fyrir þjóðina ef þau viðskiptasambönd við útlönd sem m.a. félagar í FA hafa byggt upp, duga ekki til að tryggja nauðsynleg aðföng þegar á reynir. Allra hluta vegna skulum við vona að ástand mála versni ekki enn frekar, en slíkt getur því miður gerst. Af þessum aðstæðum ættum við - sem erum af þeirri kynslóð sem ekki hefur þurft áður að upplifa slíka ógnartíma svo nærri okkur – að draga ákveðinn lærdóm. Við eigum ekki að tala fjálglega eins og sá sem allt veit og allt skilur þegar verið er að ræða almannahagsmuni eins og fæðuöryggi þjóðarinnar. Almannahagsmuni, eins og fæðuöryggi, verður að nálgast í umræðunni á þann veg að þröngir sérhagsmunir víki. Umræðan og ákvarðanir verði að snúast af meginþunga um það sem við getum gert í okkar umhverfi og landi og hvernig við getum tryggt að svo verði. Sem þjóð höfum við allar heimildir til að koma okkar málum svo fyrir með lögum og reglum. Það gera nágrannaþjóðir okkar hiklaust. Leiðir til að tryggja fæðuöryggi Óhætt er að fullyrða að við lifum á víðsjárverðum tímum. Þá skiptir grundvallarmáli að stjórnvöld hagi viðbrögðum sínum þannig að hagsmuna lands og þjóðar sé gætt í hvívetna og að ákvarðanir valdi ekki tjóni. Sama dag og fréttatilkynning ráðuneytisins birtist, hélt norskur sérfræðingur erindi um fæðuöryggi í streymi á vegum Auðhumlu - samvinnufélags bænda. Hann var með skýr skilaboð til okkar. Til að treysta fæðuöryggi þjóða á norðlægum slóðum er best að treysta framleiðslu þeirra afurða sem henta við okkar aðstæður. Hér eru það fyrst og fremst búfjárafurðir og garðyrkjuafurðir. Um leið er æskilegt að treysta stoðir fóðurframleiðslu s.s. með aukinni kornrækt. Sem dæmi hafa norsk stjórnvöld gefið út að þau muni tryggja að norskir bændur fá nægar tekjur til að standa undir kostnaði við framleiðslu á öllu korni sem þeir geta mögulega ræktað í sumar. Þetta er ein þeirra aðgerða sem Norðmenn hafa valið til að treysta fæðuöryggi sitt. Uppbygging áburðarverksmiðju hér á landi er sömuleiðis aðgerð sem mun treysta fæðuöryggi okkar. Er núverandi staða ekki staðfesting þessa að þörf er á að grípa til víðtækra aðgerða? Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar