Sverrir Þór: Ég væri að ljúga ef ég segðist hafa verið alveg sultuslakur Siggeir Ævarsson skrifar 9. apríl 2022 22:00 Sverrir Þór Sverrisson. Vísir/Bára Spennustigið var í hæstu hæðum í Grindavík í kvöld þar sem heimamenn lögðu Íslandsmeistara Þórs með einu stigi eftir sigurkörfu frá EC Matthews. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, viðurkenndi að sigrarnir gerðust vart mikið sætari en þessi. „Þetta var mjög sætt. Svaðaleg spenna hérna í restina og við setjum stóra körfu. Það eru nokkrar sekúndur eftir og þeir fá skot, sem að reyndar hefði ekki átt að koma. Við klikkuðum aðeins hérna á smotteríi í restina þannig að hann fær svolítið opnara skot. En það skiptir ekki öllu, þetta snerist bara um að fara héðan með sigur og jafna einvígið,“ sagði Sverrir Þór. Það voru enn rúmar þrjár sekúndur eftir á klukkunni þegar EC kom Grindvíkingum yfir og Þórsarar fengu því einn séns í lokin, og það var Luciano Massarelli sem tók síðasta skotið, óþarflega opinn kannski og búinn að hitta vel í leiknum. Var Sverrir stressaður þegar hann sá skotið ríða af? „Ég væri að ljúga ef ég segðist hafa verið alveg sultuslakur. Auðvitað þegar góður skotmaður fer upp í skot þá er alltaf möguleiki á að hann fari ofan í. En ég veit það ekki, ég veit ekki hvað ég var að hugsa, ég var bara ánægður þegar boltinn skoppaði af hringnum og tíminn að fjara út. En við komum hérna í kvöld og ætluðum að jafna einvígið. Við gerðum það og það er það sem skiptir öllu máli. Ivan Aurrecoechea átti hörkuleik fyrir Grindvíkinga og setti mikla pressu á vörn Þórsara í teignum. Ivan virkaði á köflum ansi pirraður út í dómarana og fannst hann ekki uppskera mikið hjá þeim í kvöld. Gat Sverrir tekið undir þessar kvartanir? „Mér fannst það og sagði það einmitt við þá. En það er bara eins og það er, þeir dæma eins og þeim finnst þeir sjá þetta og maður þarf bara að sætta sig við það. Stundum detta dómarnir með þér og stundum ekki. En hann er sterkur og ég væri alveg til í að sjá hann fá aðeins meira dæmt þegar hann er að fara á körfuna.“ EC Matthews hreinlega tók leikinn yfir undir lokin, skoraði 16 stig af sínum 36 stigum í kvöld í 4. leikhluta og kórónaði leik sinn með sigurkörfunni. Sverrir hlýtur að vera sáttur með þessa frammistöðu, sérstaklega eftir slaka frammistöðu EC í fyrsta leiknum „Hann var frábær. Eftir að hafa varla mætt í fyrsta leikinn og verið ólíkur sjálfum sér. Hann var frábær í kvöld og klárar þetta með sigurkörfunni. Svo að vonandi heldur hann sér í þessum gír. Hann á að vera í svona gír af því að hann er það hæfileikaríkur og góður leikmaður.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira
„Þetta var mjög sætt. Svaðaleg spenna hérna í restina og við setjum stóra körfu. Það eru nokkrar sekúndur eftir og þeir fá skot, sem að reyndar hefði ekki átt að koma. Við klikkuðum aðeins hérna á smotteríi í restina þannig að hann fær svolítið opnara skot. En það skiptir ekki öllu, þetta snerist bara um að fara héðan með sigur og jafna einvígið,“ sagði Sverrir Þór. Það voru enn rúmar þrjár sekúndur eftir á klukkunni þegar EC kom Grindvíkingum yfir og Þórsarar fengu því einn séns í lokin, og það var Luciano Massarelli sem tók síðasta skotið, óþarflega opinn kannski og búinn að hitta vel í leiknum. Var Sverrir stressaður þegar hann sá skotið ríða af? „Ég væri að ljúga ef ég segðist hafa verið alveg sultuslakur. Auðvitað þegar góður skotmaður fer upp í skot þá er alltaf möguleiki á að hann fari ofan í. En ég veit það ekki, ég veit ekki hvað ég var að hugsa, ég var bara ánægður þegar boltinn skoppaði af hringnum og tíminn að fjara út. En við komum hérna í kvöld og ætluðum að jafna einvígið. Við gerðum það og það er það sem skiptir öllu máli. Ivan Aurrecoechea átti hörkuleik fyrir Grindvíkinga og setti mikla pressu á vörn Þórsara í teignum. Ivan virkaði á köflum ansi pirraður út í dómarana og fannst hann ekki uppskera mikið hjá þeim í kvöld. Gat Sverrir tekið undir þessar kvartanir? „Mér fannst það og sagði það einmitt við þá. En það er bara eins og það er, þeir dæma eins og þeim finnst þeir sjá þetta og maður þarf bara að sætta sig við það. Stundum detta dómarnir með þér og stundum ekki. En hann er sterkur og ég væri alveg til í að sjá hann fá aðeins meira dæmt þegar hann er að fara á körfuna.“ EC Matthews hreinlega tók leikinn yfir undir lokin, skoraði 16 stig af sínum 36 stigum í kvöld í 4. leikhluta og kórónaði leik sinn með sigurkörfunni. Sverrir hlýtur að vera sáttur með þessa frammistöðu, sérstaklega eftir slaka frammistöðu EC í fyrsta leiknum „Hann var frábær. Eftir að hafa varla mætt í fyrsta leikinn og verið ólíkur sjálfum sér. Hann var frábær í kvöld og klárar þetta með sigurkörfunni. Svo að vonandi heldur hann sér í þessum gír. Hann á að vera í svona gír af því að hann er það hæfileikaríkur og góður leikmaður.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira