Fjármálaáætlun og skortur á sjúkraliðum Sandra B. Franks skrifar 12. apríl 2022 08:00 Í nýrri fjármálaáætlun, sem var mælt fyrir á Alþingi í síðustu viku, kemur framtíðarsýn stjórnvalda í ljós. Þar segir að Covid-samdrátturinn sé minni en sviðsmyndir gerðu ráð fyrir. Ríkishallinn minnkar hraðar en búist var við. Ríkisútgjöldin stefna í það sem þau voru fyrir Covid. Skuldahorfur séu jákvæðari en talið var í upphafi faraldursins. Ætla má að staða ríkissjóðs sé því betri en menn þorðu að vona. Sömuleiðis kemur fram í áætluninni að mönnun í heilbrigðisþjónustunni sé ein af stærstu áskorununum stjórnvalda, það þurfi að fjölga heilbrigðisstarfsfólki. Sérstaklega er tekið fram að það sé „skortur á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum“. Þá sé það áætlun stjórnvalda að heilbrigðisstofnanir verði eftirsóttir vinnustaðir og að huga þurfi að samkeppnishæfni íslensks heilbrigðiskerfis um hæft starfsfólk. Þá er þess sérstaklega getið að mikil áhætta felst í því ef ekki tekst að snúa þessari þróun við því að heilbrigðisþjónusta verður ekki veitt án heilbrigðisstarfsfólks. Samstilla þarf hljóð og mynd Ef markmið stjórnvalda er að styrkja og efla heilbrigðiskerfið líkt og lofað er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, af hverju er þá ekki gert ráð fyrir því í þessari glænýju fjármálaáætlun? Í áætluninni kemur fram að árleg aukning til heilbrigðismála til ársins 2026 verði á bilinu 1,3%-1,7%. Þessi aukning er næstum hlægileg því hún nær ekki einu sinni að halda í árlega mannfjölgun og aukna öldrun þjóðarinnar. Því til viðbótar má gera ráð fyrir að verðbólgan verði nokkuð há á næstu árum, en í ár er gert ráð fyrir um 6% verðbólgu. Þá kemur fram að á síðasta ári fjármálaáætlunarinnar eiga útgjöld til heilbrigðismála að lækka um 2%-stig á milli ára, og því til viðbótar eiga framlög til hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu að lækka næstu fimm árin. Ef standa á við loforðin sem sett eru fram í stjórnarsáttmála, og ef fjármálaáætlun stjórnvalda á að endurspegla raunverulega þróun útgjalda til heilbrigðismála, liggur það í augum uppi að stilla þarf saman hljóð og mynd. Það er engum til gagns að lofa einu og gera svo eitthvað allt annað. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í nýrri fjármálaáætlun, sem var mælt fyrir á Alþingi í síðustu viku, kemur framtíðarsýn stjórnvalda í ljós. Þar segir að Covid-samdrátturinn sé minni en sviðsmyndir gerðu ráð fyrir. Ríkishallinn minnkar hraðar en búist var við. Ríkisútgjöldin stefna í það sem þau voru fyrir Covid. Skuldahorfur séu jákvæðari en talið var í upphafi faraldursins. Ætla má að staða ríkissjóðs sé því betri en menn þorðu að vona. Sömuleiðis kemur fram í áætluninni að mönnun í heilbrigðisþjónustunni sé ein af stærstu áskorununum stjórnvalda, það þurfi að fjölga heilbrigðisstarfsfólki. Sérstaklega er tekið fram að það sé „skortur á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum“. Þá sé það áætlun stjórnvalda að heilbrigðisstofnanir verði eftirsóttir vinnustaðir og að huga þurfi að samkeppnishæfni íslensks heilbrigðiskerfis um hæft starfsfólk. Þá er þess sérstaklega getið að mikil áhætta felst í því ef ekki tekst að snúa þessari þróun við því að heilbrigðisþjónusta verður ekki veitt án heilbrigðisstarfsfólks. Samstilla þarf hljóð og mynd Ef markmið stjórnvalda er að styrkja og efla heilbrigðiskerfið líkt og lofað er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, af hverju er þá ekki gert ráð fyrir því í þessari glænýju fjármálaáætlun? Í áætluninni kemur fram að árleg aukning til heilbrigðismála til ársins 2026 verði á bilinu 1,3%-1,7%. Þessi aukning er næstum hlægileg því hún nær ekki einu sinni að halda í árlega mannfjölgun og aukna öldrun þjóðarinnar. Því til viðbótar má gera ráð fyrir að verðbólgan verði nokkuð há á næstu árum, en í ár er gert ráð fyrir um 6% verðbólgu. Þá kemur fram að á síðasta ári fjármálaáætlunarinnar eiga útgjöld til heilbrigðismála að lækka um 2%-stig á milli ára, og því til viðbótar eiga framlög til hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu að lækka næstu fimm árin. Ef standa á við loforðin sem sett eru fram í stjórnarsáttmála, og ef fjármálaáætlun stjórnvalda á að endurspegla raunverulega þróun útgjalda til heilbrigðismála, liggur það í augum uppi að stilla þarf saman hljóð og mynd. Það er engum til gagns að lofa einu og gera svo eitthvað allt annað. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun