Slakað á í Sjanghæ: 4,8 milljónum hleypt út í fyrsta sinn í tvær vikur Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2022 09:48 Íbúar borgarinnar hafa búið við harðar sóttvarnaaðgerðir en útgöngubann hefur verið í borginni síðan þann 28. mars, eða í rúmar tvær vikur. AP Yfirvöld í Kína hafa slakað lítillega á sóttvörnum í Sjanghæ og stórum hluta þeirra 25 milljóna sem þar búa var hleypt út í fyrsta sinn í tvær vikur. Fjölmiðlar ytra segja fólk hafa hlaupið í verslanir til að kaupa matvæli eftir mikla inniveru. AP segir myndbönd sýna fólk brjótast inn í matvöruverslun og kalla eftir hjálp. Íbúar borgarinnar hafa búið við harðar sóttvarnaaðgerðir en útgöngubann hefur verið í borginni síðan þann 28. mars, eða í rúmar tvær vikur. Fyrirtækjum var lokað og hafa margir óttast að fólk myndi hreinlega deyja úr hungri á heimilum sínum. Í frétt Reuters segir að slakað hafi verið á takmörkunum á svæðum þar sem um 4,8 milljónir af 25 búa. Þar hafi fólki verið leyft að fara út eftir að enginn hafi greinst smitaður þar í fjórtán daga. Það er þó óljóst hve frjálst ferða sinna viðkomandi fólk er. Einn íbúi sagðist hafa fengið leyfi til að fara út hjá íbúastjórn síns fjölbýlishúss en það leyfi hafi verið afturkallað strax aftur. „Þetta breytist allt mjög hratt. Ef þú getur farið út er gott að gera það strax því það gæti breyst á næstu klukkustund,“ sagði konan við Reuters. Hinar skyndilegu lokanir í Sjanghæ hafa verið gagnrýndar af íbúum og þá sérstaklega vegna þess að fólk hafi ekki haft aðgang að matvælum og lyfjum og hafi ekki getað aðstoðar aldraða ættingja sem búa einir. AP segir ýmislegt benda til þess að lokunin í Sjanghæ hafi verið svo umfangsmikil sé vegna pólitíkur í Kína. Þessi vandræði í auðugustu borg Kína séu skömmustuleg fyrir Xi Jinping, sem ætlar á þessu ári að fara gegn venjum Kína og hefja sitt þriðja fimm ára kjörtímabil sem leiðtogi Kommúnistaflokksins. Smittölur séu tiltölulega lágar í Kína en Kommúnistaflokkurinn hefur haldið ströngum smitreglum sínum til streitu. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira
AP segir myndbönd sýna fólk brjótast inn í matvöruverslun og kalla eftir hjálp. Íbúar borgarinnar hafa búið við harðar sóttvarnaaðgerðir en útgöngubann hefur verið í borginni síðan þann 28. mars, eða í rúmar tvær vikur. Fyrirtækjum var lokað og hafa margir óttast að fólk myndi hreinlega deyja úr hungri á heimilum sínum. Í frétt Reuters segir að slakað hafi verið á takmörkunum á svæðum þar sem um 4,8 milljónir af 25 búa. Þar hafi fólki verið leyft að fara út eftir að enginn hafi greinst smitaður þar í fjórtán daga. Það er þó óljóst hve frjálst ferða sinna viðkomandi fólk er. Einn íbúi sagðist hafa fengið leyfi til að fara út hjá íbúastjórn síns fjölbýlishúss en það leyfi hafi verið afturkallað strax aftur. „Þetta breytist allt mjög hratt. Ef þú getur farið út er gott að gera það strax því það gæti breyst á næstu klukkustund,“ sagði konan við Reuters. Hinar skyndilegu lokanir í Sjanghæ hafa verið gagnrýndar af íbúum og þá sérstaklega vegna þess að fólk hafi ekki haft aðgang að matvælum og lyfjum og hafi ekki getað aðstoðar aldraða ættingja sem búa einir. AP segir ýmislegt benda til þess að lokunin í Sjanghæ hafi verið svo umfangsmikil sé vegna pólitíkur í Kína. Þessi vandræði í auðugustu borg Kína séu skömmustuleg fyrir Xi Jinping, sem ætlar á þessu ári að fara gegn venjum Kína og hefja sitt þriðja fimm ára kjörtímabil sem leiðtogi Kommúnistaflokksins. Smittölur séu tiltölulega lágar í Kína en Kommúnistaflokkurinn hefur haldið ströngum smitreglum sínum til streitu.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira