Spá 7,7 prósenta verðbólgutoppi í sumar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. apríl 2022 10:56 Íslandsbanki spáir því að verðbólga aukist á næstu mánuðum en fari svo lækkandi. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki spáir því að verðbólga muni aukast á næstu mánuðum og ná toppi í sumar. Þetta kemur fram í nýrri greiningu bankans þar sem hann spáir því að verðbólgan mælist 7,7 prósent í júlí. Verðbólga mældist 6,7 prósent í mars. Spáir bankinn því að verðbólga mælist 6,8 prósent í apríl, en Hagstofan mun birta nýjustu útreikninga fyrir vísitölu neysluverðs þann 28. apríl næstkomandi. Í spá bankans kemur fram að mikilvægt sé fyrir þróun vísitölu neysluverð að hægja taki á hækkun íbúðaverðs. Gerist það muni það vega á móti svokallaðri innfluttri verðbólgu. „Gangi spá okkar eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 6,8% en hún var 6,7% í mars. Verðbólga hefur ekki mælst svo mikil í tólf ár. Útlit er fyrir að á næstu mánuðum muni hún aukast enn frekar og samkvæmt skammtímaspá okkar nær verðbólga toppi í 7,7% í júlí. Vart þarf að taka það fram að óvissan er mikil og aðstæður fljótar að breytast líkt og hefur verið raunin á undanförnum mánuðum,“ segir í spá bankans. Reiknar bankinn þó með að verðbólga fari hjaðnandi eftir að toppinum er náð. „Við erum þrátt fyrir allt fremur bjartsýn á að við náum tökum á verðbólgunni og hún taki að hjaðna nokkuð hratt á næsta ári. Spá okkar hljóðar upp á 7% verðbólgu að meðaltali árið 2022, 4,4% árið 2023 og 2,9% árið 2024.“ Lesa má greiningu Íslandsbanka hér. Efnahagsmál Íslenskir bankar Verðlag Tengdar fréttir Arion spáir 5,5 prósenta hagvexti og tæpri 18 prósenta hækkun íbúðaverðs Ný þjóðhagsspá Arion banka gerir ráð fyrir 5,5 prósenta hagvexti árið 2022 sem er nokkuð minni hagvöxtur en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Kraftmikil innlend eftirspurn kallar á umtalsverðan innflutning og því verður framlag utanríkisverslunar ekki jafn hagfellt og áður var spáð. 8. apríl 2022 13:22 Ríkisstjórnin veðjar á aukinn hagvöxt til að lækka skuldir og auka kaupmátt Aukinn hagvöxtur, minni framlög til örvunaraðgerða vegna covid og góð niðurstaða í kjarasamningum munu tryggja aukinn kaupmátt á næstu árum að mati fjármálaráðherra sem kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára í dag. Bjartara sé framundan en áður hafi verið talið. 29. mars 2022 19:20 Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri greiningu bankans þar sem hann spáir því að verðbólgan mælist 7,7 prósent í júlí. Verðbólga mældist 6,7 prósent í mars. Spáir bankinn því að verðbólga mælist 6,8 prósent í apríl, en Hagstofan mun birta nýjustu útreikninga fyrir vísitölu neysluverðs þann 28. apríl næstkomandi. Í spá bankans kemur fram að mikilvægt sé fyrir þróun vísitölu neysluverð að hægja taki á hækkun íbúðaverðs. Gerist það muni það vega á móti svokallaðri innfluttri verðbólgu. „Gangi spá okkar eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 6,8% en hún var 6,7% í mars. Verðbólga hefur ekki mælst svo mikil í tólf ár. Útlit er fyrir að á næstu mánuðum muni hún aukast enn frekar og samkvæmt skammtímaspá okkar nær verðbólga toppi í 7,7% í júlí. Vart þarf að taka það fram að óvissan er mikil og aðstæður fljótar að breytast líkt og hefur verið raunin á undanförnum mánuðum,“ segir í spá bankans. Reiknar bankinn þó með að verðbólga fari hjaðnandi eftir að toppinum er náð. „Við erum þrátt fyrir allt fremur bjartsýn á að við náum tökum á verðbólgunni og hún taki að hjaðna nokkuð hratt á næsta ári. Spá okkar hljóðar upp á 7% verðbólgu að meðaltali árið 2022, 4,4% árið 2023 og 2,9% árið 2024.“ Lesa má greiningu Íslandsbanka hér.
Efnahagsmál Íslenskir bankar Verðlag Tengdar fréttir Arion spáir 5,5 prósenta hagvexti og tæpri 18 prósenta hækkun íbúðaverðs Ný þjóðhagsspá Arion banka gerir ráð fyrir 5,5 prósenta hagvexti árið 2022 sem er nokkuð minni hagvöxtur en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Kraftmikil innlend eftirspurn kallar á umtalsverðan innflutning og því verður framlag utanríkisverslunar ekki jafn hagfellt og áður var spáð. 8. apríl 2022 13:22 Ríkisstjórnin veðjar á aukinn hagvöxt til að lækka skuldir og auka kaupmátt Aukinn hagvöxtur, minni framlög til örvunaraðgerða vegna covid og góð niðurstaða í kjarasamningum munu tryggja aukinn kaupmátt á næstu árum að mati fjármálaráðherra sem kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára í dag. Bjartara sé framundan en áður hafi verið talið. 29. mars 2022 19:20 Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Arion spáir 5,5 prósenta hagvexti og tæpri 18 prósenta hækkun íbúðaverðs Ný þjóðhagsspá Arion banka gerir ráð fyrir 5,5 prósenta hagvexti árið 2022 sem er nokkuð minni hagvöxtur en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Kraftmikil innlend eftirspurn kallar á umtalsverðan innflutning og því verður framlag utanríkisverslunar ekki jafn hagfellt og áður var spáð. 8. apríl 2022 13:22
Ríkisstjórnin veðjar á aukinn hagvöxt til að lækka skuldir og auka kaupmátt Aukinn hagvöxtur, minni framlög til örvunaraðgerða vegna covid og góð niðurstaða í kjarasamningum munu tryggja aukinn kaupmátt á næstu árum að mati fjármálaráðherra sem kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára í dag. Bjartara sé framundan en áður hafi verið talið. 29. mars 2022 19:20