Umbætur og framfarir; ekkert plat Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 12. apríl 2022 17:01 Það styttist í sveitarstjórnarkosningar sem fram fara þann 14. maí næstkomandi. Það verður því tvöföld spenna og gleði það laugardagskvöldið, en auk kosningakvölds fer úrslitakvöld Eurovision fram þar sem við vonum að lagið „Með hækkandi sól“ veiti okkur ómælda gleði, tilefni til að fagna og að gott sumar sé framundan. Höfum við gengið götuna til góðs fram eftir veg? Á þessum tímapunkti eru flokkarnir að setja sig í kosningagír og nú ganga ýmsir fram með digurbarkalegar yfirlýsingar um allt og ekki neitt. Þó einna helst hvað allt sé ómögulegt sem sitjandi meirihluti hefur áorkað á yfirstandi kjörtímabili. Það er nú svo gott sem alltof sumt og öll pólitíkin sem sumir hafa fram að færa. Jafnvel þeir sem skildu bæjarsjóð eftir í gríðarlegu tapi fyrir áratugum síðan en vilja nú koma til baka, taka við völdum og færa okkur aftur til fortíðar. Nú skal sá leikur endurtekinn. En hvað um það. Það er öllum hollt þegar kjörtímabilið er senn á enda að nema staðar, líta yfir farinn veg og meta hvað áunnist hefur á tímabilinu. Við höfum fjölgað hjúkrunarrýmum í bæjarfélaginu. Þann 4. október 2018 var tilkynnt um fjölgun hjúkrunarrýma úr 60 í 93, sem nú hefur raungerst í nýrri glæsilegri byggingu á Sólvangsreitnum. Við réðumst í umfangsmiklar endurbætur á húsnæði St. Jósefsspítala, nú Lífsgæðasetur St. Jó., sem hefur fengið endurnýjun lífdaga. Við festum heilsueflingu Janusar í sessi. Við úthlutuðum Bjargi íbúðafélagi lóð fyrir 148 leiguíbúðir í Hamranesi, erum farin af stað í samstarf við Brynju hússjóð og höfum þegar samþykkt stofnframlög til þeirra vegna kaupa á húsnæði. Við höfum leyst uppbyggingu íbúðarhúsnæðis úr klakaböndum. Kraftmikil uppbygging er hafin í Hafnarfirði. Við höfum lækkað álögur á atvinnulíf sem hefur skilað sér í mikilli ásókn í atvinnulóðir og flutningi stærri fyrirtækja til bæjarfélagsins. Við höfum lækkað kostnað fjölskyldufólks með stórauknum systkinaafslætti á leikskólagjöldum, innleiddum nýjan systkinaafslátt á skólamáltíðir grunnskólabarna og hækkuðum frístundastyrk. Við höfum byggt þrjá nýja búsetukjarna fyrir fatlað fólk. Við byggðum Skessuna, knatthús FH, þrátt fyrir mikil mótmæli og kærur frá minnihluta bæjarstjórnar. Þar fóru fremst í flokki Samfylkingin og Viðreisn sem gátu með engu móti stutt við þessa mikilvægu framkvæmd sem bætt hefur aðstöðu félagsins til mikilla muna. Við höfum undirbúið mjög markvisst uppbyggingu íþróttamannvirkja hjá Haukum og Sörla. Nú þegar er búið að framkvæma knattspyrnuvöll úti hjá Haukum, sambærilgar framkvæmdir eru í gangi hjá FH og fjárfest hefur verið í sérstöku félagshesthúsi fyrir Sörla. Við fjárfestum fyrir hundruði milljóna í innviðum bæjarfélagsins, svo sem endurnýjun gangstétta og viðhaldi mannvirkja. Við komum á fót nýsköpunarstofu fyrir ungt fólk. Við höfum fest NPA samninga í sessi. Við hófum gott samtal við íbúa varðandi útivistarsvæði, komum svokölluðum hoppudýnum fyrir víða um bæinn, fjárfestum í skautasvelli og lýsum Hellisgerði upp í aðdraganda jóla. Við höfum nú tryggt að öllum nýbúum Hafnarfjarðar standi til boða sérstök Krúttkarfa. Við viljum bjóða nýja íbúa velkomna í okkar góða bæjarfélag. Höldum áfram Áfram mætti auðvitað telja. Við hlustum, skoðum aðstæður og látum verkin tala. Samhliða þessu höfum við sýnt ábyrgð í fjármálastjórnun bæjarfélagsins þrátt fyrir mjög miklar og erfiðar áskoranir í kjölfar alheimsfaraldurs sem við sjáum nú loks fyrir endann á. Við viljum halda áfram góðu starfi fyrir Hafnfirðinga. Við viljum halda áfram á þeirri vegferð að framkvæma það sem við segjumst ætla að gera. Við viljum halda áfram að vera ábyrg, styðja við góð verkefni hvaðan sem þau koma. Við ætlum að halda áfram að auðga bæinn lífi með því að styðja við fólk, fyrirtæki og menningarlíf í Hafnarfirði. Framtíðin ræðst á miðjunni. Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Hafnarfjörður Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem form – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Sjá meira
Það styttist í sveitarstjórnarkosningar sem fram fara þann 14. maí næstkomandi. Það verður því tvöföld spenna og gleði það laugardagskvöldið, en auk kosningakvölds fer úrslitakvöld Eurovision fram þar sem við vonum að lagið „Með hækkandi sól“ veiti okkur ómælda gleði, tilefni til að fagna og að gott sumar sé framundan. Höfum við gengið götuna til góðs fram eftir veg? Á þessum tímapunkti eru flokkarnir að setja sig í kosningagír og nú ganga ýmsir fram með digurbarkalegar yfirlýsingar um allt og ekki neitt. Þó einna helst hvað allt sé ómögulegt sem sitjandi meirihluti hefur áorkað á yfirstandi kjörtímabili. Það er nú svo gott sem alltof sumt og öll pólitíkin sem sumir hafa fram að færa. Jafnvel þeir sem skildu bæjarsjóð eftir í gríðarlegu tapi fyrir áratugum síðan en vilja nú koma til baka, taka við völdum og færa okkur aftur til fortíðar. Nú skal sá leikur endurtekinn. En hvað um það. Það er öllum hollt þegar kjörtímabilið er senn á enda að nema staðar, líta yfir farinn veg og meta hvað áunnist hefur á tímabilinu. Við höfum fjölgað hjúkrunarrýmum í bæjarfélaginu. Þann 4. október 2018 var tilkynnt um fjölgun hjúkrunarrýma úr 60 í 93, sem nú hefur raungerst í nýrri glæsilegri byggingu á Sólvangsreitnum. Við réðumst í umfangsmiklar endurbætur á húsnæði St. Jósefsspítala, nú Lífsgæðasetur St. Jó., sem hefur fengið endurnýjun lífdaga. Við festum heilsueflingu Janusar í sessi. Við úthlutuðum Bjargi íbúðafélagi lóð fyrir 148 leiguíbúðir í Hamranesi, erum farin af stað í samstarf við Brynju hússjóð og höfum þegar samþykkt stofnframlög til þeirra vegna kaupa á húsnæði. Við höfum leyst uppbyggingu íbúðarhúsnæðis úr klakaböndum. Kraftmikil uppbygging er hafin í Hafnarfirði. Við höfum lækkað álögur á atvinnulíf sem hefur skilað sér í mikilli ásókn í atvinnulóðir og flutningi stærri fyrirtækja til bæjarfélagsins. Við höfum lækkað kostnað fjölskyldufólks með stórauknum systkinaafslætti á leikskólagjöldum, innleiddum nýjan systkinaafslátt á skólamáltíðir grunnskólabarna og hækkuðum frístundastyrk. Við höfum byggt þrjá nýja búsetukjarna fyrir fatlað fólk. Við byggðum Skessuna, knatthús FH, þrátt fyrir mikil mótmæli og kærur frá minnihluta bæjarstjórnar. Þar fóru fremst í flokki Samfylkingin og Viðreisn sem gátu með engu móti stutt við þessa mikilvægu framkvæmd sem bætt hefur aðstöðu félagsins til mikilla muna. Við höfum undirbúið mjög markvisst uppbyggingu íþróttamannvirkja hjá Haukum og Sörla. Nú þegar er búið að framkvæma knattspyrnuvöll úti hjá Haukum, sambærilgar framkvæmdir eru í gangi hjá FH og fjárfest hefur verið í sérstöku félagshesthúsi fyrir Sörla. Við fjárfestum fyrir hundruði milljóna í innviðum bæjarfélagsins, svo sem endurnýjun gangstétta og viðhaldi mannvirkja. Við komum á fót nýsköpunarstofu fyrir ungt fólk. Við höfum fest NPA samninga í sessi. Við hófum gott samtal við íbúa varðandi útivistarsvæði, komum svokölluðum hoppudýnum fyrir víða um bæinn, fjárfestum í skautasvelli og lýsum Hellisgerði upp í aðdraganda jóla. Við höfum nú tryggt að öllum nýbúum Hafnarfjarðar standi til boða sérstök Krúttkarfa. Við viljum bjóða nýja íbúa velkomna í okkar góða bæjarfélag. Höldum áfram Áfram mætti auðvitað telja. Við hlustum, skoðum aðstæður og látum verkin tala. Samhliða þessu höfum við sýnt ábyrgð í fjármálastjórnun bæjarfélagsins þrátt fyrir mjög miklar og erfiðar áskoranir í kjölfar alheimsfaraldurs sem við sjáum nú loks fyrir endann á. Við viljum halda áfram góðu starfi fyrir Hafnfirðinga. Við viljum halda áfram á þeirri vegferð að framkvæma það sem við segjumst ætla að gera. Við viljum halda áfram að vera ábyrg, styðja við góð verkefni hvaðan sem þau koma. Við ætlum að halda áfram að auðga bæinn lífi með því að styðja við fólk, fyrirtæki og menningarlíf í Hafnarfirði. Framtíðin ræðst á miðjunni. Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun