Aukinn arður í þágu þjóðar Rafnar Lárusson skrifar 14. apríl 2022 10:00 Við fjallgöngu virðist brekkan oft æði löng, með tilheyrandi áskorunum. En útsýnið yfir farinn veg er þeim mun ljúfara þegar á áningarstað er komið. Landsvirkjun er einmitt á þeim tímapunkti nú að vörðu er náð. Við erum komin á áningarstað á grænni vegferð þar sem félagið hefur stutt dyggilega við þróun íslensks efnahagslífs. Þaðan sem óhætt er að veita fyrirheit um að léttara verði undir fæti á komandi árum. Aldrei fyrr í rúmlega 55 ára sögu Landsvirkjunar hafa tekjur verið hærri en þær voru á síðasta ári. Fram til 1982 voru tekjur fyrirtækisins undir 1 milljarði kr. árlega, en þá fóru þær að vaxa, hægt og bítandi. Undanfarinn hálfan annan áratug hafa þær svo aukist verulega og í fyrra námu þær yfir 70 milljörðum króna. Eftirspurn eftir raforku tók mikinn kipp eftir heimsfaraldurslægð og ytri skilyrði voru hagstæð að öðru leyti, til dæmis var afurðaverð stærstu viðskiptavina okkar í hæstu hæðum og í sumum tilvikum hefur slíkt bein áhrif á tekjur okkar. Ekki má gleyma því að á árunum 2014-2018 tókum við þrjár nýjar virkjanir í notkun, Búðarháls, Búrfell II og Þeistareyki og við höfum samið upp á nýtt við marga viðskiptavini okkar ásamt því að fagna nýjum. Straumhvörf í fjármálum Hagnaður af grunnrekstri hefur haldist í hendur við tekjuaukinguna og stigið jafnt og þétt. Á síðasta ári var hann hátt í 30 milljarðar króna. Markviss niðurgreiðsla á lánum og föst tök á rekstrinum hafa styrkt fyrirtækið mjög. Skuldir sem hlutfall af rekstri hafa aldrei verið lægri í sögu fyrirtækisins en í fyrra. Fyrir áratug var Landsvirkjun með lakasta lánshæfismat stóru orkufyrirtækjanna á Norðurlöndum, sem eru reyndar umtalsvert stærri en samt þau sem við viljum helst bera okkur saman við. Núna líta lánardrottnar fyrirtækið allt öðrum augum. Við erum ekki lengur í spákaupmennskuflokki, heldur erum við komin ofar en Fortum í Finnlandi og sitjum nú við hlið Vattenfall í Svíþjóð og Ørsted í Danmörku. Aðeins norska orkufyrirtækið Statkraft er betur sett. Það er líka rétt að taka fram, að Landsvirkjun hefur ekki tekið lán með ríkisábyrgð í rúman áratug. Arður og uppbygging Landspítala Hærri tekjur, meiri hagnaður og lægri skuldir þýða aukinn arð. Áratugum saman greiddi Landsvirkjun engan arð til ríkissjóðs. Allt fé fyrirtækisins var notað í uppbyggingu til lengri tíma. Fyrir nokkrum árum sáum við hins vegar í hvað stefndi og sögðum að það styttist í að Landsvirkjun færi að greiða 10-20 milljarða árlega í arð. Þetta þótti mörgum bjartsýni, enda vorum við á þeim árum á greiða mest um 2 milljarða kr. á ári. En við náðum þessu markmiði og arðurinn fyrir árið 2021 verður 15 milljarðar króna. Við vitum að Landsvirkjun stendur undir slíkum arðgreiðslum í framtíðinni, ef þokkalegt jafnvægi helst í rekstrarumhverfi fyrirtækja, þrátt fyrir að við ætlum að sinna þeirri uppbyggingu sem nauðsynleg er vegna komandi orkuskipta. Þetta er há tala, 15 milljarðar. Til að setja hana í samhengi, þá er vert að benda á að ef nýr Landsspítali kostar um 100 milljarða kr. og tekur um 7-10 ár í byggingu, þá geta arðgreiðslurnar frá Landsvirkjun staðið einar undir byggingu hans. Við hjá Landsvirkjun erum afar sátt við liðið ár, en við horfum ekki lengi um öxl því það eru grænir dalir fram undan. Okkar bíða einstök tækifæri. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér mjög metnaðarfull takmörk í orku- og loftslagsmálum. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná þeim markmiðum, um leið og við höldum áfram að leggja okkar af mörkum til að styðja við íslenskt efnahagslíf. Höldum áfram göngu á grænni vegferð. Höfundur er framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Við fjallgöngu virðist brekkan oft æði löng, með tilheyrandi áskorunum. En útsýnið yfir farinn veg er þeim mun ljúfara þegar á áningarstað er komið. Landsvirkjun er einmitt á þeim tímapunkti nú að vörðu er náð. Við erum komin á áningarstað á grænni vegferð þar sem félagið hefur stutt dyggilega við þróun íslensks efnahagslífs. Þaðan sem óhætt er að veita fyrirheit um að léttara verði undir fæti á komandi árum. Aldrei fyrr í rúmlega 55 ára sögu Landsvirkjunar hafa tekjur verið hærri en þær voru á síðasta ári. Fram til 1982 voru tekjur fyrirtækisins undir 1 milljarði kr. árlega, en þá fóru þær að vaxa, hægt og bítandi. Undanfarinn hálfan annan áratug hafa þær svo aukist verulega og í fyrra námu þær yfir 70 milljörðum króna. Eftirspurn eftir raforku tók mikinn kipp eftir heimsfaraldurslægð og ytri skilyrði voru hagstæð að öðru leyti, til dæmis var afurðaverð stærstu viðskiptavina okkar í hæstu hæðum og í sumum tilvikum hefur slíkt bein áhrif á tekjur okkar. Ekki má gleyma því að á árunum 2014-2018 tókum við þrjár nýjar virkjanir í notkun, Búðarháls, Búrfell II og Þeistareyki og við höfum samið upp á nýtt við marga viðskiptavini okkar ásamt því að fagna nýjum. Straumhvörf í fjármálum Hagnaður af grunnrekstri hefur haldist í hendur við tekjuaukinguna og stigið jafnt og þétt. Á síðasta ári var hann hátt í 30 milljarðar króna. Markviss niðurgreiðsla á lánum og föst tök á rekstrinum hafa styrkt fyrirtækið mjög. Skuldir sem hlutfall af rekstri hafa aldrei verið lægri í sögu fyrirtækisins en í fyrra. Fyrir áratug var Landsvirkjun með lakasta lánshæfismat stóru orkufyrirtækjanna á Norðurlöndum, sem eru reyndar umtalsvert stærri en samt þau sem við viljum helst bera okkur saman við. Núna líta lánardrottnar fyrirtækið allt öðrum augum. Við erum ekki lengur í spákaupmennskuflokki, heldur erum við komin ofar en Fortum í Finnlandi og sitjum nú við hlið Vattenfall í Svíþjóð og Ørsted í Danmörku. Aðeins norska orkufyrirtækið Statkraft er betur sett. Það er líka rétt að taka fram, að Landsvirkjun hefur ekki tekið lán með ríkisábyrgð í rúman áratug. Arður og uppbygging Landspítala Hærri tekjur, meiri hagnaður og lægri skuldir þýða aukinn arð. Áratugum saman greiddi Landsvirkjun engan arð til ríkissjóðs. Allt fé fyrirtækisins var notað í uppbyggingu til lengri tíma. Fyrir nokkrum árum sáum við hins vegar í hvað stefndi og sögðum að það styttist í að Landsvirkjun færi að greiða 10-20 milljarða árlega í arð. Þetta þótti mörgum bjartsýni, enda vorum við á þeim árum á greiða mest um 2 milljarða kr. á ári. En við náðum þessu markmiði og arðurinn fyrir árið 2021 verður 15 milljarðar króna. Við vitum að Landsvirkjun stendur undir slíkum arðgreiðslum í framtíðinni, ef þokkalegt jafnvægi helst í rekstrarumhverfi fyrirtækja, þrátt fyrir að við ætlum að sinna þeirri uppbyggingu sem nauðsynleg er vegna komandi orkuskipta. Þetta er há tala, 15 milljarðar. Til að setja hana í samhengi, þá er vert að benda á að ef nýr Landsspítali kostar um 100 milljarða kr. og tekur um 7-10 ár í byggingu, þá geta arðgreiðslurnar frá Landsvirkjun staðið einar undir byggingu hans. Við hjá Landsvirkjun erum afar sátt við liðið ár, en við horfum ekki lengi um öxl því það eru grænir dalir fram undan. Okkar bíða einstök tækifæri. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér mjög metnaðarfull takmörk í orku- og loftslagsmálum. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná þeim markmiðum, um leið og við höldum áfram að leggja okkar af mörkum til að styðja við íslenskt efnahagslíf. Höldum áfram göngu á grænni vegferð. Höfundur er framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni hjá Landsvirkjun.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar