Byr í seglin Tinna Traustadóttir skrifar 15. apríl 2022 10:00 Velgengni Landsvirkjunar og viðskiptavina hennar haldast í hendur. Grunnur fyrirtækisins var lagður með fyrstu viðskiptavinunum. Þau sem á undan okkur eru gengin lögðu líka sitt af mörkum með byggingu virkjana og fóru yfir illfæra vegi með rafmagnsstaura, kefli og víra til þess að byggja upp flutningskerfið svo flytja mætti raforkuna. Nú eru stórnotendur raforku orðnir tíu talsins og flóran aldrei verið fjölbreyttari. Stefna Landsvirkjunar kveður á um framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini. Það þýðir þó alls ekki að ekki sé tekist hart á við samningaborðið, enda miklir hagsmunir undir. Að vinna þétt með viðskiptavinum á heldur ekki bara við þegar vel gengur heldur einnig þegar á móti blæs. Mikilvægi þessarar stefnumörkunar sannaði sig á síðasta ári. Aðstæður í upphafi árs 2021 voru krefjandi, lituðust af hruni í eftirspurn og lágu afurðaverði. Mikið reyndi á samvinnu og stuðning við viðskiptavini. Við komumst í gegnum það með lausnum sem hentuðu hverjum og einum. En eins og í öllum góðum samböndum þarf samvinnan að þróast áfram. Við vinnum sífellt að þeirri jafnvægislist. Nýir raforkusamningar við Rio Tinto og Norðurál eru góður vitnisburður um þetta. Þar fundum við nýtt jafnvægi og nýjar leiðir til þess að starfa saman á komandi árum. Samningarnir renna styrkari stoðum undir rekstur viðskiptavinanna og styðja við áform um aukinn virðisauka af starfseminni hér á landi. Við hjá Landsvirkjun erum stoltir stuðningsmenn slíkrar framþróunar. Samvinnan reynist öllum vel Eftir krefjandi tíma tók heldur betur að rofa til. Það birtir nefnilega alltaf til um síðir. Mikill viðsnúningur varð á mörkuðum og verð hækkaði um tugi ef ekki hundruð prósenta. Við slíkar aðstæður þurfum við líka að vera tilbúin að leggja við hlustir og skilja þarfir viðskiptavinanna. Hér gagnast sömu meðul og áður, samvinna og stuðningur. Afrakstur samvinnunnar kemur öllum vel. Eftirspurn eftir raforku vex og hagur viðskiptavina vænkast, þvert á iðngreinar. Nýir raforkusamningar, nýr steypuskáli á Grundartanga og gagnaversiðnaður sem er að slíta barnsskónum. Gagnaverin eru ný kynslóð viðskiptavina en viðskiptamódelið er hið sama og áður, langtíma raforkusamningar og langtíma viðskiptasamband. Vinnsla rafmyntar hefur vissulega hjálpað þessari nýju grein að komast á legg en ekki hefur verið virkjað fyrir slíka starfsemi sem er ekki hluti af sýn gagnaveranna til lengri tíma litið. Raforkuverð til stórnotenda hefur aldrei verið hærra og valdið straumhvörfum í fjárhag Landvirkjunar. Á sama tíma hefur samkeppnishæfni viðskiptavinanna aukist. Fast verðtryggt verð hefur reynst samkeppnishæfast til lengri tíma og sérstaklega núna, þegar orkuverð erlendis hefur margfaldast og sveiflur eru tíðar. Fjölbreyttari heildsölumarkaður Um 20% af raforkunni ratar inn á heildsölumarkað. Lengi vel var viðskiptaumhverfið staðnað en nú hafa þrír nýir aðilar haslað sér þar völl á undanförum árum. Sama staða er því uppi þar og á stórnotendamarkaði, viðskiptavinaflóran hefur aldrei verið fjölbreyttari sem er mikið fagnaðarefni. Töluvert hefur reynt á að þróa fyrirkomulag raforkuviðskipta í takt við breytta tíma. Þróa vöruframboð, auka sveigjanleika í viðskiptum og leggja áherslu á rafrænan þátt viðskiptanna. Þannig leggjum við okkar af mörkum til þess að heilbrigð samkeppni fái þrifist. Með innkomu nýrra aðila á markað hefur samkeppni aukist og raforkuverð til heimila og fyrirtækja lækkað. Aukin samkeppni hefur haft í för með sér að fleiri heimili skipta nú um raforkusala. Það er athyglisvert að lægsta verð til heimila bjóða ný fyrirtæki sem kaupa einungis raforkuna í gegnum heildsölumarkað og eru ekki með eigin vinnslu. En vegferðinni er ekki lokið og við höldum áfram að þróa reksturinn í takt við nýja tíma. Útlitið er bjart en slakt vatnsár hefur sett tímabundið strik í reikninginn. Það er óyndisúrræði að takmarka afhendingu á raforku til viðskiptavina, en þó eðlilegur hluti af rekstri í lokuðu kerfi endurnýjanlegra orkugjafa. Viðskiptavinir okkar fá bæði þakkir og hrós fyrir gott samstarf í þessu tímabundna en erfiða verkefni. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Tinna Traustadóttir Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Velgengni Landsvirkjunar og viðskiptavina hennar haldast í hendur. Grunnur fyrirtækisins var lagður með fyrstu viðskiptavinunum. Þau sem á undan okkur eru gengin lögðu líka sitt af mörkum með byggingu virkjana og fóru yfir illfæra vegi með rafmagnsstaura, kefli og víra til þess að byggja upp flutningskerfið svo flytja mætti raforkuna. Nú eru stórnotendur raforku orðnir tíu talsins og flóran aldrei verið fjölbreyttari. Stefna Landsvirkjunar kveður á um framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini. Það þýðir þó alls ekki að ekki sé tekist hart á við samningaborðið, enda miklir hagsmunir undir. Að vinna þétt með viðskiptavinum á heldur ekki bara við þegar vel gengur heldur einnig þegar á móti blæs. Mikilvægi þessarar stefnumörkunar sannaði sig á síðasta ári. Aðstæður í upphafi árs 2021 voru krefjandi, lituðust af hruni í eftirspurn og lágu afurðaverði. Mikið reyndi á samvinnu og stuðning við viðskiptavini. Við komumst í gegnum það með lausnum sem hentuðu hverjum og einum. En eins og í öllum góðum samböndum þarf samvinnan að þróast áfram. Við vinnum sífellt að þeirri jafnvægislist. Nýir raforkusamningar við Rio Tinto og Norðurál eru góður vitnisburður um þetta. Þar fundum við nýtt jafnvægi og nýjar leiðir til þess að starfa saman á komandi árum. Samningarnir renna styrkari stoðum undir rekstur viðskiptavinanna og styðja við áform um aukinn virðisauka af starfseminni hér á landi. Við hjá Landsvirkjun erum stoltir stuðningsmenn slíkrar framþróunar. Samvinnan reynist öllum vel Eftir krefjandi tíma tók heldur betur að rofa til. Það birtir nefnilega alltaf til um síðir. Mikill viðsnúningur varð á mörkuðum og verð hækkaði um tugi ef ekki hundruð prósenta. Við slíkar aðstæður þurfum við líka að vera tilbúin að leggja við hlustir og skilja þarfir viðskiptavinanna. Hér gagnast sömu meðul og áður, samvinna og stuðningur. Afrakstur samvinnunnar kemur öllum vel. Eftirspurn eftir raforku vex og hagur viðskiptavina vænkast, þvert á iðngreinar. Nýir raforkusamningar, nýr steypuskáli á Grundartanga og gagnaversiðnaður sem er að slíta barnsskónum. Gagnaverin eru ný kynslóð viðskiptavina en viðskiptamódelið er hið sama og áður, langtíma raforkusamningar og langtíma viðskiptasamband. Vinnsla rafmyntar hefur vissulega hjálpað þessari nýju grein að komast á legg en ekki hefur verið virkjað fyrir slíka starfsemi sem er ekki hluti af sýn gagnaveranna til lengri tíma litið. Raforkuverð til stórnotenda hefur aldrei verið hærra og valdið straumhvörfum í fjárhag Landvirkjunar. Á sama tíma hefur samkeppnishæfni viðskiptavinanna aukist. Fast verðtryggt verð hefur reynst samkeppnishæfast til lengri tíma og sérstaklega núna, þegar orkuverð erlendis hefur margfaldast og sveiflur eru tíðar. Fjölbreyttari heildsölumarkaður Um 20% af raforkunni ratar inn á heildsölumarkað. Lengi vel var viðskiptaumhverfið staðnað en nú hafa þrír nýir aðilar haslað sér þar völl á undanförum árum. Sama staða er því uppi þar og á stórnotendamarkaði, viðskiptavinaflóran hefur aldrei verið fjölbreyttari sem er mikið fagnaðarefni. Töluvert hefur reynt á að þróa fyrirkomulag raforkuviðskipta í takt við breytta tíma. Þróa vöruframboð, auka sveigjanleika í viðskiptum og leggja áherslu á rafrænan þátt viðskiptanna. Þannig leggjum við okkar af mörkum til þess að heilbrigð samkeppni fái þrifist. Með innkomu nýrra aðila á markað hefur samkeppni aukist og raforkuverð til heimila og fyrirtækja lækkað. Aukin samkeppni hefur haft í för með sér að fleiri heimili skipta nú um raforkusala. Það er athyglisvert að lægsta verð til heimila bjóða ný fyrirtæki sem kaupa einungis raforkuna í gegnum heildsölumarkað og eru ekki með eigin vinnslu. En vegferðinni er ekki lokið og við höldum áfram að þróa reksturinn í takt við nýja tíma. Útlitið er bjart en slakt vatnsár hefur sett tímabundið strik í reikninginn. Það er óyndisúrræði að takmarka afhendingu á raforku til viðskiptavina, en þó eðlilegur hluti af rekstri í lokuðu kerfi endurnýjanlegra orkugjafa. Viðskiptavinir okkar fá bæði þakkir og hrós fyrir gott samstarf í þessu tímabundna en erfiða verkefni. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar