Saka hvort annað um lygar og ofbeldi Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2022 11:19 Johnny Depp í dómsal í gær. AP/Brendan Smialowski Lögmenn Johnny Depp sögðu Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu hans, vera lygara sem væri heltekin af ímynd sinni. Það gerðu þeir við upphaf réttarhalda í máli þar sem hann hefur sakað hana um að ljúga upp á sig ofbeldi. Depp hefur höfðað mál gegn Heard og sakar hana um lygar vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018. Þar lýsti hún heimilisofbeldi sem hún á að hafa orðið fyrir en án þess þó að nefna Depp á nafn. Leikarinn segir Heard ljúga því að hann hafi beitt hana ofbeldi þegar þau voru gift og að ásakanir hennar hafi gert honum erfitt að fá vinnu í Hollywood. Hann fer fram á 50 milljónir dala í skaðabætur. Heard krefst þess að Depp greiði henni hundrað milljónir dala, samkvæmt frétt BBC. Sápuópera í dómsal Lögmenn Heard segja eina tilgang réttarhaldanna vera að Depp vilji ganga frá Heard og að lögmenn Depps muni gera réttarhöldin að sápuóperu. „Þið munuð sjá hver hinn raunverulegi Johnny Depp er. Burtséð frá frægðinni, burtséð frá sjóræningjabúningunum,“ sagði lögmaður Heard. Amber Heard hefur sakað Johnny Depp um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi.AP/Brendan Smialowski Hann sagði einnig að kviðdómendur málsins myndu sjá sannanir fyrir því að Depp hefði beitt Heard líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi en í raun snerist málið ekki um það. Það snerist um málfrelsi hennar og að hún hefði verið að nýta það þegar hún skrifaði greinina sem birt var á vef Washington Post. Hann sagði þá grein ekki hafa komið niður á ferli Depps, því ásakanirnar gegn honum hefðu þegar verið opinberar í tvö ár. Þá sagði lögmaðurinn að vandræði í leikaraferli Depps væru ekki greininni að kenna, heldur neyslu hans á áfengi og fíkniefnum og sú neysla hefði leitt til vandræða hans, samkvæmt frétt AP. „Slæmar ákvarðanir þessa manns hafa fært hann hingað. Hættu að kenna öðru fólki um þín sjálfsköpuðu vandamál.“ Sagði Heard sjálfa hafa veitt sér áverka Lögmaður Depps sagði að Heard hefði ekki þurft að nefna skjólstæðing sinn á nafn í áðurnefndri grein. Það væri algjör óþarfi og allir gerðu sér fyllilega grein fyrir því hvern hún hefði verið að tala um. Hann vísaði til þess að Heard hefði sótt um nálgunarbann gegn Depp árið 2016, skömmu eftir að Depp hefði sagt henni að hún vildi skilnað. Hann sagði hana svo hafa mætt í dómsal með marbletti á andliti og látið ljósmyndara taka myndir af þeim. Lögmaðurinn sagðist þó ætla að sýna fram á að Heard hefði sjálf veitt sér þá áverka til að sverta orðspor Depps. Þau hefðu ekki hist í aðdraganda þess að hún sást með marblettina og nokkrum dögum áður hefðu lögregluþjónar séð hana ómarða. Réttarhöldin hófust í gær og fóru fram upphafsræður lögmanna þeirra Depp og Heard. Sjónvarpað er frá réttarhöldunum og eiga þau að standa yfir í nokkrar vikur. Meðal þeirra sem eiga að bera vitni eru leikararnir Paul Bettany og James Franco, auk auðjöfursins Elons Musk. Hér má sjá hluta af upphafsræðum lögmannanna frá því í gær. Bandaríkin Hollywood Heimilisofbeldi Deilur Johnny Depp og Amber Heard Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Depp hefur höfðað mál gegn Heard og sakar hana um lygar vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018. Þar lýsti hún heimilisofbeldi sem hún á að hafa orðið fyrir en án þess þó að nefna Depp á nafn. Leikarinn segir Heard ljúga því að hann hafi beitt hana ofbeldi þegar þau voru gift og að ásakanir hennar hafi gert honum erfitt að fá vinnu í Hollywood. Hann fer fram á 50 milljónir dala í skaðabætur. Heard krefst þess að Depp greiði henni hundrað milljónir dala, samkvæmt frétt BBC. Sápuópera í dómsal Lögmenn Heard segja eina tilgang réttarhaldanna vera að Depp vilji ganga frá Heard og að lögmenn Depps muni gera réttarhöldin að sápuóperu. „Þið munuð sjá hver hinn raunverulegi Johnny Depp er. Burtséð frá frægðinni, burtséð frá sjóræningjabúningunum,“ sagði lögmaður Heard. Amber Heard hefur sakað Johnny Depp um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi.AP/Brendan Smialowski Hann sagði einnig að kviðdómendur málsins myndu sjá sannanir fyrir því að Depp hefði beitt Heard líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi en í raun snerist málið ekki um það. Það snerist um málfrelsi hennar og að hún hefði verið að nýta það þegar hún skrifaði greinina sem birt var á vef Washington Post. Hann sagði þá grein ekki hafa komið niður á ferli Depps, því ásakanirnar gegn honum hefðu þegar verið opinberar í tvö ár. Þá sagði lögmaðurinn að vandræði í leikaraferli Depps væru ekki greininni að kenna, heldur neyslu hans á áfengi og fíkniefnum og sú neysla hefði leitt til vandræða hans, samkvæmt frétt AP. „Slæmar ákvarðanir þessa manns hafa fært hann hingað. Hættu að kenna öðru fólki um þín sjálfsköpuðu vandamál.“ Sagði Heard sjálfa hafa veitt sér áverka Lögmaður Depps sagði að Heard hefði ekki þurft að nefna skjólstæðing sinn á nafn í áðurnefndri grein. Það væri algjör óþarfi og allir gerðu sér fyllilega grein fyrir því hvern hún hefði verið að tala um. Hann vísaði til þess að Heard hefði sótt um nálgunarbann gegn Depp árið 2016, skömmu eftir að Depp hefði sagt henni að hún vildi skilnað. Hann sagði hana svo hafa mætt í dómsal með marbletti á andliti og látið ljósmyndara taka myndir af þeim. Lögmaðurinn sagðist þó ætla að sýna fram á að Heard hefði sjálf veitt sér þá áverka til að sverta orðspor Depps. Þau hefðu ekki hist í aðdraganda þess að hún sást með marblettina og nokkrum dögum áður hefðu lögregluþjónar séð hana ómarða. Réttarhöldin hófust í gær og fóru fram upphafsræður lögmanna þeirra Depp og Heard. Sjónvarpað er frá réttarhöldunum og eiga þau að standa yfir í nokkrar vikur. Meðal þeirra sem eiga að bera vitni eru leikararnir Paul Bettany og James Franco, auk auðjöfursins Elons Musk. Hér má sjá hluta af upphafsræðum lögmannanna frá því í gær.
Bandaríkin Hollywood Heimilisofbeldi Deilur Johnny Depp og Amber Heard Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira