Atvinna er undirstaða velferðar í Fjarðabyggð Jón Björn Hákonarson skrifar 13. apríl 2022 19:01 Fjarðabyggð hefur í gegnum tíðina búið vel að því öfluga atvinnulífi sem hér er og eru fyrirtæki í Fjarðabyggð með þeim stærstu og öflugustu hérlendis á sviði í sjávarútvegi og álframleiðslu. Þá hafa minni og meðalstór fyrirtæki haslað sér hér völl í þjónustu við ýmsa atvinnustarfsemi á svæðinu og þar hefur orðið til mikil og öflug þekking sem nýtist samfélaginu hér vel sem og landinu öllu. Þegar kemur að öflugu atvinnulífi er nauðsynlegt að yfirvöld séu sífellt á vaktinni, hlúi vel að því atvinnulífi sem fyrir er, en einnig hugi að nýjum tækifærum sem skapast. Þar hefur Fjarðabyggð lengi verið framarlega í flokki. Við höfum verið opinn fyrir uppbyggingun nýrra atvinnutækifæra og má þar nefna t.d. fiskeldi og ferðaþjónustu sem á síðustu árum hefur byggst hratt upp í sveitarfélaginu. Framundan eru svo mörg tækifæri fyrir okkur. Eitt af þeim stærri er uppbygging á grænum orkugarði á Reyðarfirði en Fjarðabyggð hefur undanfarið ár unnið að því í samstarfi við danska fjárfestingasjóðinn CIP. Þarna er um risavaxið verkefni að ræða sem gæti, ef allt gengur upp, gert Fjarðabyggð að miðstöð orkuskipta á Íslandi, og mikilvægan hlekk í því að Íslendingar standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar þegar kemur að orkuskiptum. Grunnur hins græna orkugarðs sem hugmyndir eru uppi um á Reyðarfirði er framleiðsla á vetni. Við framleiðslu þess falla til hliðarafurðir s.s. súrefni og heitt vatn þannig að til getur orðið samfélag fyrirtækja sem kjósa að staðsetja sig á sama stað og nýta áðurnefndar hliðarafurðir. Þannig verður til hringrásarhagkerfi sem tryggir að þær orkuafurðir sem til verða séu fullnýttar og skapi þannig mikil verðmæti, jafnvel í samstarfi við fyrirtæki í Fjarðabyggð. Um leið gæti verkefnið spilað stórt hlutverk í að Íslandi verði kleift að standa við skuldbindingar um orkuskipti innanlands. Framtíðin er græn í Fjarðabyggð. Það er ánægjulegt til þess að vita að horft sé til Fjarðabyggðar sem samstarfaðila í slíku verkefni sem grænn orkugarður er. Það er enginn tilviljun. Bæjaryfirvöld, starfsmenn sveitarfélagsins og samfélagið allt hefur sýnt það að okkur er full treystandi sem samstarfaðila í slíkum verkefnum og til þess er horft. Störf án staðsetningar En þetta er ekki það eina. Samhliða þessu stóra verkefni þarf að huga að öðrum þáttum. Þar horfum við framsóknarmenn til þeirra tækifæra sem liggja í störfum án staðasetningar. Þrátt fyrir að COVID-19 hafi reynt á okkur öll og samfélagið í heild þá hefur faraldurinn engu að síður opnað augu okkar fyrir tækifærum sem voru fjarlæg áður. Þannig hefur ný sýn nú opnast á að hægt sé að sinna mörgum störfum óháð staðsetningu. Ungt fólk í dag horfir í ríkum mæli til þess að getað valið sér störf sem gera því kleift að búa á landsbyggðinni. Stjórnvöld hafa auk þess sett sér markmið í byggðaáætlun um að fjölga til muna störfum án staðsetningar, ljóst er að tryggja þarf að orð og efndir í þessum málum fari saman og halda þarf uppi þrýstingi á ríkisvaldið að hrinda þessum áformum í framkvæmd. En það er ekki nóg. Sveitarfélög um landið þurfa einnig að hafa nauðsynlega innviði til staðar svo þetta sé hægt. Þar á Fjarðabyggð að stíga sterkt til jarðar og tryggja að fólk sem kýs að búa hér, en vinna í fyrirtækjum eða stofnunum sem staðsett eru á höfuðborgarsvæðinu eða erlendis, eigi þess kost að sitjast hér að og hafa aðgang að þeirri vinnuaðstöðu sem nauðsynleg er. Uppbygging klasa eins og svo myndarlega hefur risið á Norðfirði í Múlanum, þarf að verða víðar og þar þurfa sveitarfélög og ríki að leggja hönd á plóg svo það megi verða að veruleika. Þar þurfa bæjaryfirvöld að koma inn í og vinna að slíku eins og kostur er í hverfum okkar. Framsókn vill öflugt og fjölbreytt atvinnulíf Framsókn í Fjarðabyggð vill halda áfram að renna styrkum stoðum undir hið öfluga atvinnulíf sem hér er að finna. Það er ljóst að tækifærin eru víða og við þurfum að halda áfram að skoða þau, vega og meta, og grípa þau sem okkur lýst vel á. Mikið hefur verið unnið í þessum málum undanfarin ár og nauðsynlegt að sú vinna haldi áfram. Framsókn í Fjarðabyggð vill halda áfram að leggja þar sitt af mörkum ef við fáum til þess stuðning í sveitarstjórnarkosningunum þann 14.maí nk. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar og situr í 1. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Jón Björn Hákonarson Vinnumarkaður Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Fjarðabyggð hefur í gegnum tíðina búið vel að því öfluga atvinnulífi sem hér er og eru fyrirtæki í Fjarðabyggð með þeim stærstu og öflugustu hérlendis á sviði í sjávarútvegi og álframleiðslu. Þá hafa minni og meðalstór fyrirtæki haslað sér hér völl í þjónustu við ýmsa atvinnustarfsemi á svæðinu og þar hefur orðið til mikil og öflug þekking sem nýtist samfélaginu hér vel sem og landinu öllu. Þegar kemur að öflugu atvinnulífi er nauðsynlegt að yfirvöld séu sífellt á vaktinni, hlúi vel að því atvinnulífi sem fyrir er, en einnig hugi að nýjum tækifærum sem skapast. Þar hefur Fjarðabyggð lengi verið framarlega í flokki. Við höfum verið opinn fyrir uppbyggingun nýrra atvinnutækifæra og má þar nefna t.d. fiskeldi og ferðaþjónustu sem á síðustu árum hefur byggst hratt upp í sveitarfélaginu. Framundan eru svo mörg tækifæri fyrir okkur. Eitt af þeim stærri er uppbygging á grænum orkugarði á Reyðarfirði en Fjarðabyggð hefur undanfarið ár unnið að því í samstarfi við danska fjárfestingasjóðinn CIP. Þarna er um risavaxið verkefni að ræða sem gæti, ef allt gengur upp, gert Fjarðabyggð að miðstöð orkuskipta á Íslandi, og mikilvægan hlekk í því að Íslendingar standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar þegar kemur að orkuskiptum. Grunnur hins græna orkugarðs sem hugmyndir eru uppi um á Reyðarfirði er framleiðsla á vetni. Við framleiðslu þess falla til hliðarafurðir s.s. súrefni og heitt vatn þannig að til getur orðið samfélag fyrirtækja sem kjósa að staðsetja sig á sama stað og nýta áðurnefndar hliðarafurðir. Þannig verður til hringrásarhagkerfi sem tryggir að þær orkuafurðir sem til verða séu fullnýttar og skapi þannig mikil verðmæti, jafnvel í samstarfi við fyrirtæki í Fjarðabyggð. Um leið gæti verkefnið spilað stórt hlutverk í að Íslandi verði kleift að standa við skuldbindingar um orkuskipti innanlands. Framtíðin er græn í Fjarðabyggð. Það er ánægjulegt til þess að vita að horft sé til Fjarðabyggðar sem samstarfaðila í slíku verkefni sem grænn orkugarður er. Það er enginn tilviljun. Bæjaryfirvöld, starfsmenn sveitarfélagsins og samfélagið allt hefur sýnt það að okkur er full treystandi sem samstarfaðila í slíkum verkefnum og til þess er horft. Störf án staðsetningar En þetta er ekki það eina. Samhliða þessu stóra verkefni þarf að huga að öðrum þáttum. Þar horfum við framsóknarmenn til þeirra tækifæra sem liggja í störfum án staðasetningar. Þrátt fyrir að COVID-19 hafi reynt á okkur öll og samfélagið í heild þá hefur faraldurinn engu að síður opnað augu okkar fyrir tækifærum sem voru fjarlæg áður. Þannig hefur ný sýn nú opnast á að hægt sé að sinna mörgum störfum óháð staðsetningu. Ungt fólk í dag horfir í ríkum mæli til þess að getað valið sér störf sem gera því kleift að búa á landsbyggðinni. Stjórnvöld hafa auk þess sett sér markmið í byggðaáætlun um að fjölga til muna störfum án staðsetningar, ljóst er að tryggja þarf að orð og efndir í þessum málum fari saman og halda þarf uppi þrýstingi á ríkisvaldið að hrinda þessum áformum í framkvæmd. En það er ekki nóg. Sveitarfélög um landið þurfa einnig að hafa nauðsynlega innviði til staðar svo þetta sé hægt. Þar á Fjarðabyggð að stíga sterkt til jarðar og tryggja að fólk sem kýs að búa hér, en vinna í fyrirtækjum eða stofnunum sem staðsett eru á höfuðborgarsvæðinu eða erlendis, eigi þess kost að sitjast hér að og hafa aðgang að þeirri vinnuaðstöðu sem nauðsynleg er. Uppbygging klasa eins og svo myndarlega hefur risið á Norðfirði í Múlanum, þarf að verða víðar og þar þurfa sveitarfélög og ríki að leggja hönd á plóg svo það megi verða að veruleika. Þar þurfa bæjaryfirvöld að koma inn í og vinna að slíku eins og kostur er í hverfum okkar. Framsókn vill öflugt og fjölbreytt atvinnulíf Framsókn í Fjarðabyggð vill halda áfram að renna styrkum stoðum undir hið öfluga atvinnulíf sem hér er að finna. Það er ljóst að tækifærin eru víða og við þurfum að halda áfram að skoða þau, vega og meta, og grípa þau sem okkur lýst vel á. Mikið hefur verið unnið í þessum málum undanfarin ár og nauðsynlegt að sú vinna haldi áfram. Framsókn í Fjarðabyggð vill halda áfram að leggja þar sitt af mörkum ef við fáum til þess stuðning í sveitarstjórnarkosningunum þann 14.maí nk. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar og situr í 1. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar