Af hverju í sveitarstjórn? Kristján Rafn Sigurðsson skrifar 13. apríl 2022 19:30 Ég var spurður að því um daginn af hverju mig langaði í framboð til sveitarstjórnar. Svar mitt til viðkomandi er einfalt: Ég hefi unnið mikið fyrir mig og fjölskyldu mína af ástríðu með góðu fólki í verkefninu Eðalfiskur í 17 ár. Á þeim tíma hafa komið upp áskoranir og áföll í ytra umhverfinu sem fáir sem engir sáu fyrir. Aldrei var í boði að hvika frá leiðarljósinu sem markað hafði verið og hélt það okkur fjölskyldunni gangandi. Í dag er verkefninu fyrir okkur lokið og Eðalfiskur fyrirtæki sem við getum öll verið stolt af í nærsamfélaginu. Ég lét af störfum sem framkvæmdarstjóri Eðalfisks á síðasta ári og hefi verið að hlaða batteríin og hugsa til næsta verkefnis. Það eru um 12-14 ár sem ég á eftir á starfsævinni ef heilsa og Guð lofar. Mig langar til að leggja mitt af mörkum til betra, öruggara og framsæknara samfélags hér í Borgarbyggð. Hlustum betur á samfélagið Eitt af mínum áhyggjuefnum í gegnum tíðina hefur verið skortur á hlustun fulltrúa á tónlist samfélagsins. Þegar gerð var athugasemd við skuldastöðu Borgarbyggðar á sínum tíma var sett ofuráhersla á að ná skuldum niður á sem stystum tíma. Fórnarkostnaður þessarar aðgerðar var vöxtur sem er algerlega nauðsynlegur hverju sveitarfélagi til sköpunar á meiri jákvæðni íbúa og uppbyggingar á hverjum tíma. Með sífellt eðlilegum vexti hvers samfélags skapast meira svigrúm til athafna til að gera betur. Við þurfum að vinna betur saman að framsæknara samfélagi í vexti og viðhaldi til lengri tíma. Skipuleggjum lengra fram í tímann og verum forsjál Skýr og markviss framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið þarf að vera til staðar til a.m.k. næstu 50 ára. Það samtal fæst aldrei nema með næmri hlustun stjórnenda og þarf að vanda til í öllum málaflokkum. Traust, gegnsæi, ábyrgð og staðfesta þarf að vera til staðar. Við þurfum að taka vel á móti fólki og fyrirtækjum sem vilja koma og vera með í að skreyta samfélag okkar inn í framtíðina. Fólkið er frábært í Borgarbyggð – stillum strengina saman Það sem mér finnst best af öllu í Borgarbyggð er fólkið sjálft og samheldnin. Við getum gert ótrúlegustu hluti með meiri samvinnu í flestum málum og rutt braut til framfara svo eftir verður tekið. Hlúum vel að frumkvæði yngri einstaklinga sem vilja skapa sér tækifæri til vaxtar í atvinnurekstri í héraðinu og sköpum skilyrði fyrir þá sem hafa hug og þor til að fjárfesta í Borgarbyggð. Ég er til í það en þú? Höfundur er í 3.sæti Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Borgarbyggð Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Ég var spurður að því um daginn af hverju mig langaði í framboð til sveitarstjórnar. Svar mitt til viðkomandi er einfalt: Ég hefi unnið mikið fyrir mig og fjölskyldu mína af ástríðu með góðu fólki í verkefninu Eðalfiskur í 17 ár. Á þeim tíma hafa komið upp áskoranir og áföll í ytra umhverfinu sem fáir sem engir sáu fyrir. Aldrei var í boði að hvika frá leiðarljósinu sem markað hafði verið og hélt það okkur fjölskyldunni gangandi. Í dag er verkefninu fyrir okkur lokið og Eðalfiskur fyrirtæki sem við getum öll verið stolt af í nærsamfélaginu. Ég lét af störfum sem framkvæmdarstjóri Eðalfisks á síðasta ári og hefi verið að hlaða batteríin og hugsa til næsta verkefnis. Það eru um 12-14 ár sem ég á eftir á starfsævinni ef heilsa og Guð lofar. Mig langar til að leggja mitt af mörkum til betra, öruggara og framsæknara samfélags hér í Borgarbyggð. Hlustum betur á samfélagið Eitt af mínum áhyggjuefnum í gegnum tíðina hefur verið skortur á hlustun fulltrúa á tónlist samfélagsins. Þegar gerð var athugasemd við skuldastöðu Borgarbyggðar á sínum tíma var sett ofuráhersla á að ná skuldum niður á sem stystum tíma. Fórnarkostnaður þessarar aðgerðar var vöxtur sem er algerlega nauðsynlegur hverju sveitarfélagi til sköpunar á meiri jákvæðni íbúa og uppbyggingar á hverjum tíma. Með sífellt eðlilegum vexti hvers samfélags skapast meira svigrúm til athafna til að gera betur. Við þurfum að vinna betur saman að framsæknara samfélagi í vexti og viðhaldi til lengri tíma. Skipuleggjum lengra fram í tímann og verum forsjál Skýr og markviss framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið þarf að vera til staðar til a.m.k. næstu 50 ára. Það samtal fæst aldrei nema með næmri hlustun stjórnenda og þarf að vanda til í öllum málaflokkum. Traust, gegnsæi, ábyrgð og staðfesta þarf að vera til staðar. Við þurfum að taka vel á móti fólki og fyrirtækjum sem vilja koma og vera með í að skreyta samfélag okkar inn í framtíðina. Fólkið er frábært í Borgarbyggð – stillum strengina saman Það sem mér finnst best af öllu í Borgarbyggð er fólkið sjálft og samheldnin. Við getum gert ótrúlegustu hluti með meiri samvinnu í flestum málum og rutt braut til framfara svo eftir verður tekið. Hlúum vel að frumkvæði yngri einstaklinga sem vilja skapa sér tækifæri til vaxtar í atvinnurekstri í héraðinu og sköpum skilyrði fyrir þá sem hafa hug og þor til að fjárfesta í Borgarbyggð. Ég er til í það en þú? Höfundur er í 3.sæti Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun