Hrútskýringar Bankasýslu ríkisins á lokuðu útboði hlutabréfa í Íslandsbanka Erna Bjarnadóttir skrifar 14. apríl 2022 11:31 Hámhorf vikunnar hefur óneitanlega verið fréttaflutningur af eftiráskýringum ráðherra ríkisstjórnarinnar og forsvarsmanna Bankasýslunnar á lokuðu útboði hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Í frétt á Stundinni í morgun, 14. apríl, https://stundin.is/grein/15106/bankasyslan-veitti-soluadilum-sjalfdaemi-vid-solu-hlutabrefa-i-islandsbanka/, segir: „Forstjóri Bankasýslu ríkisins, Jón Gunnar Jónsson, segir að treysta þurfi bönkum og verðbréfabréfafyrirtækjum sem sjá um útboð á hlutabréfum fyrir íslenska ríkið.“ Jahá! Hefur sami forstjóri kannað hvort það segi eitthvað um það í lögum um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum (nr. 155/2012). Þar segir skýrt: „3. gr. Meginreglur við sölumeðferð.Þegar ákvörðun er tekin um undirbúning og framkvæmd sölumeðferðar eignarhluta skal áhersla lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði þau sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal við sölu kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði.“ Í 4. grein sömu laga segir síðan að Bankasýsla ríkisins sjái um slíka sölu. Það er því skýrt að ábyrgðin á framkvæmdinni er Bankasýslunnar. Hún getur ekki vísað henni „út í bæ“, hvorki á skiptiborðið í regluvörslu Íslandsbanka né kaffivélar verðbréfamiðlara. Forstjórinn virðist hins vegar bregða á það ráð í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, (https://www.visir.is/g/20222248416d/mikill-hagsmunaarekstur-og-vonbrigdi-ef-radgjafar-keyptu-i-utbodinu?fbclid=IwAR3h-uKzwEik_6iYuc8IJJ8sk3sV-TkWDOBz9vowaa3ff-b5HM1fNPP5Qf8). Í fréttinni segir m.a.: „Forstjóri Bankasýslunnar segir hlutabréfakaup starfsmanna ráðgjafafyrirtækja í Íslandsbanka fela í sér hagsmunaárekstur og vonbrigði. Slíkt framferði liðist aldrei erlendis og skaði orðspor fyrirtækjanna.“ Hann gefur jafnvel til kynna að Bankasýslan kunni að setja fram „...kröfur í samræmi við þá góðu stjórnsýsluhætti og viðskiptahætti sem okkur ber að viðhafa.“ Það var og! Samt leyfir forstjórinn sér að hafna því að það hafi verið annmarkar á sölunni af hálfu Bankasýslunnar. En átti ekki einmitt Bankasýslan að tryggja að ekki kæmi til hagsmunaárekstra eða þess að orðspor „fyrirtækjanna“ skaðaðist. Hlutverk Bankasýslunnar er skýrt að lögum Í fyrrnefndri frétt Stundarinnar segir að fjármálaeftirlit Seðlabankans hafi nú m.a. til skoðunar skilgreiningu á fagfjárfestum hafi verið breytt í aðdraganda útboðsins. En hefði ekki einmitt Bankasýslan átt að fara yfir skilgreiningar þeirra sem önnuðust söluna fyrirfram og mögulega setja eigin viðmið til að ná markmiðum sölunnar? Það síðan að það þurfi að vera til skoðunar hvort reglur um innherjaviðskipti hafi verið brotnar er grafalvarlegt. Þá virðist sem kaupendur hlutabréfa hafi í einhverjum tilfellum fengið lán til kaupanna, jafnvel hjá fjármálastofnunum sem önnuðust söluna. Slíkt kann að vera löglegt en stendur fráleitt öllum til boða. Stangast það mögulega á við fyrrnefnda 3. gr. laga nr. 155/2012? Almenningur sem keypti í fyrra útboði á bréfum í bankanum greiddi í þeim tilvikum sem ég þekki til, fyrir þau með hefðbundinni millifærslu í heimabanka. Það er Bankasýslan sem átti að tryggja að salan stæðist þau markmið sem tilgreind eru í 3. grein laga nr. 155/2012. Úrval hrútskýringa Ein eftirtektarverðasta hrútskýring Bankasýslunnar er að „engin veruleg hindrun“ hafi staðið í veginum fyrir því að „óska eftir þátttöku“ í útboðinu. Það hefur þó verið staðfest að haft var sérstaklega samband við suma þeirra fjárfesta sem þátt tóku í útboðinu. Það er regin munur á því eða því að „óska eftir“ þátttöku. Af sama meiði eru eftiráskýringar um nauðsyn þess að hafa litla fjárfesta með í þessu útboði. Fyrir liggur að hlutahafar skiptu þúsundum þegar útboðið fór fram og óþarft að hafa fleiri orð um það. Þá vekur það óneitanlega athygli að stjórnarformaður Bankasýslunnar situr í stjórn fyrirtækis sem keypti hlutabréf í útboðinu. Umboðskeðjan er hluti stjórnsýslunnar Forstjóri Bankasýslunnar er kominn út á berangur í málsvörn sinni. Hann virðist lítt meðvitaður um hlutverk sitt að framkvæma stefnu umbjóðanda síns, fjármálaráðherra. Bankasýslan er hluti af umboðskeðju stjórnsýslunnar. Hún reyndar er í mörgum tilvikum margslungin því stefna á tilteknu málefnasviði getur átt rætur í mörgum stefnuskjölum. Það er hins vegar grundvallaratriði að hver hlekkur í keðjunni sé sterkur og að fulltrúar hennar ræki skyldur sínar. Þar þarf til að koma bæði pólitísk forysta og þekking umboðsmanna í keðjunni á hlutverki sínu. Nú kveður hins vegar svo rammt við að hver bendir á annan. Ráðherrarláta fjölmiðla ekki ná í sig (eða eru [til vara] úti að aka á beinskiptum bíl og geta ekki tekið símann). Forstjóri Bankasýslunnar bendir á regluvörð sem vísast bendir á kaffivélina. Það hefur verið eitthvað rammt bragð af kaffinu „þann daginn“. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi með diplóma í opinberri stjórnsýslu frá HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Salan á Íslandsbanka Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Hámhorf vikunnar hefur óneitanlega verið fréttaflutningur af eftiráskýringum ráðherra ríkisstjórnarinnar og forsvarsmanna Bankasýslunnar á lokuðu útboði hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Í frétt á Stundinni í morgun, 14. apríl, https://stundin.is/grein/15106/bankasyslan-veitti-soluadilum-sjalfdaemi-vid-solu-hlutabrefa-i-islandsbanka/, segir: „Forstjóri Bankasýslu ríkisins, Jón Gunnar Jónsson, segir að treysta þurfi bönkum og verðbréfabréfafyrirtækjum sem sjá um útboð á hlutabréfum fyrir íslenska ríkið.“ Jahá! Hefur sami forstjóri kannað hvort það segi eitthvað um það í lögum um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum (nr. 155/2012). Þar segir skýrt: „3. gr. Meginreglur við sölumeðferð.Þegar ákvörðun er tekin um undirbúning og framkvæmd sölumeðferðar eignarhluta skal áhersla lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði þau sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal við sölu kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði.“ Í 4. grein sömu laga segir síðan að Bankasýsla ríkisins sjái um slíka sölu. Það er því skýrt að ábyrgðin á framkvæmdinni er Bankasýslunnar. Hún getur ekki vísað henni „út í bæ“, hvorki á skiptiborðið í regluvörslu Íslandsbanka né kaffivélar verðbréfamiðlara. Forstjórinn virðist hins vegar bregða á það ráð í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, (https://www.visir.is/g/20222248416d/mikill-hagsmunaarekstur-og-vonbrigdi-ef-radgjafar-keyptu-i-utbodinu?fbclid=IwAR3h-uKzwEik_6iYuc8IJJ8sk3sV-TkWDOBz9vowaa3ff-b5HM1fNPP5Qf8). Í fréttinni segir m.a.: „Forstjóri Bankasýslunnar segir hlutabréfakaup starfsmanna ráðgjafafyrirtækja í Íslandsbanka fela í sér hagsmunaárekstur og vonbrigði. Slíkt framferði liðist aldrei erlendis og skaði orðspor fyrirtækjanna.“ Hann gefur jafnvel til kynna að Bankasýslan kunni að setja fram „...kröfur í samræmi við þá góðu stjórnsýsluhætti og viðskiptahætti sem okkur ber að viðhafa.“ Það var og! Samt leyfir forstjórinn sér að hafna því að það hafi verið annmarkar á sölunni af hálfu Bankasýslunnar. En átti ekki einmitt Bankasýslan að tryggja að ekki kæmi til hagsmunaárekstra eða þess að orðspor „fyrirtækjanna“ skaðaðist. Hlutverk Bankasýslunnar er skýrt að lögum Í fyrrnefndri frétt Stundarinnar segir að fjármálaeftirlit Seðlabankans hafi nú m.a. til skoðunar skilgreiningu á fagfjárfestum hafi verið breytt í aðdraganda útboðsins. En hefði ekki einmitt Bankasýslan átt að fara yfir skilgreiningar þeirra sem önnuðust söluna fyrirfram og mögulega setja eigin viðmið til að ná markmiðum sölunnar? Það síðan að það þurfi að vera til skoðunar hvort reglur um innherjaviðskipti hafi verið brotnar er grafalvarlegt. Þá virðist sem kaupendur hlutabréfa hafi í einhverjum tilfellum fengið lán til kaupanna, jafnvel hjá fjármálastofnunum sem önnuðust söluna. Slíkt kann að vera löglegt en stendur fráleitt öllum til boða. Stangast það mögulega á við fyrrnefnda 3. gr. laga nr. 155/2012? Almenningur sem keypti í fyrra útboði á bréfum í bankanum greiddi í þeim tilvikum sem ég þekki til, fyrir þau með hefðbundinni millifærslu í heimabanka. Það er Bankasýslan sem átti að tryggja að salan stæðist þau markmið sem tilgreind eru í 3. grein laga nr. 155/2012. Úrval hrútskýringa Ein eftirtektarverðasta hrútskýring Bankasýslunnar er að „engin veruleg hindrun“ hafi staðið í veginum fyrir því að „óska eftir þátttöku“ í útboðinu. Það hefur þó verið staðfest að haft var sérstaklega samband við suma þeirra fjárfesta sem þátt tóku í útboðinu. Það er regin munur á því eða því að „óska eftir“ þátttöku. Af sama meiði eru eftiráskýringar um nauðsyn þess að hafa litla fjárfesta með í þessu útboði. Fyrir liggur að hlutahafar skiptu þúsundum þegar útboðið fór fram og óþarft að hafa fleiri orð um það. Þá vekur það óneitanlega athygli að stjórnarformaður Bankasýslunnar situr í stjórn fyrirtækis sem keypti hlutabréf í útboðinu. Umboðskeðjan er hluti stjórnsýslunnar Forstjóri Bankasýslunnar er kominn út á berangur í málsvörn sinni. Hann virðist lítt meðvitaður um hlutverk sitt að framkvæma stefnu umbjóðanda síns, fjármálaráðherra. Bankasýslan er hluti af umboðskeðju stjórnsýslunnar. Hún reyndar er í mörgum tilvikum margslungin því stefna á tilteknu málefnasviði getur átt rætur í mörgum stefnuskjölum. Það er hins vegar grundvallaratriði að hver hlekkur í keðjunni sé sterkur og að fulltrúar hennar ræki skyldur sínar. Þar þarf til að koma bæði pólitísk forysta og þekking umboðsmanna í keðjunni á hlutverki sínu. Nú kveður hins vegar svo rammt við að hver bendir á annan. Ráðherrarláta fjölmiðla ekki ná í sig (eða eru [til vara] úti að aka á beinskiptum bíl og geta ekki tekið símann). Forstjóri Bankasýslunnar bendir á regluvörð sem vísast bendir á kaffivélina. Það hefur verið eitthvað rammt bragð af kaffinu „þann daginn“. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi með diplóma í opinberri stjórnsýslu frá HÍ.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar