Bæta upp fyrir lokaða Vínbúð með heimsendingu áfengis Snorri Másson skrifar 14. apríl 2022 14:20 Lokað er í Vínbúðum yfir páskana nema á laugardag - en ekki í erlend-íslenskum vefverslunum, sem bjóða upp á heimsendingu áfengis á höfuðborgarsvæðinu. Vísir Þeir sem sýndu ekki nauðsynlega fyrirhyggju í aðdraganda páska og keyptu vín geta reitt sig á þjónustu danskrar vefverslunar með áfengi , sem þó er alfarið með starfsemi á Íslandi. Á vef Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins segir: „Vínbúðirnar verða lokaðar á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum skv. venju.“ Þetta þýðir að ekki er hægt að kaupa vín eftir hefðbundnum leiðum á næstu dögum, nema á laugardag. Á frídögunum er það hægt eftir óhefðbundnum leiðum. Danska vefverslunin Desma hefur ákveðið að vera með opið alla páskana og heimsendingartími á höfuðborgarsvæðinu eru nítíu mínútur. Bjór, vín, gin, vodka, allt sem hugurinn girnist. Ísak Óli Helgason er eigandi fyrirtækisins. „Vínbúðin má náttúrulega bara gera það sem hún vill, af því að það er enginn annar sem fólk myndi fara til í staðinn, eins og þetta er venjulega. Það náttúrulega er ekki alveg ásættanlegt að það yrði ekki möguleiki,“ segir Ísak Óli í samtali við fréttastofu. En má þetta bara, gæti einhver spurt. Já, það má panta vín af erlendum vefverslunum og þar gildir einu hvort þær séu með lager á Íslandi. „Ég ber þetta oft saman við það ef þú ferð inn á Amazon.com og pantar þér rauðvín og lætur senda það til Íslands, þá er þetta ekki ósvipað,“ segir Ísak Óli. Það eru þó ekki allir á eitt sáttir um þetta sem verður að kalla ákveðna glufu í lögunum og ÁTVR hefur raunar staðið í dómsmálum gegn fyrirtækjum í sambærilegri starfsemi. Þar hafa dómar þó fallið fyrirtækjunum í vil; og ÁTVR hefur hætt við að áfrýja þeim. Á meðan eru þessir dönsku kaupmenn með vefverslanir í blússandi viðskiptum óáreittir af íslenskum yfirvöldum, viðskiptavinum til heilla, segir Ísak. Uppfært: Nýja Vínbúðin er einnig með sambærilega þjónustu í boði og með opið alla páskana, samanber myndina hér efst. Áfengi og tóbak Páskar Verslun Neytendur Tengdar fréttir ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði máli gegn netverslunum frá dómi ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum hér á landi. 31. mars 2022 14:49 „Sigríður, þetta er dálítið ljótt“ Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að stríðinu gegn fíkniefnum hafi verið tapað um allan heim - og að fara þurfi nýjar leiðir - en að fyrirliggjandi hugmyndir um afglæpavæðingu neysluskammta séu ekki leiðin út úr núverandi vanda. 29. mars 2022 09:00 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Fleiri fréttir Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Sjá meira
Á vef Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins segir: „Vínbúðirnar verða lokaðar á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum skv. venju.“ Þetta þýðir að ekki er hægt að kaupa vín eftir hefðbundnum leiðum á næstu dögum, nema á laugardag. Á frídögunum er það hægt eftir óhefðbundnum leiðum. Danska vefverslunin Desma hefur ákveðið að vera með opið alla páskana og heimsendingartími á höfuðborgarsvæðinu eru nítíu mínútur. Bjór, vín, gin, vodka, allt sem hugurinn girnist. Ísak Óli Helgason er eigandi fyrirtækisins. „Vínbúðin má náttúrulega bara gera það sem hún vill, af því að það er enginn annar sem fólk myndi fara til í staðinn, eins og þetta er venjulega. Það náttúrulega er ekki alveg ásættanlegt að það yrði ekki möguleiki,“ segir Ísak Óli í samtali við fréttastofu. En má þetta bara, gæti einhver spurt. Já, það má panta vín af erlendum vefverslunum og þar gildir einu hvort þær séu með lager á Íslandi. „Ég ber þetta oft saman við það ef þú ferð inn á Amazon.com og pantar þér rauðvín og lætur senda það til Íslands, þá er þetta ekki ósvipað,“ segir Ísak Óli. Það eru þó ekki allir á eitt sáttir um þetta sem verður að kalla ákveðna glufu í lögunum og ÁTVR hefur raunar staðið í dómsmálum gegn fyrirtækjum í sambærilegri starfsemi. Þar hafa dómar þó fallið fyrirtækjunum í vil; og ÁTVR hefur hætt við að áfrýja þeim. Á meðan eru þessir dönsku kaupmenn með vefverslanir í blússandi viðskiptum óáreittir af íslenskum yfirvöldum, viðskiptavinum til heilla, segir Ísak. Uppfært: Nýja Vínbúðin er einnig með sambærilega þjónustu í boði og með opið alla páskana, samanber myndina hér efst.
Áfengi og tóbak Páskar Verslun Neytendur Tengdar fréttir ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði máli gegn netverslunum frá dómi ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum hér á landi. 31. mars 2022 14:49 „Sigríður, þetta er dálítið ljótt“ Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að stríðinu gegn fíkniefnum hafi verið tapað um allan heim - og að fara þurfi nýjar leiðir - en að fyrirliggjandi hugmyndir um afglæpavæðingu neysluskammta séu ekki leiðin út úr núverandi vanda. 29. mars 2022 09:00 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Fleiri fréttir Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Sjá meira
ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði máli gegn netverslunum frá dómi ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum hér á landi. 31. mars 2022 14:49
„Sigríður, þetta er dálítið ljótt“ Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að stríðinu gegn fíkniefnum hafi verið tapað um allan heim - og að fara þurfi nýjar leiðir - en að fyrirliggjandi hugmyndir um afglæpavæðingu neysluskammta séu ekki leiðin út úr núverandi vanda. 29. mars 2022 09:00