Borgarlínan og Sjálfstæðisflokkurinn Ómar Már Jónsson skrifar 15. apríl 2022 14:02 Miðvikudaginn 13. apríl sl. var oddvitum til borgarstjórnar boðið á fund hjá Samtökunum um bíllausan lífsstíl. Ég er stuðningsmaður þeirra samtaka vegna þess að borgin á að beita sér fyrir samgöngum fyrir alla, líka þá sem vilja lifa lífinu án bíla. Á fundinum flysjaði Gísli Marteinn börkinn utan af oddvitunum í samgöngumálum þannig að ekkert stóð eftir nema, já eða nei, með eða á móti. Athyglisvert var að heyra Hildi Björnsdóttir, oddvita Sjálfstæðisflokksins svara því til, þegar afdráttarlaus svars var krafist af Gísla Marteini um hvort oddvitarnir væru með, eða á móti borgarlínu. Hildur svaraði orðrétt: „Við styðjum borgarlínu, en viljum ekki útvatnaða útgáfu.” X-D ætlar sér þannig að styðja við stefnu borgarstjóra um að halda áfram á þeirri vegferð að þröngva þungri borgarlínu inn í borgina. Afstaða Hildar er athyglisverð vegna þess að á heimasíðu X-D má sjá samþykkt í samgöngumálum frá 26. febrúar sl. þar sem segir: ,,Sjálfstæðisflokkurinn er fylgjandi verulega bætum almenningssamgöngum, en leggur áherslu á að borgarlína þrengi ekki að notkun annarra bifreiða.” Þeir sem hafa kynnt sér út á hvað borgarlínan gengur vita að það er eitt af megin markmiðum hennar að fækka akreinum m.a. á Suðurlandsbraut, Miklubraut og Háaleitisbraut. Borgarlínan gengur hreinlega út á að þrengja að einka- og deilibílum, þ.e. taka meira pláss fyrir almenningsvagna á kostnað annarra bifreiða. Stefna Miðflokksins er skýr þegar kemur að samgöngum fyrir alla. Enga borgarlínu. Borgarlína mun ekki leysa núverandi umferðarvanda í borginni. Borgarlína eykur ekki flæði umferðarinnar. Borgarlína mun ekki minnka þann tafakostnað sem umferðin býr við í dag og talið er að kosti samfélagið yfir 50 milljarða á ári. Leiðin til að breyta borginni er ekki fólgin í meiriháttar skipulagsbreytingum sem tekur a.m.k. 15 ár að framkvæma. Breytingarnar eiga að gerast með eðlilegum hætti þannig að þær mæti nútíma- og framtíðar þörfum borgarinnar og geti þróast áfram. Þeim breytingum er hægt að ná fram án þess að beita þvingunum til að laga einn samgöngumáta á kostnað annars. Það gerum við með mun betri ljósastýringum, setja upp göngubrýr yfir stofnæðar, eða með undirgöngum og fækkum þannig ljósabúnaði fyrir gangandi vegfarendur. Koma þarf fyrir mislægum gatnamótum á umferðamestu gatnamótununum og tryggja þannig óhindrað flæði umferðar án tafa. Með þeim hætti bætum við flæði umferðarinnar, aukum öryggi og lágmörkum tafatíma með framkæmdakostnaði sem er brot af því sem þung borgarlína kostar. Miðflokkurinn vill beita sér fyrir því að stuðla að frelsi einstaklinga, þannig að allir geti valið sér þann samgöngumáta sem hentar hverjum og einum. Útilokum ekki eða takmörkum neinn samgöngumáta. Höfundur er oddviti Miðflokksins til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ómar Már Jónsson Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Miðvikudaginn 13. apríl sl. var oddvitum til borgarstjórnar boðið á fund hjá Samtökunum um bíllausan lífsstíl. Ég er stuðningsmaður þeirra samtaka vegna þess að borgin á að beita sér fyrir samgöngum fyrir alla, líka þá sem vilja lifa lífinu án bíla. Á fundinum flysjaði Gísli Marteinn börkinn utan af oddvitunum í samgöngumálum þannig að ekkert stóð eftir nema, já eða nei, með eða á móti. Athyglisvert var að heyra Hildi Björnsdóttir, oddvita Sjálfstæðisflokksins svara því til, þegar afdráttarlaus svars var krafist af Gísla Marteini um hvort oddvitarnir væru með, eða á móti borgarlínu. Hildur svaraði orðrétt: „Við styðjum borgarlínu, en viljum ekki útvatnaða útgáfu.” X-D ætlar sér þannig að styðja við stefnu borgarstjóra um að halda áfram á þeirri vegferð að þröngva þungri borgarlínu inn í borgina. Afstaða Hildar er athyglisverð vegna þess að á heimasíðu X-D má sjá samþykkt í samgöngumálum frá 26. febrúar sl. þar sem segir: ,,Sjálfstæðisflokkurinn er fylgjandi verulega bætum almenningssamgöngum, en leggur áherslu á að borgarlína þrengi ekki að notkun annarra bifreiða.” Þeir sem hafa kynnt sér út á hvað borgarlínan gengur vita að það er eitt af megin markmiðum hennar að fækka akreinum m.a. á Suðurlandsbraut, Miklubraut og Háaleitisbraut. Borgarlínan gengur hreinlega út á að þrengja að einka- og deilibílum, þ.e. taka meira pláss fyrir almenningsvagna á kostnað annarra bifreiða. Stefna Miðflokksins er skýr þegar kemur að samgöngum fyrir alla. Enga borgarlínu. Borgarlína mun ekki leysa núverandi umferðarvanda í borginni. Borgarlína eykur ekki flæði umferðarinnar. Borgarlína mun ekki minnka þann tafakostnað sem umferðin býr við í dag og talið er að kosti samfélagið yfir 50 milljarða á ári. Leiðin til að breyta borginni er ekki fólgin í meiriháttar skipulagsbreytingum sem tekur a.m.k. 15 ár að framkvæma. Breytingarnar eiga að gerast með eðlilegum hætti þannig að þær mæti nútíma- og framtíðar þörfum borgarinnar og geti þróast áfram. Þeim breytingum er hægt að ná fram án þess að beita þvingunum til að laga einn samgöngumáta á kostnað annars. Það gerum við með mun betri ljósastýringum, setja upp göngubrýr yfir stofnæðar, eða með undirgöngum og fækkum þannig ljósabúnaði fyrir gangandi vegfarendur. Koma þarf fyrir mislægum gatnamótum á umferðamestu gatnamótununum og tryggja þannig óhindrað flæði umferðar án tafa. Með þeim hætti bætum við flæði umferðarinnar, aukum öryggi og lágmörkum tafatíma með framkæmdakostnaði sem er brot af því sem þung borgarlína kostar. Miðflokkurinn vill beita sér fyrir því að stuðla að frelsi einstaklinga, þannig að allir geti valið sér þann samgöngumáta sem hentar hverjum og einum. Útilokum ekki eða takmörkum neinn samgöngumáta. Höfundur er oddviti Miðflokksins til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar