Lýðræðisseggurinn Þórarinn Hjartarson skrifar 16. apríl 2022 11:01 Það var ekki hægt að gera ráð fyrir því að allir yrðu sáttir við umboð okkar lýðræðislega kjörna leiðtoga. En eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að efast um ágæti þeirra aðgerða sem hann ræðst í. Allt sem leiðtoginn ákveður er í þökk þeirra sem kusu hann. Andlýðræðislegum öflum hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarna daga. Þessi öfl reyna að telja almenningi trú um að þau séu hlynnt lýðræðislegu stjórnskipulagi en þegar á hólminn er komið virðast þau einungis tilbúin að viðurkenna slíkt þegar það hentar þeirra hagsmunum. Nú eru uppi háværar raddir um að starfsmenn Eflingar eigi rétt á að halda sínu starfi þrátt fyrir að eftir þeirra framlagi sé ekki lengur óskað af nýrri lýðræðislega kjörinni forystu. Grátbroslegt. Líkt og ofdekraður krakki á Arnarnesi, bíðandi eftir þátttökuverðlaunum, kvarta þessir starfsmenn sáran yfir því að hafa tapað. Starfsmenn sem hafa áorkað lítið annað en að standa í vegi fyrir réttindabaráttu þeirra lægstsettu gegn þóknun sem ómögulegt er að réttlæta. Lýðræðislega getur enginn gert tilkall til þess að standa í vegi fyrir Sólveigu Önnu. Það getur enginn efast um ágæti hennar aðgerða næstu árin. Umboðið er skýrt. Þar að auki er hún eina von þeirra sem strita allan ársins hring fyrir ómannsæmandi launum sem hún ein getur leiðrétt. Nú skipast fyrrum vinir hins óvéfengjanlega leiðtoga í röð til þess að stinga hana í bakið. Við þessu mátti búast. Öfl auðvaldsins leynast víða og slóttugir skósveinar kapítalismans reyna að þagga niður rödd þess leiðtoga sem talar máli hinna verst settu. Nú kemur í ljós hverjir eru tilbúnir að standa við bakið á hinum útvalda og hverjir ekki. Frjálslynt miðjufólk í kommentakerfum reynist þý kapítalismans þegar á reynir og reiðubúið að kasta láglaunafólki fyrir rútuna. Án Sólveigar mun verkafólk þurfa að snúa aftur til hinna mannfjandsamlegu myrku áratuga nýfrjálshyggjunnar sem vó svo herfilega að réttindabaráttu þess. Vinnuframlag þeirra sem alla jafna lepja dauðan úr skel mun líkjast sölu Íslandsbanka þar sem blóðþyrstir kapítalistar keppast um að níða einstæðar mæður í brauðröðum. Það kom skýrt fram í stefnuskrá B-listans hvað myndi eiga sér stað ef þau fengju umboð til þess að breyta skipulagsferlum til hins betra. Það er nauðsynleg forsenda fyrir því að hefja baráttuna fyrir næstu kjarasamninga. Fyrirtæki sem munu vísa til þessa athæfis sem hræsni í sínum hópuppsögnum geta gert það að vild. Leiðtoginn mun, í krafti fjöldans, sýna því rauðan hnefann. Höfundur er stjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það var ekki hægt að gera ráð fyrir því að allir yrðu sáttir við umboð okkar lýðræðislega kjörna leiðtoga. En eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að efast um ágæti þeirra aðgerða sem hann ræðst í. Allt sem leiðtoginn ákveður er í þökk þeirra sem kusu hann. Andlýðræðislegum öflum hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarna daga. Þessi öfl reyna að telja almenningi trú um að þau séu hlynnt lýðræðislegu stjórnskipulagi en þegar á hólminn er komið virðast þau einungis tilbúin að viðurkenna slíkt þegar það hentar þeirra hagsmunum. Nú eru uppi háværar raddir um að starfsmenn Eflingar eigi rétt á að halda sínu starfi þrátt fyrir að eftir þeirra framlagi sé ekki lengur óskað af nýrri lýðræðislega kjörinni forystu. Grátbroslegt. Líkt og ofdekraður krakki á Arnarnesi, bíðandi eftir þátttökuverðlaunum, kvarta þessir starfsmenn sáran yfir því að hafa tapað. Starfsmenn sem hafa áorkað lítið annað en að standa í vegi fyrir réttindabaráttu þeirra lægstsettu gegn þóknun sem ómögulegt er að réttlæta. Lýðræðislega getur enginn gert tilkall til þess að standa í vegi fyrir Sólveigu Önnu. Það getur enginn efast um ágæti hennar aðgerða næstu árin. Umboðið er skýrt. Þar að auki er hún eina von þeirra sem strita allan ársins hring fyrir ómannsæmandi launum sem hún ein getur leiðrétt. Nú skipast fyrrum vinir hins óvéfengjanlega leiðtoga í röð til þess að stinga hana í bakið. Við þessu mátti búast. Öfl auðvaldsins leynast víða og slóttugir skósveinar kapítalismans reyna að þagga niður rödd þess leiðtoga sem talar máli hinna verst settu. Nú kemur í ljós hverjir eru tilbúnir að standa við bakið á hinum útvalda og hverjir ekki. Frjálslynt miðjufólk í kommentakerfum reynist þý kapítalismans þegar á reynir og reiðubúið að kasta láglaunafólki fyrir rútuna. Án Sólveigar mun verkafólk þurfa að snúa aftur til hinna mannfjandsamlegu myrku áratuga nýfrjálshyggjunnar sem vó svo herfilega að réttindabaráttu þess. Vinnuframlag þeirra sem alla jafna lepja dauðan úr skel mun líkjast sölu Íslandsbanka þar sem blóðþyrstir kapítalistar keppast um að níða einstæðar mæður í brauðröðum. Það kom skýrt fram í stefnuskrá B-listans hvað myndi eiga sér stað ef þau fengju umboð til þess að breyta skipulagsferlum til hins betra. Það er nauðsynleg forsenda fyrir því að hefja baráttuna fyrir næstu kjarasamninga. Fyrirtæki sem munu vísa til þessa athæfis sem hræsni í sínum hópuppsögnum geta gert það að vild. Leiðtoginn mun, í krafti fjöldans, sýna því rauðan hnefann. Höfundur er stjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar