Stjórna félagsmenn Eflingu? Óskar Steinn Gestsson skrifar 16. apríl 2022 15:01 Fyrir 25 árum breyttist stéttarfélagið mitt Dagsbrún í Eflingu og í 20 ár heyrði ég hvorki né sá af því. Ég vissi ekki einu sinni hvar það var til húsa – fyrr en að Sólveig Anna Jónsdóttir vann formannskosningu árið 2018 og tók við völdum. Þegar hún fór að velta við steinum þá kom ýmislegt í ljós, til dæmis fjármálastjóri sem samdi um veisluþjónustu undir borðið við sambýlismann sinn, óeðlilega háar greiðslur til tölvufyrirtækisins Init sem var á mála hjá lífeyrissjóði félagsmanna og fleira í þeim dúr. Þá rak Sólveig sig á að margir innan skrifstofu Eflingar höfðu engan áhuga á að starfa með henni. Fólkið á skrifstofunni hafði fengið að eiga félagið í áratugi, alveg þangað til að við félagsmenn kusum okkur formann. En skrifstofufólkið var ekki tilbúið að veita lýðræðislega kjörnum formanni völd og vann kerfisbundið gegn henni og B-listanum. Þetta gekk svo langt að einn karlkyns starfsmaður hótaði að fara heim til hennar og beita hana ofbeldi, sagðist hafa komist upp með slíkt ofbeldi áður og ætti ekki í vandræðum með að beita því aftur. Vegna stöðugrar andstöðu og undirróðurs þá sagði Sólveig af sér sem formaður haustið 2021. Hún bauð sig svo fram að nýju til formanns og fékk endurnýjað umboð félagsmanna með hreinum meirihluta í kosningum. Því miður þá dugði það ekki til. Á aðalfundi Eflingar þann 8. apríl síðastliðinn mætti henni aftur hatur og vanvirðing. Henni var ekki óskað til hamingju og ekki var gert ráð fyrir ávarpi nýs formanns á dagskránni. Ég hef aldrei orðið vitni að jafn ógeðslegri framkomu og jafn miklu virðingaleysi gagnvart vilja okkar félagsmanna eins og þetta kvöld. Starfsfólkið ætlaði að halda stríðinu við félagsmenn áfram. Nú standa yfir skipulagsbreytingar, breytingar sem fela í sér að úreltum og stórskringilegum ráðningarkjörum er sagt upp en allir starfsmenn hvattir til að sækja um störf að nýju. Ég sé ekkert athugavert við þessar breytingar og hvernig að þeim er staðið. Augljós vandamál hafa plagað innra starf skrifstofunnar síðan 2018 og á þeim er nauðsynlegt að taka. Starfsfólk Eflingar á að þjónusta okkur félagsmenn á þeim forsendum sem stjórn félagsins ákveður en ekki að reka eigin stefnu, hvorki í rekstrarmálum félagsins né í pólitík útávið. Til þess hafa þau einfaldlega ekki umboð. Höfundur er félagi í Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Fyrir 25 árum breyttist stéttarfélagið mitt Dagsbrún í Eflingu og í 20 ár heyrði ég hvorki né sá af því. Ég vissi ekki einu sinni hvar það var til húsa – fyrr en að Sólveig Anna Jónsdóttir vann formannskosningu árið 2018 og tók við völdum. Þegar hún fór að velta við steinum þá kom ýmislegt í ljós, til dæmis fjármálastjóri sem samdi um veisluþjónustu undir borðið við sambýlismann sinn, óeðlilega háar greiðslur til tölvufyrirtækisins Init sem var á mála hjá lífeyrissjóði félagsmanna og fleira í þeim dúr. Þá rak Sólveig sig á að margir innan skrifstofu Eflingar höfðu engan áhuga á að starfa með henni. Fólkið á skrifstofunni hafði fengið að eiga félagið í áratugi, alveg þangað til að við félagsmenn kusum okkur formann. En skrifstofufólkið var ekki tilbúið að veita lýðræðislega kjörnum formanni völd og vann kerfisbundið gegn henni og B-listanum. Þetta gekk svo langt að einn karlkyns starfsmaður hótaði að fara heim til hennar og beita hana ofbeldi, sagðist hafa komist upp með slíkt ofbeldi áður og ætti ekki í vandræðum með að beita því aftur. Vegna stöðugrar andstöðu og undirróðurs þá sagði Sólveig af sér sem formaður haustið 2021. Hún bauð sig svo fram að nýju til formanns og fékk endurnýjað umboð félagsmanna með hreinum meirihluta í kosningum. Því miður þá dugði það ekki til. Á aðalfundi Eflingar þann 8. apríl síðastliðinn mætti henni aftur hatur og vanvirðing. Henni var ekki óskað til hamingju og ekki var gert ráð fyrir ávarpi nýs formanns á dagskránni. Ég hef aldrei orðið vitni að jafn ógeðslegri framkomu og jafn miklu virðingaleysi gagnvart vilja okkar félagsmanna eins og þetta kvöld. Starfsfólkið ætlaði að halda stríðinu við félagsmenn áfram. Nú standa yfir skipulagsbreytingar, breytingar sem fela í sér að úreltum og stórskringilegum ráðningarkjörum er sagt upp en allir starfsmenn hvattir til að sækja um störf að nýju. Ég sé ekkert athugavert við þessar breytingar og hvernig að þeim er staðið. Augljós vandamál hafa plagað innra starf skrifstofunnar síðan 2018 og á þeim er nauðsynlegt að taka. Starfsfólk Eflingar á að þjónusta okkur félagsmenn á þeim forsendum sem stjórn félagsins ákveður en ekki að reka eigin stefnu, hvorki í rekstrarmálum félagsins né í pólitík útávið. Til þess hafa þau einfaldlega ekki umboð. Höfundur er félagi í Eflingu.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun