Tímaþjófurinn í borginni! Ómar Már Jónsson skrifar 16. apríl 2022 16:01 Virtir hagfræðingar hafa reiknað út að kostnaður höfuðborgarbúa af umferðatöfum í borginni sé yfir 50 milljarðar kr. á ári fyrir höfuðborgarbúa. Ef við dreifum þeim kostnaði á alla íbúa höfuðborgarsvæðisins, sem eru eldri en 18 ára, samsvarar það rúmum 320 þúsund krónum á mann á ári. Nær engar úrbætur hafa verið gerðar af borgarstjórn síðustu áratugi á samgöngum í Reykjavík og er staðan óbærileg þegar kemur að flæði umferðar og umferðaröryggi. Vill fólk ekki fremur eyða þeim tafa fjármunum og tíma til að gera eitthvað skemmtilegt með sínum nánustu? Væri þeim tíma og peningum ekki betur varið í góðar utanlandsferðir en að eyða að óþörfu í umferðartafir? Ég get tekið dæmi úr mínu lífi.Ég og fjölskyldan mín búum í Seljahverfi og dóttir mín stundar nám við Háskóla Reykjavíkur. Hún notar eigin bíl í skólann og ég spurði hana af hverju hún noti ekki strætó í skólann. Hún segir: Ef ég nota strætó tekur það mig 45 mín að fara aðra leiðina, samtals 1,5 klst. á dag. Ef ég nota bílinn minn, þá tekur það mig 15 mín. hvora leið, samtals 30 mín. Hún sparar semsagt um 20 klukkutíma á mánuði með því að nota sinn eigin bíl. Ég spurði hana, en ef það væri frítt í strætó, myndirðu þá ekki nota hann? Svarið var nei, tíminn minn er dýrmætari en það. Borgarlínan umtalaða er ekki að fara að stytta ferðatíma dóttur minnar. Samgöngusáttmálin sem undirritaður var 26. september 2019 gengur út á greiðari samgöngur, fjölbreyttari ferðamáta og aukið umferðaröryggi. Athyglisvert er að í sáttmálanum var talað um að hefjast strax handa við betri umferðarstýringu, þ.e. árið 2019: ,,Ráðist verður strax í markvissar aðgerðir til að nýta nýjar tæknilausnir og bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu í takt við markmið samkomulagsins“. Nú eru liðin tæp þrjú ár síðan ofangreint var samþykkt. Enn í dag bólar ekkert á þeim mikilvæga þætti samkomulagsins sem er ótvírætt ein besta forvörnin til að tryggja öryggi, fækka slysum, bæta umferðarflæði og minnka tafatíma í umferðinni. Stöðugt meiri og lengri tafir í samgöngum eru lífsgæðaskerðing sem er þröngvað upp á höfuðborgarbúa vegna vanefnda meirihlutans í borginni. Að þessu leyti er borgarmeirihlutinn enn og aftur að falla á prófinu um að gera samgöngur í borginni betri. Miðflokkurinn mun beita sér fyrir því að bæta umferðarflæði, stytta tafatíma og fækka slysum á götum borgarinnar. Hættum að tafsa, setjum X við M og látum brýn verkefni í framkvæmd. Höfundur er oddviti X-M til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ómar Már Jónsson Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Virtir hagfræðingar hafa reiknað út að kostnaður höfuðborgarbúa af umferðatöfum í borginni sé yfir 50 milljarðar kr. á ári fyrir höfuðborgarbúa. Ef við dreifum þeim kostnaði á alla íbúa höfuðborgarsvæðisins, sem eru eldri en 18 ára, samsvarar það rúmum 320 þúsund krónum á mann á ári. Nær engar úrbætur hafa verið gerðar af borgarstjórn síðustu áratugi á samgöngum í Reykjavík og er staðan óbærileg þegar kemur að flæði umferðar og umferðaröryggi. Vill fólk ekki fremur eyða þeim tafa fjármunum og tíma til að gera eitthvað skemmtilegt með sínum nánustu? Væri þeim tíma og peningum ekki betur varið í góðar utanlandsferðir en að eyða að óþörfu í umferðartafir? Ég get tekið dæmi úr mínu lífi.Ég og fjölskyldan mín búum í Seljahverfi og dóttir mín stundar nám við Háskóla Reykjavíkur. Hún notar eigin bíl í skólann og ég spurði hana af hverju hún noti ekki strætó í skólann. Hún segir: Ef ég nota strætó tekur það mig 45 mín að fara aðra leiðina, samtals 1,5 klst. á dag. Ef ég nota bílinn minn, þá tekur það mig 15 mín. hvora leið, samtals 30 mín. Hún sparar semsagt um 20 klukkutíma á mánuði með því að nota sinn eigin bíl. Ég spurði hana, en ef það væri frítt í strætó, myndirðu þá ekki nota hann? Svarið var nei, tíminn minn er dýrmætari en það. Borgarlínan umtalaða er ekki að fara að stytta ferðatíma dóttur minnar. Samgöngusáttmálin sem undirritaður var 26. september 2019 gengur út á greiðari samgöngur, fjölbreyttari ferðamáta og aukið umferðaröryggi. Athyglisvert er að í sáttmálanum var talað um að hefjast strax handa við betri umferðarstýringu, þ.e. árið 2019: ,,Ráðist verður strax í markvissar aðgerðir til að nýta nýjar tæknilausnir og bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu í takt við markmið samkomulagsins“. Nú eru liðin tæp þrjú ár síðan ofangreint var samþykkt. Enn í dag bólar ekkert á þeim mikilvæga þætti samkomulagsins sem er ótvírætt ein besta forvörnin til að tryggja öryggi, fækka slysum, bæta umferðarflæði og minnka tafatíma í umferðinni. Stöðugt meiri og lengri tafir í samgöngum eru lífsgæðaskerðing sem er þröngvað upp á höfuðborgarbúa vegna vanefnda meirihlutans í borginni. Að þessu leyti er borgarmeirihlutinn enn og aftur að falla á prófinu um að gera samgöngur í borginni betri. Miðflokkurinn mun beita sér fyrir því að bæta umferðarflæði, stytta tafatíma og fækka slysum á götum borgarinnar. Hættum að tafsa, setjum X við M og látum brýn verkefni í framkvæmd. Höfundur er oddviti X-M til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun