Manstu fyrsta starfið? Ásta Kristín Guðmundsdóttir og Anna Sigríður Hafliðadóttir skrifa 17. apríl 2022 08:00 Þú manst líklega vel eftir þinni fyrstu vinnu og þeim fjölbreyttu tilfinningum sem henni fylgdi. Í bleiklituðum baksýnisspegli ungdómsins rifjast fljótlega upp hversu stór hluti félagslegi parturinn var af vinnunni. Vinnufélagarnir skipta okkur nefnilega máli. Oft myndast svo góður vinskapur milli fólks að vinskapurinn lifir áfram, jafnvel þegar fólk skiptir um vinnustað. Það að vinna, eiga félaga, borga skatta og gefa til samfélagsins, skiptir okkur miklu máli. Öll viljum við tilheyra. Leiðandi sveitarfélög Vinstri græn í Kópavogi vilja að sveitarfélögin verði leiðandi í atvinnuþátttöku fólks með skerta vinnugetu. Það er ennþá þannig að stór hluti öryrkja fær ekki tækifæri til að fara á vinnumarkaðinn. Hér á landi eru flest störf 100% stöður en margir einstaklingar geta ekki unnið fulla vinnu. Þessir einstaklingar vilja ekkert síður leggja sitt af mörkum. Sveitarfélögin geta boðið upp á hlutastörf og sveigjanleg störf, jafnt á við 100% störf. Það sem til þarf er breyting á þeirri hugsun Íslendinga að vinna sé eingöngu vinna ef um 100% vinnu er að ræða. Stór hluti öryrkja vill og getur unnið en þeim er ekki mætt þar sem þau eru. Þar missir atvinnulífið og samfélagið allt, af miklum mannauði og góðum vinnufélögum. Sveitarfélög ættu að geta boðið upp á margskonar hlutastörf sem henta þessum fjölbreytta hópi fólks, til að mynda í skólum, leikskólum, hjúkrunarheimilum, eða á öðrum starfsstöðvum. Gangi sveitarfélög á undan með góðu fordæmi verður vonandi stutt í að almenni vinnumarkaðurinn sjái hag sinn í að vera með fleiri og fjölbreyttari störf fyrir þennan fjölbreytta hóp einstaklinga. Kjarabætur stéttarfélaganna Það er líka vert er að hafa í huga þær kjarabætur sem fólk á vinnumarkaði vinnur sér inn hjá sínum stéttarfélögunum. Öryrkjar hafa engin stéttarfélög til að leita til, eins og þau okkar sem erum á vinnumarkaði. Þar af leiðandi geta öryrkjar ekki leigt sér sumarbústaði né sótt endurgreiðslur fyrir ýmsum ívilnunum eins og að sækja námskeið eða ráðstefnur til að auka við þekkingu sína eða stunda nám, og verða því af miklu. Það mætti líka skoða að stofna félag fyrir þau sem eru á örorku en geta ekki unnið. Þar gætu þau sótt um ljúfa viku í sumarbústað eða sóst eftir endurgreiðslu fyrir námi, endurmenntun eða ráðstefnum til að bæta við sína þekkingu. Frekari breytingar þarf til – höldum dampi Núverandi kerfi gerir öryrkjum erfitt fyrir að stunda vinnu. Bætur þeirra skerðast 65 aura á móti krónu. Þar af leiðandi getur það komið verr út fyrir einstaklinga á örorkubótum að reyna að vinna með. Fari einstaklingur yfir ákveðin mörk getur hann þurft að endurgreiða ansi háa fjárhæð til baka sem getur leitt til mikillar fátæktar sem getur orðið erfitt að komast upp úr. Við vitum að margt er í bígerð í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu í málefnum öryrkja og að nú þegar hefur mikið áunnist. Ráðherra er byrjaður að breyta og bæta flókið og margslungið örorkukerfið. Börn örorkulífeyrisþega geta nú búið heima og verið í námi til 26 ára aldurs án þess að skerða bætur foreldris/foreldra án kröfunnar um 100% nám. Ráðherra hefur brugðist við dómi Hæstaréttar um greiðslur til örorkulífeyrisþega byggða á búsetu hér á landi með reglugerðabreytingum. Vinnan við leiðréttingu til þeirra sem fengu lægri greiðslur byggðar á lengd búsetu á Íslandi er einnig hafin. Við viljum sjá frekari breytingar, er varða atvinnumöguleika öryrkja, koma í gagnið sem allra fyrst. Einföldum kerfið svo öryrkjar eigi auðveldara með að stunda vinnu, eignast vinnufélaga, nýja vini til frambúðar, og fái að tilheyra að vild. Við skorum á félagsmálayfirvöld, í samvinnu við ráðuneyti félags og vinnumarkaðs, að beita sér sérstaklega á þessum vettvangi. Lagabreytingar þurfa að líta dagsins ljós sem fyrst, en vilji sveitarfélaganna skiptir líka mjög miklu. Við eigum öll að fá tækifæri til að vinna eftir getu og sveitarfélögin eiga að sækjast eftir vinnuframlagi þeirra sem hafa skerta starfsgetu. Ásta Kristín Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi, formaður VG í Kópavogi og skipar 2. sæti á lista VG í Kópavogi. Anna Sigríður Hafliðadóttir, markaðssérfræðingur og skipar 3. sæti á lista VG í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þú manst líklega vel eftir þinni fyrstu vinnu og þeim fjölbreyttu tilfinningum sem henni fylgdi. Í bleiklituðum baksýnisspegli ungdómsins rifjast fljótlega upp hversu stór hluti félagslegi parturinn var af vinnunni. Vinnufélagarnir skipta okkur nefnilega máli. Oft myndast svo góður vinskapur milli fólks að vinskapurinn lifir áfram, jafnvel þegar fólk skiptir um vinnustað. Það að vinna, eiga félaga, borga skatta og gefa til samfélagsins, skiptir okkur miklu máli. Öll viljum við tilheyra. Leiðandi sveitarfélög Vinstri græn í Kópavogi vilja að sveitarfélögin verði leiðandi í atvinnuþátttöku fólks með skerta vinnugetu. Það er ennþá þannig að stór hluti öryrkja fær ekki tækifæri til að fara á vinnumarkaðinn. Hér á landi eru flest störf 100% stöður en margir einstaklingar geta ekki unnið fulla vinnu. Þessir einstaklingar vilja ekkert síður leggja sitt af mörkum. Sveitarfélögin geta boðið upp á hlutastörf og sveigjanleg störf, jafnt á við 100% störf. Það sem til þarf er breyting á þeirri hugsun Íslendinga að vinna sé eingöngu vinna ef um 100% vinnu er að ræða. Stór hluti öryrkja vill og getur unnið en þeim er ekki mætt þar sem þau eru. Þar missir atvinnulífið og samfélagið allt, af miklum mannauði og góðum vinnufélögum. Sveitarfélög ættu að geta boðið upp á margskonar hlutastörf sem henta þessum fjölbreytta hópi fólks, til að mynda í skólum, leikskólum, hjúkrunarheimilum, eða á öðrum starfsstöðvum. Gangi sveitarfélög á undan með góðu fordæmi verður vonandi stutt í að almenni vinnumarkaðurinn sjái hag sinn í að vera með fleiri og fjölbreyttari störf fyrir þennan fjölbreytta hóp einstaklinga. Kjarabætur stéttarfélaganna Það er líka vert er að hafa í huga þær kjarabætur sem fólk á vinnumarkaði vinnur sér inn hjá sínum stéttarfélögunum. Öryrkjar hafa engin stéttarfélög til að leita til, eins og þau okkar sem erum á vinnumarkaði. Þar af leiðandi geta öryrkjar ekki leigt sér sumarbústaði né sótt endurgreiðslur fyrir ýmsum ívilnunum eins og að sækja námskeið eða ráðstefnur til að auka við þekkingu sína eða stunda nám, og verða því af miklu. Það mætti líka skoða að stofna félag fyrir þau sem eru á örorku en geta ekki unnið. Þar gætu þau sótt um ljúfa viku í sumarbústað eða sóst eftir endurgreiðslu fyrir námi, endurmenntun eða ráðstefnum til að bæta við sína þekkingu. Frekari breytingar þarf til – höldum dampi Núverandi kerfi gerir öryrkjum erfitt fyrir að stunda vinnu. Bætur þeirra skerðast 65 aura á móti krónu. Þar af leiðandi getur það komið verr út fyrir einstaklinga á örorkubótum að reyna að vinna með. Fari einstaklingur yfir ákveðin mörk getur hann þurft að endurgreiða ansi háa fjárhæð til baka sem getur leitt til mikillar fátæktar sem getur orðið erfitt að komast upp úr. Við vitum að margt er í bígerð í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu í málefnum öryrkja og að nú þegar hefur mikið áunnist. Ráðherra er byrjaður að breyta og bæta flókið og margslungið örorkukerfið. Börn örorkulífeyrisþega geta nú búið heima og verið í námi til 26 ára aldurs án þess að skerða bætur foreldris/foreldra án kröfunnar um 100% nám. Ráðherra hefur brugðist við dómi Hæstaréttar um greiðslur til örorkulífeyrisþega byggða á búsetu hér á landi með reglugerðabreytingum. Vinnan við leiðréttingu til þeirra sem fengu lægri greiðslur byggðar á lengd búsetu á Íslandi er einnig hafin. Við viljum sjá frekari breytingar, er varða atvinnumöguleika öryrkja, koma í gagnið sem allra fyrst. Einföldum kerfið svo öryrkjar eigi auðveldara með að stunda vinnu, eignast vinnufélaga, nýja vini til frambúðar, og fái að tilheyra að vild. Við skorum á félagsmálayfirvöld, í samvinnu við ráðuneyti félags og vinnumarkaðs, að beita sér sérstaklega á þessum vettvangi. Lagabreytingar þurfa að líta dagsins ljós sem fyrst, en vilji sveitarfélaganna skiptir líka mjög miklu. Við eigum öll að fá tækifæri til að vinna eftir getu og sveitarfélögin eiga að sækjast eftir vinnuframlagi þeirra sem hafa skerta starfsgetu. Ásta Kristín Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi, formaður VG í Kópavogi og skipar 2. sæti á lista VG í Kópavogi. Anna Sigríður Hafliðadóttir, markaðssérfræðingur og skipar 3. sæti á lista VG í Kópavogi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun