Þjóðarhöll eða þjóðarskömm? Árni Stefán Guðjónsson skrifar 17. apríl 2022 15:00 Það var sannarlega frábært að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu í handbolta vinna sigur á Austurríki í gær. Sigurinn þýðir það að liðið er á leiðinni á enn eitt stórmótið í janúar og þar ætla menn sér stóra hluti, líkt og alltaf. En á sama tíma var það sorglegt að Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari, þyrfti að nýta augnablikið í sigurreifu viðtali eftir leik til þess að ávíta stjórnvöld fyrir aðstöðuleysi landsliðsins. Landsleikurinn var nefnilega spilaður á Ásvöllum hér í Hafnarfirði fyrir framan 1.500 manns, en ekki í nútímalegri og vel útbúinni Þjóðarhöll sem rúmar á bilinu 5-9.000 áhorfendur. Þessi umræða er svo sannarlega ekki ný af nálinni, enda hefur Laugardalshöllin verið á undanþágu frá alþjóðasamböndum nánast jafn lengi og elstu menn muna. Nú þegar hefur körfuboltalandsliðið okkar þurft að spila „heimaleik“ á erlendri grundu og ef ekkert verður að gert, styttist í að handboltinn hljóti sömu örlög. Vandamálið snýr þó ekki eingöngu að A-landsliðunum okkar, því yngri landsliðin sem eru skipuð afreksfólki framtíðarinnar, þurfa líka á æfinga- og keppnisaðstöðu að halda. Í dag æfa liðin vítt og breitt í hinum ýmsu íþróttahúsum og þurfa ávallt að reiða sig á að þar sé að finna lausa tíma hjá íþróttafélögunum okkar, sem er að sjálfsögðu langt því frá að vera ákjósanleg staða. Íþróttamálin eru nú á sínu fimmta ári hjá Framsóknarflokknum í ráðuneyti. Á þeim tíma hefur svo sannarlega ekki skort fögru orðin. Ráðherrar hafa sagt málið vera á réttri leið, starfshópar hafa komið og farið og pólitískir aðstoðarmenn átt í viðræðum. En hér erum við í dag. Í nákvæmlega sömu stöðu og við vorum árið 2017 þegar núverandi ríkisstjórn tók við í fyrra sinn. Þremur dögum fyrir síðustu kosningar skrifuðu þrír núverandi ráðherrar, þau Ásmundur Einar Daðason, Lilja D. Alfreðsdóttir og Willum Þór Þórsson, grein á Vísi þar sem öllu fögru var lofað. Hún bar titilinn „Þjóðarhöllin rísi“ og þar tjáði þríeykið okkur að nú lægi fyrir tillaga að byggingu Þjóðarhallar (sem mennta- og menningarmálaráðuneytið ætti heiðurinn að) og að: „Það blasir því við hver næstu skref eiga að vera; að hefjast handa við byggingu á nýrri þjóðarhöll sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur.“ Síðan þá eru liðnir tæpir 7 mánuðir og eina breytingin sem hefur orðið á stöðunni er sú að Reykjavíkurborg er að gefast upp á aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar, því þar stendur ekki á fólki að vera klárt í að henda sér í verkið. Ég veit það fyrir víst að framtíð íslenskra afreksíþrótta er björt, það sýna landsliðin okkar, yngri jafnt sem eldri, í hvert einasta sinn sem þau stíga fæti inn á keppnisvöllinn. En fyrir þessa þrjá ágætu ráðherra og ríkisstjórnina alla býður framtíðin upp á tvo afar skýra kosti: Þjóðarhöll eða þjóðarskömm. Ykkar, kæru vinir, er valið. Höfundur er handknattleiksþjálfari og skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Guðjónsson Ný þjóðarhöll Handbolti Skipulag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Körfubolti Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Hafnarfjörður Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það var sannarlega frábært að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu í handbolta vinna sigur á Austurríki í gær. Sigurinn þýðir það að liðið er á leiðinni á enn eitt stórmótið í janúar og þar ætla menn sér stóra hluti, líkt og alltaf. En á sama tíma var það sorglegt að Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari, þyrfti að nýta augnablikið í sigurreifu viðtali eftir leik til þess að ávíta stjórnvöld fyrir aðstöðuleysi landsliðsins. Landsleikurinn var nefnilega spilaður á Ásvöllum hér í Hafnarfirði fyrir framan 1.500 manns, en ekki í nútímalegri og vel útbúinni Þjóðarhöll sem rúmar á bilinu 5-9.000 áhorfendur. Þessi umræða er svo sannarlega ekki ný af nálinni, enda hefur Laugardalshöllin verið á undanþágu frá alþjóðasamböndum nánast jafn lengi og elstu menn muna. Nú þegar hefur körfuboltalandsliðið okkar þurft að spila „heimaleik“ á erlendri grundu og ef ekkert verður að gert, styttist í að handboltinn hljóti sömu örlög. Vandamálið snýr þó ekki eingöngu að A-landsliðunum okkar, því yngri landsliðin sem eru skipuð afreksfólki framtíðarinnar, þurfa líka á æfinga- og keppnisaðstöðu að halda. Í dag æfa liðin vítt og breitt í hinum ýmsu íþróttahúsum og þurfa ávallt að reiða sig á að þar sé að finna lausa tíma hjá íþróttafélögunum okkar, sem er að sjálfsögðu langt því frá að vera ákjósanleg staða. Íþróttamálin eru nú á sínu fimmta ári hjá Framsóknarflokknum í ráðuneyti. Á þeim tíma hefur svo sannarlega ekki skort fögru orðin. Ráðherrar hafa sagt málið vera á réttri leið, starfshópar hafa komið og farið og pólitískir aðstoðarmenn átt í viðræðum. En hér erum við í dag. Í nákvæmlega sömu stöðu og við vorum árið 2017 þegar núverandi ríkisstjórn tók við í fyrra sinn. Þremur dögum fyrir síðustu kosningar skrifuðu þrír núverandi ráðherrar, þau Ásmundur Einar Daðason, Lilja D. Alfreðsdóttir og Willum Þór Þórsson, grein á Vísi þar sem öllu fögru var lofað. Hún bar titilinn „Þjóðarhöllin rísi“ og þar tjáði þríeykið okkur að nú lægi fyrir tillaga að byggingu Þjóðarhallar (sem mennta- og menningarmálaráðuneytið ætti heiðurinn að) og að: „Það blasir því við hver næstu skref eiga að vera; að hefjast handa við byggingu á nýrri þjóðarhöll sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur.“ Síðan þá eru liðnir tæpir 7 mánuðir og eina breytingin sem hefur orðið á stöðunni er sú að Reykjavíkurborg er að gefast upp á aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar, því þar stendur ekki á fólki að vera klárt í að henda sér í verkið. Ég veit það fyrir víst að framtíð íslenskra afreksíþrótta er björt, það sýna landsliðin okkar, yngri jafnt sem eldri, í hvert einasta sinn sem þau stíga fæti inn á keppnisvöllinn. En fyrir þessa þrjá ágætu ráðherra og ríkisstjórnina alla býður framtíðin upp á tvo afar skýra kosti: Þjóðarhöll eða þjóðarskömm. Ykkar, kæru vinir, er valið. Höfundur er handknattleiksþjálfari og skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði fyrir komandi sveitastjórnarkosningar.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar