Hefjum kröftuga uppbyggingu í Fjarðabyggð Theodór Elvar Haraldsson skrifar 18. apríl 2022 10:31 Fjarðabyggð og íbúar þess þekkja vel til áskorana sem fylgja uppbyggingu og stórum fjárfestingum. Fjárfestar með atvinnuskapandi hugmyndir horfa til þess hve vel sveitarfélagið er í stakk búið til að mæta slíku. Sem sveitarfélag höfum við sýnt að við getum tekið á móti stórum verkefnum. Sveitarfélagið státar sig af kröftugu atvinnulífi sem blómstrar og verður sífellt fjölbreyttara. Stöðugt atvinnulíf Fjölbreytt atvinnulíf og sterkir lykilaðilar í stórum atvinnugreinum eru mikilvægir í að leita leiða til að hámarka virðiskeðju samfélags og skapa vettvang skapandi samtals. Víða hefur klasasamstarf atvinnulífs, íbúa og sveitarfélags leitt til uppbyggingar. Íbúar og atvinnulíf hafa séð tækifæri í þjónustu eða áframframleiðslu byggða á grunni sem fyrir er. Nýsköpunartækifæri leiða til enn fjölbreyttara atvinnulífs. Síðast en ekki síst skapast tækifæri til samtals á sem gerir okkur kleift að mæta áskorunum sem ein heild. Mikill húsnæðisvandi Húsnæðisskortur er helsti flöskuháls áframhaldandi atvinnuuppbyggingar í Fjarðabyggð. Illa gengur að fá vinnuafl og er húsnæðisskortur ein helsta orsök. Mikilvægt er að koma á samráðsvettvangi byggingaraðila, atvinnulífsins og sveitarfélagsins með það fyrir augum að hraða uppbyggingu. Sveitarfélagið þarf að vera leiðandi aðili í slíku samtali. Það getur jafnframt stuðlað að kröftugri uppbyggingu með stuðningsaðgerðum t.d. formi leiguskuldbindinga. Fjarðabyggð þarf að huga að nægt lóðaframboð sé í öllum byggðakjörnum og tryggja að komið verði til móts við þarfir byggingaraðila hverju sinni. Þá eru tækifæri fólgin í því að hefja samstarf um uppbyggingu íbúða fyrir 60 ára og eldri með þjónustuaðstöðu. Það eykur framboð fasteigna sem sitja fastar í eigu þess hóps sem vill minnka við sig en fær ekki húsnæði við hæfi. Samhliða allri uppbyggingu er nauðsynlegt að Fjarðabyggð styðji hana með samstilltu kynningar- og markaðsátaki til að styrkja ímynd sveitarfélagsins, kynna þau fjölbreyttu tækifæri sem það býður, lífsgæðin og allt það sem við höfum fram að færa. Hefjum sókn til framfara og styrkjum Fjarðabyggð. Það gerum við best með Sjálfstæðisflokknum í Fjarðabyggð. Höfundur er skipstjóri og skipar 17. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Fjarðabyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fjarðabyggð og íbúar þess þekkja vel til áskorana sem fylgja uppbyggingu og stórum fjárfestingum. Fjárfestar með atvinnuskapandi hugmyndir horfa til þess hve vel sveitarfélagið er í stakk búið til að mæta slíku. Sem sveitarfélag höfum við sýnt að við getum tekið á móti stórum verkefnum. Sveitarfélagið státar sig af kröftugu atvinnulífi sem blómstrar og verður sífellt fjölbreyttara. Stöðugt atvinnulíf Fjölbreytt atvinnulíf og sterkir lykilaðilar í stórum atvinnugreinum eru mikilvægir í að leita leiða til að hámarka virðiskeðju samfélags og skapa vettvang skapandi samtals. Víða hefur klasasamstarf atvinnulífs, íbúa og sveitarfélags leitt til uppbyggingar. Íbúar og atvinnulíf hafa séð tækifæri í þjónustu eða áframframleiðslu byggða á grunni sem fyrir er. Nýsköpunartækifæri leiða til enn fjölbreyttara atvinnulífs. Síðast en ekki síst skapast tækifæri til samtals á sem gerir okkur kleift að mæta áskorunum sem ein heild. Mikill húsnæðisvandi Húsnæðisskortur er helsti flöskuháls áframhaldandi atvinnuuppbyggingar í Fjarðabyggð. Illa gengur að fá vinnuafl og er húsnæðisskortur ein helsta orsök. Mikilvægt er að koma á samráðsvettvangi byggingaraðila, atvinnulífsins og sveitarfélagsins með það fyrir augum að hraða uppbyggingu. Sveitarfélagið þarf að vera leiðandi aðili í slíku samtali. Það getur jafnframt stuðlað að kröftugri uppbyggingu með stuðningsaðgerðum t.d. formi leiguskuldbindinga. Fjarðabyggð þarf að huga að nægt lóðaframboð sé í öllum byggðakjörnum og tryggja að komið verði til móts við þarfir byggingaraðila hverju sinni. Þá eru tækifæri fólgin í því að hefja samstarf um uppbyggingu íbúða fyrir 60 ára og eldri með þjónustuaðstöðu. Það eykur framboð fasteigna sem sitja fastar í eigu þess hóps sem vill minnka við sig en fær ekki húsnæði við hæfi. Samhliða allri uppbyggingu er nauðsynlegt að Fjarðabyggð styðji hana með samstilltu kynningar- og markaðsátaki til að styrkja ímynd sveitarfélagsins, kynna þau fjölbreyttu tækifæri sem það býður, lífsgæðin og allt það sem við höfum fram að færa. Hefjum sókn til framfara og styrkjum Fjarðabyggð. Það gerum við best með Sjálfstæðisflokknum í Fjarðabyggð. Höfundur er skipstjóri og skipar 17. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar