Framtíð Íslands: Loftlagsmál – samgöngur – sjálfbærni Björn Ármann Ólafsson skrifar 19. apríl 2022 11:30 Á hverju byggist framtíð íslands? Augljóslega er það nýting innlendrar orku til samgangna og framleiðslu.Undanfarin ár hefur farið fram hönnun og tilraunir með svo kallað „Hyperloop TT“ lestarkerfi bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Þetta kerfi keyrir á raforku, sem þýðir fyrir Ísland innlend orka og léttir á vegakerfinu sem þýðir að kostnaður við vegakerfið minnkar, gerir flug innanlands óþarft sem þýðir að mengun af flugi innanlands minnkar og styttir siglingu fraktskipa til Íslands þar sem siglt yrði stysta leið til landsins og vörunni sem kemur til landsins dreift með lestarkerfinu og útflutningsvörunni komið til útflutningshafnanna með lestarkerfinu. Hvað er Hyperloop lest? Það er lestarkerfi sem fer gegnum sérhannað rör. Fer með hraða allt upp í 1000 km/klst (í tilraunum hafa þeir komist upp í 1200km/klst á löngum strikbeinum köflum). Fer þar af leiðandi hraðar en flug og nýtist bæði til mannflutninga og frakt flutninga. Ítalir stefna á að taka í notkun svona lest fyrir Vetrar-ólumpíuleikana 2026. Það er þegar búið að gera áætlun um að setja upp Hyperloop leiðakerfi í Bandaríkjunum og Evrópu: Nú er tími til kominn fyrir okkur Íslendinga að við þróum okkur til framtíðar og hönnum Hyperloop lestarkerfi kringum Ísland. Við ferðumst milli staða á stuttum tíma og hættum að menga með rútum, flugvélum og flutningabílum. Við flytjum alla frakt sem kemur stystu leið til íslands. Frá Evrópu til Austfjarða og frá Ameríku til Reykjaness. Dreifum fraktinni um Ísland á fljótan og öruggan hátt. Vöruflutningar á þjóðvegum minnka verulega og við styttum dreifingartíma. Við munum komumst milli staða á Íslandi á styttri tíma, sem gerir heilbrigðisþjónustuna skilvirkari með að komast milli sjúkrahúsa og/eða sérfræðilækna á styttri tíma. Auk þess verður auðveldara að sækja ýmis konar þjónustu hvert sem er á landinu, þar sem við komumst að heiman og heim aftur á sama degi. Þessi uppbygging kallar á að fjárfestar komi að málinu og er því gullið tækifæri lífeyrissjóða til að fjárfesta í uppbyggingu innviða á Íslandi af þessari stærðargráðu. Rekstur þessa kerfis kemur líklega til með að verða mjög arðbær og atvinnuskapandi, ekki síst fyrir menntað fólk þar sem notuð er hátækni við lestun og losun . Kerfi fyrir frakt yrði á hleðslustöðum lestanna, sem byggði á vélmennum sem þurfa þjónustu menntaðs fólks og einstaklinga með margvíslega sérhæfingu. Kerfið verði hannað með sem beinustum línum eða langdregnum bogum. Lestunar og losunarstaðir verða ákveðnir miðað við hagkvæmustu möguleika til dreifingar. Kerfið yrði þannig að veður og vindar kæmu ekki til með að hafa áhrif á tíðni ferða. Þetta kerfi kæmi til með að auka sjálfbærni Íslands um langa framtíð. Höfundur er leiðsögumaður og skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Á hverju byggist framtíð íslands? Augljóslega er það nýting innlendrar orku til samgangna og framleiðslu.Undanfarin ár hefur farið fram hönnun og tilraunir með svo kallað „Hyperloop TT“ lestarkerfi bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Þetta kerfi keyrir á raforku, sem þýðir fyrir Ísland innlend orka og léttir á vegakerfinu sem þýðir að kostnaður við vegakerfið minnkar, gerir flug innanlands óþarft sem þýðir að mengun af flugi innanlands minnkar og styttir siglingu fraktskipa til Íslands þar sem siglt yrði stysta leið til landsins og vörunni sem kemur til landsins dreift með lestarkerfinu og útflutningsvörunni komið til útflutningshafnanna með lestarkerfinu. Hvað er Hyperloop lest? Það er lestarkerfi sem fer gegnum sérhannað rör. Fer með hraða allt upp í 1000 km/klst (í tilraunum hafa þeir komist upp í 1200km/klst á löngum strikbeinum köflum). Fer þar af leiðandi hraðar en flug og nýtist bæði til mannflutninga og frakt flutninga. Ítalir stefna á að taka í notkun svona lest fyrir Vetrar-ólumpíuleikana 2026. Það er þegar búið að gera áætlun um að setja upp Hyperloop leiðakerfi í Bandaríkjunum og Evrópu: Nú er tími til kominn fyrir okkur Íslendinga að við þróum okkur til framtíðar og hönnum Hyperloop lestarkerfi kringum Ísland. Við ferðumst milli staða á stuttum tíma og hættum að menga með rútum, flugvélum og flutningabílum. Við flytjum alla frakt sem kemur stystu leið til íslands. Frá Evrópu til Austfjarða og frá Ameríku til Reykjaness. Dreifum fraktinni um Ísland á fljótan og öruggan hátt. Vöruflutningar á þjóðvegum minnka verulega og við styttum dreifingartíma. Við munum komumst milli staða á Íslandi á styttri tíma, sem gerir heilbrigðisþjónustuna skilvirkari með að komast milli sjúkrahúsa og/eða sérfræðilækna á styttri tíma. Auk þess verður auðveldara að sækja ýmis konar þjónustu hvert sem er á landinu, þar sem við komumst að heiman og heim aftur á sama degi. Þessi uppbygging kallar á að fjárfestar komi að málinu og er því gullið tækifæri lífeyrissjóða til að fjárfesta í uppbyggingu innviða á Íslandi af þessari stærðargráðu. Rekstur þessa kerfis kemur líklega til með að verða mjög arðbær og atvinnuskapandi, ekki síst fyrir menntað fólk þar sem notuð er hátækni við lestun og losun . Kerfi fyrir frakt yrði á hleðslustöðum lestanna, sem byggði á vélmennum sem þurfa þjónustu menntaðs fólks og einstaklinga með margvíslega sérhæfingu. Kerfið verði hannað með sem beinustum línum eða langdregnum bogum. Lestunar og losunarstaðir verða ákveðnir miðað við hagkvæmustu möguleika til dreifingar. Kerfið yrði þannig að veður og vindar kæmu ekki til með að hafa áhrif á tíðni ferða. Þetta kerfi kæmi til með að auka sjálfbærni Íslands um langa framtíð. Höfundur er leiðsögumaður og skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Múlaþingi.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar