Bankasýslan krossfest Sigmar Guðmundsson skrifar 19. apríl 2022 13:30 Það er svolítið merkilegt að fylgjast með því hvernig ríkisstjórnin hefur varið páskahelginni. Stjórnarforystan hafði tíma til að velta hlutum fyrir sér þar sem síminn var á silent þegar fjölmiðlar hringdu ítrekað. Vikulegur þriðjudagsfundur ríkisstjórnarinnar flæktist heldur ekki fyrir því hann var einfaldlega ekki boðaður, rétt eins og ekkert sérstakt sé á seyði í samfélaginu. En eftir alla þessa páskaíhugun spratt upp einhver hugmyndabastarður sem fer í sögubækurnar sem sérkennilegasta smjörklípa stjórnmálasögunnar. Einni ríkisstofnun var útrýmt til að komast undan pólitískri ábyrgð. Á stjórnarheimilinu héldu menn það í fúlustu alvöru að um páskahelgina væri hægt að lauga fætur ráðherra á skírdegi, murka lífið úr krossfestri bankasýslu á föstudeginum langa, og að afleiðingin yrði sú að ríkisstjórnin myndi rísa upp frá dauðum á páskadag til þess eins að auglýsa útför bankasýslunnar í fréttatilkynningu á þriðjudag. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Allir glaðir? Nei, aldeilis ekki. Hvað sem mönnum finnst um Bankasýsluna þá þarf það að vera alveg á hreinu að hún starfar ekki í tómarúmi. Hún tók það ekki upp hjá sjálfri sér að selja banka. Hún ein ber ekki ábyrgð á því hvernig til tókst. Fram hefur komið að ráðherranefnd um efnahagsmál, skipuð forsætisráðherra, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra, var ekki einhuga um það hvernig átti að standa að sölunni. Viðskiptaráðherra sá það fyrir að fyrirkomulagið sem hún studdu sjálf í ríkisstjórn, myndi enda með skelfingu, og hefur kallað eftir pólitískri ábyrgð. Sú ábyrgð liggur að mestu hjá fjármálaráðherra, en auðvitað líka hjá ráðherranefndinni sem viðskiptaráðherra situr sjálfur í. Ef bankasýslan klúðraði, þá var það vegna þeirrar forskriftar sem fékkst frá ríkisstjórninni. Undan því verður ekki vikist. Sú staðreynd að hvorki fjármálaráðherra, forsætisráðherra, viðskiptaráðherra, né formaður Framsóknarflokksins, svöruðu ekki ítrekuðum beiðnum fjölmiðla um helgina segir heilmikla sögu um stöðuna á stjórnarheimilinu. Vandræðagangurinn er alger. Vantraustið á milli flokkanna algert. Enda er lærdómurinn af þessari bankasölu eftirfarandi: Framsóknarflokkurinn sá það fyrir, að eigin sögn, að salan yrði klúður en ákvað að upplýsa almenning ekki um það fyrr en eftir útboðið. Flokkurinn hefði sem sagt getað afstýrt slysinu en ákvað að gera það ekki. VG, vinstri sinnaðasti flokkurinn á þingi, er núna með það á afrekalistanum að hafa selt 50 milljarða þjóðareign með afslætti til stórkapítalista. Til að bregðast við gagnrýni úr eigin flokki er ríkisstofnun lögð niður, áður en rannsókn á þætti hennar í sölunni lýkur. Sjálfstæðisflokkurinn getur nú gumað sig af því að vera eini hægri flokkurinn í heiminum sem hefur afrekað það í miðju einkavæðingarferli að tryggja í sessi eignarhald ríkisins í banka. Þetta klúður verður nefnilega til þess að þessari ríkisstjórn verður ekki treyst fyrir frekari bankasölu í bráð. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Salan á Íslandsbanka Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Það er svolítið merkilegt að fylgjast með því hvernig ríkisstjórnin hefur varið páskahelginni. Stjórnarforystan hafði tíma til að velta hlutum fyrir sér þar sem síminn var á silent þegar fjölmiðlar hringdu ítrekað. Vikulegur þriðjudagsfundur ríkisstjórnarinnar flæktist heldur ekki fyrir því hann var einfaldlega ekki boðaður, rétt eins og ekkert sérstakt sé á seyði í samfélaginu. En eftir alla þessa páskaíhugun spratt upp einhver hugmyndabastarður sem fer í sögubækurnar sem sérkennilegasta smjörklípa stjórnmálasögunnar. Einni ríkisstofnun var útrýmt til að komast undan pólitískri ábyrgð. Á stjórnarheimilinu héldu menn það í fúlustu alvöru að um páskahelgina væri hægt að lauga fætur ráðherra á skírdegi, murka lífið úr krossfestri bankasýslu á föstudeginum langa, og að afleiðingin yrði sú að ríkisstjórnin myndi rísa upp frá dauðum á páskadag til þess eins að auglýsa útför bankasýslunnar í fréttatilkynningu á þriðjudag. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Allir glaðir? Nei, aldeilis ekki. Hvað sem mönnum finnst um Bankasýsluna þá þarf það að vera alveg á hreinu að hún starfar ekki í tómarúmi. Hún tók það ekki upp hjá sjálfri sér að selja banka. Hún ein ber ekki ábyrgð á því hvernig til tókst. Fram hefur komið að ráðherranefnd um efnahagsmál, skipuð forsætisráðherra, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra, var ekki einhuga um það hvernig átti að standa að sölunni. Viðskiptaráðherra sá það fyrir að fyrirkomulagið sem hún studdu sjálf í ríkisstjórn, myndi enda með skelfingu, og hefur kallað eftir pólitískri ábyrgð. Sú ábyrgð liggur að mestu hjá fjármálaráðherra, en auðvitað líka hjá ráðherranefndinni sem viðskiptaráðherra situr sjálfur í. Ef bankasýslan klúðraði, þá var það vegna þeirrar forskriftar sem fékkst frá ríkisstjórninni. Undan því verður ekki vikist. Sú staðreynd að hvorki fjármálaráðherra, forsætisráðherra, viðskiptaráðherra, né formaður Framsóknarflokksins, svöruðu ekki ítrekuðum beiðnum fjölmiðla um helgina segir heilmikla sögu um stöðuna á stjórnarheimilinu. Vandræðagangurinn er alger. Vantraustið á milli flokkanna algert. Enda er lærdómurinn af þessari bankasölu eftirfarandi: Framsóknarflokkurinn sá það fyrir, að eigin sögn, að salan yrði klúður en ákvað að upplýsa almenning ekki um það fyrr en eftir útboðið. Flokkurinn hefði sem sagt getað afstýrt slysinu en ákvað að gera það ekki. VG, vinstri sinnaðasti flokkurinn á þingi, er núna með það á afrekalistanum að hafa selt 50 milljarða þjóðareign með afslætti til stórkapítalista. Til að bregðast við gagnrýni úr eigin flokki er ríkisstofnun lögð niður, áður en rannsókn á þætti hennar í sölunni lýkur. Sjálfstæðisflokkurinn getur nú gumað sig af því að vera eini hægri flokkurinn í heiminum sem hefur afrekað það í miðju einkavæðingarferli að tryggja í sessi eignarhald ríkisins í banka. Þetta klúður verður nefnilega til þess að þessari ríkisstjórn verður ekki treyst fyrir frekari bankasölu í bráð. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar