Umfjöllun og viðtöl: Valur – ÍBV 2-1 | Verðskuldaður sigur Valsmanna Árni Konráð Árnason skrifar 19. apríl 2022 21:48 Valsmenn unnu góðan sigur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Valsmenn tóku á móti nýliðum ÍBV í blíðskaparveðri á Hlíðarenda í dag í afar fjörugum leik sem endaði 2-1, Valsmönnum í vil. Það tók Valsmenn einungis níu mínútur að skora fyrsta mark leiksins, en það gerði Guðmundur Andri Tryggvason. Bæði lið höfðu verið að þreifa fyrir sér og ekkert benti til þess að mark væri í uppsiglingu en Eyjamann gáfu Guðmundi einfaldlega frítt skot og allt of mikinn tíma við vítateig sinn. Guðmundur Andri þakkaði fyrir tímann með því að setja boltann þéttingfast í hægra hornið, 1-0 fyrir Val. Ljóst var að Eyjamenn ættu erfitt verk fyrir höndum sér. Lærisveinar Hermanns Hreiðarssonar gáfust þó ekki upp og sóttu áfram hátt á Valsmenn. Eyjamenn uppskáru hornspyrnu einungis fjórum mínútum síðar eða á 13. mínútu. Felix Örn tók hornspyrnuna sem að endaði beint á kollinum á Sigurði Arnari Magnússyni og gerði hann jöfnunarmark Eyjamanna, 1-1. Það var afar skemmtilegt að sjá að Eyjamenn gáfu vel mönnuðu Valsliði engan afslátt og dreif Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, sína menn sífellt hærra á völlinn með tilheyrandi veseni fyrir Valsmenn. Aftasta lína Valsmanna var í miklu óþarfa veseni fyrstu 30. mínúturnar þar sem að samskipta- og aðgerðarleysi virtist einkenna vörnina. Eyjamenn voru oft á tíðum hársbreidd frá því að nýta sér þetta en allt kom þó fyrir ekki. Fyrri hálfleikur var að öðru leyti nokkuð tíðindalaus og einkenndist af flottum uppspilum sem að enduðu með skotum langt yfir markrammann og sanngjarnar hálfleikstölur 1-1. Bæði lið komu hungruð inn í seinni hálfleik í leit að marki og var nokkurt jafnfræði með liðunum framan af, þar sem að bæði lið fengu sín færi. Það var áhugavert atvik sem að átti sér stað á 74. mínútu leiksins þegar að Jesper kemur með fyrirgjöf þar sem að Aron Jóhannsson var rangstæður og hleypur úr rangstöðunni án þess þó að koma við boltann, boltinn skoppar áfram og fer klaufalega inn í mark Eyjamanna. Dómaratríóið þó með allt upp á tíu og mat það svo að Aron hefði haft áhrif á leikinn, markið því ógilt. Þarna virtust Valsmenn þó fá blóð á tennurnar og sóttu nánast linnulaust á Eyjamenn. Það var síðan á 78. mínútu leiksins sem að gæði Valsmanna komu í ljós en þar kom sending fyrir markið sem að Tryggvi Hrafn lét fara og boltinn endar hjá Guðmundi Andra sem að nær skotinu en Halldór ver í marki Eyjamanna. Frábær sókn og flottir taktar hjá Valsmönnum. Það var á 81. mínútu leiksins sem að hinn reynslumikli Arnór Smárason kom Valsmönnum í 2-1 forystu eftir frábært skot. Arnór var ekkert að flækja hlutina og skaut boltanum hnitmiðað í fjærhornið og lét þetta virðast afar einfalt, 2-1 fyrir Valsmenn. Heimir gerði þá tvöfalda varnarsinnaða skiptingu og ÍBV reyndu hvað þeir gátu að sækja jöfnunarmarkið. Valsmenn vörðust þó vel og enduðu leikinn á að tefja við hornfána þar sem að þeir fengu hvorki meira né minna en 4 hornspyrnur á afar stuttum tíma. Mörkin urðu aldrei fleiri og 2-1 sigur Valsmanna staðreynd. Af hverju vann Valur? Valsmenn voru heilt yfir betri aðilinn í dag þó svo að ákveðið jafnræði hafi ríkt yfir liðunum. Hverjir stóðu upp úr? Sigurður Arnar Magnússon leikmaður ÍBV var flottur í öftustu línu Eyjamanna, hann var öruggur í sínum aðgerðum ásamt því að gera mark Eyjamanna í dag. Hólmar Örn var flottur í dag og gerði oft vel í að stoppa Andra Rúnar. Þá var Guðmundur Andri mjög öflugur í liði Valsmanna í kvöld, minnti í sífellu á sig og gerði Eyjamönnum lífið leitt í dag. Hvað hefði mátt fara betur? Aftasta lína Valsmanna virtist oft hikandi og ekki ná að tala almennilega saman með þeim afleiðingum að Eyjamenn fengu oft á tíðum mikinn tíma fyrir framan teig Valsmanna, þetta lagaðist þó þegar líða tók á leikinn, Eyjamenn hefðu þó getað gert sér meiri mat úr þeim færum sem að þeir fengu í kjölfarið. Hvað gerist næst? Eyjamenn fá KA í heimsókn sunnudaginn 24. apríl á meðan Valsmenn fara suður með sjó og mæta þar Keflavík sama dag í 2. umferð Bestu deildarinnar Heimir: Gríðarlega ánægjulegt að byrja mótið með sigri Heimir Guðjónsson, þjálfari Valsmanna.Vísir/Hulda Margrét Heimir var ánægður með sigur í fyrsta leik í Bestu deild karla í kvöld „gríðarlega ánægjulegt að byrja mótið með sigri“ sagði Heimir, en viðurkenndi þó að þeir hafi verið í vandræðum fyrsta hálftímann. „Grunnatriðin voru ekki góð hjá okkur og við vorum ekki að vinna mikið af seinni boltum“ sagði Heimir og hélt áfram „eftir 30 mínútur vorum við orðnir góðir og í seinni hálfleik að þá fannst mér bara vera eitt lið inn á vellinum“. Orri Sigurður Ómarsson hefði að öllum líkindum verið í byrjunarliði í dag í stað Sebastians Hedlund en það kom í ljós að Orri sleit krossband í æfingaleik gegn KA fyrir rúmri viku síðan. Aðspurður hafði Heimir lítið að segja en sagði þó að þetta væru mikil vonbrigði fyrir Valsmenn þar sem að Orri hefur staðið sig einkar vel á undirbúningstímabilinu. Arnór Smárason skoraði sigurmarkið í kvöld, 12 mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Heimir var afar ánægður með Arnór og þann karakter sem að hann sýndi í kvöld „Arnór er flottur karakter og var hundfúll út í mig í gær fyrir að hafa hann ekki í liðinu“ sagði Heimir og hélt áfram „hann sýndi alvöru karakter í dag og menn geta tekið sér þetta til fyrirmyndar. Þegar að menn eru óánægðir að vera ekki í liðinu, að koma inn á og sýna svona karakter og hjálpa liðinu“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍBV Valur
Valsmenn tóku á móti nýliðum ÍBV í blíðskaparveðri á Hlíðarenda í dag í afar fjörugum leik sem endaði 2-1, Valsmönnum í vil. Það tók Valsmenn einungis níu mínútur að skora fyrsta mark leiksins, en það gerði Guðmundur Andri Tryggvason. Bæði lið höfðu verið að þreifa fyrir sér og ekkert benti til þess að mark væri í uppsiglingu en Eyjamann gáfu Guðmundi einfaldlega frítt skot og allt of mikinn tíma við vítateig sinn. Guðmundur Andri þakkaði fyrir tímann með því að setja boltann þéttingfast í hægra hornið, 1-0 fyrir Val. Ljóst var að Eyjamenn ættu erfitt verk fyrir höndum sér. Lærisveinar Hermanns Hreiðarssonar gáfust þó ekki upp og sóttu áfram hátt á Valsmenn. Eyjamenn uppskáru hornspyrnu einungis fjórum mínútum síðar eða á 13. mínútu. Felix Örn tók hornspyrnuna sem að endaði beint á kollinum á Sigurði Arnari Magnússyni og gerði hann jöfnunarmark Eyjamanna, 1-1. Það var afar skemmtilegt að sjá að Eyjamenn gáfu vel mönnuðu Valsliði engan afslátt og dreif Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, sína menn sífellt hærra á völlinn með tilheyrandi veseni fyrir Valsmenn. Aftasta lína Valsmanna var í miklu óþarfa veseni fyrstu 30. mínúturnar þar sem að samskipta- og aðgerðarleysi virtist einkenna vörnina. Eyjamenn voru oft á tíðum hársbreidd frá því að nýta sér þetta en allt kom þó fyrir ekki. Fyrri hálfleikur var að öðru leyti nokkuð tíðindalaus og einkenndist af flottum uppspilum sem að enduðu með skotum langt yfir markrammann og sanngjarnar hálfleikstölur 1-1. Bæði lið komu hungruð inn í seinni hálfleik í leit að marki og var nokkurt jafnfræði með liðunum framan af, þar sem að bæði lið fengu sín færi. Það var áhugavert atvik sem að átti sér stað á 74. mínútu leiksins þegar að Jesper kemur með fyrirgjöf þar sem að Aron Jóhannsson var rangstæður og hleypur úr rangstöðunni án þess þó að koma við boltann, boltinn skoppar áfram og fer klaufalega inn í mark Eyjamanna. Dómaratríóið þó með allt upp á tíu og mat það svo að Aron hefði haft áhrif á leikinn, markið því ógilt. Þarna virtust Valsmenn þó fá blóð á tennurnar og sóttu nánast linnulaust á Eyjamenn. Það var síðan á 78. mínútu leiksins sem að gæði Valsmanna komu í ljós en þar kom sending fyrir markið sem að Tryggvi Hrafn lét fara og boltinn endar hjá Guðmundi Andra sem að nær skotinu en Halldór ver í marki Eyjamanna. Frábær sókn og flottir taktar hjá Valsmönnum. Það var á 81. mínútu leiksins sem að hinn reynslumikli Arnór Smárason kom Valsmönnum í 2-1 forystu eftir frábært skot. Arnór var ekkert að flækja hlutina og skaut boltanum hnitmiðað í fjærhornið og lét þetta virðast afar einfalt, 2-1 fyrir Valsmenn. Heimir gerði þá tvöfalda varnarsinnaða skiptingu og ÍBV reyndu hvað þeir gátu að sækja jöfnunarmarkið. Valsmenn vörðust þó vel og enduðu leikinn á að tefja við hornfána þar sem að þeir fengu hvorki meira né minna en 4 hornspyrnur á afar stuttum tíma. Mörkin urðu aldrei fleiri og 2-1 sigur Valsmanna staðreynd. Af hverju vann Valur? Valsmenn voru heilt yfir betri aðilinn í dag þó svo að ákveðið jafnræði hafi ríkt yfir liðunum. Hverjir stóðu upp úr? Sigurður Arnar Magnússon leikmaður ÍBV var flottur í öftustu línu Eyjamanna, hann var öruggur í sínum aðgerðum ásamt því að gera mark Eyjamanna í dag. Hólmar Örn var flottur í dag og gerði oft vel í að stoppa Andra Rúnar. Þá var Guðmundur Andri mjög öflugur í liði Valsmanna í kvöld, minnti í sífellu á sig og gerði Eyjamönnum lífið leitt í dag. Hvað hefði mátt fara betur? Aftasta lína Valsmanna virtist oft hikandi og ekki ná að tala almennilega saman með þeim afleiðingum að Eyjamenn fengu oft á tíðum mikinn tíma fyrir framan teig Valsmanna, þetta lagaðist þó þegar líða tók á leikinn, Eyjamenn hefðu þó getað gert sér meiri mat úr þeim færum sem að þeir fengu í kjölfarið. Hvað gerist næst? Eyjamenn fá KA í heimsókn sunnudaginn 24. apríl á meðan Valsmenn fara suður með sjó og mæta þar Keflavík sama dag í 2. umferð Bestu deildarinnar Heimir: Gríðarlega ánægjulegt að byrja mótið með sigri Heimir Guðjónsson, þjálfari Valsmanna.Vísir/Hulda Margrét Heimir var ánægður með sigur í fyrsta leik í Bestu deild karla í kvöld „gríðarlega ánægjulegt að byrja mótið með sigri“ sagði Heimir, en viðurkenndi þó að þeir hafi verið í vandræðum fyrsta hálftímann. „Grunnatriðin voru ekki góð hjá okkur og við vorum ekki að vinna mikið af seinni boltum“ sagði Heimir og hélt áfram „eftir 30 mínútur vorum við orðnir góðir og í seinni hálfleik að þá fannst mér bara vera eitt lið inn á vellinum“. Orri Sigurður Ómarsson hefði að öllum líkindum verið í byrjunarliði í dag í stað Sebastians Hedlund en það kom í ljós að Orri sleit krossband í æfingaleik gegn KA fyrir rúmri viku síðan. Aðspurður hafði Heimir lítið að segja en sagði þó að þetta væru mikil vonbrigði fyrir Valsmenn þar sem að Orri hefur staðið sig einkar vel á undirbúningstímabilinu. Arnór Smárason skoraði sigurmarkið í kvöld, 12 mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Heimir var afar ánægður með Arnór og þann karakter sem að hann sýndi í kvöld „Arnór er flottur karakter og var hundfúll út í mig í gær fyrir að hafa hann ekki í liðinu“ sagði Heimir og hélt áfram „hann sýndi alvöru karakter í dag og menn geta tekið sér þetta til fyrirmyndar. Þegar að menn eru óánægðir að vera ekki í liðinu, að koma inn á og sýna svona karakter og hjálpa liðinu“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti