Vertíð hjá dekkjaverkstæðum sem ná illa utan um aðsóknina Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. apríl 2022 23:51 Röðin við Dekkjahöllina náði langt út á götu í dag. Stöð 2 80 þúsund krónu sekt fyrir þá sem slugsa við að skipta út nagladekkjunum. Þeir eru margir í ár og komast varla að á dekkjaverkstæðum á næstu dögum. Lögregla sýnir málinu skilning og bíður með sektirnar í bili. Það er brjálað að gera hjá dekkjaverkstæðum landsins þessa dagana enda var löglegt nagladekkjatímabil að klárast síðasta föstudag. Sannkölluð vertíð í dekkjabransanum eins og við sjáum í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni en þar tókum við hús á Dekkjahöllinni. Þar er gríðarlega lög röð sem nær langt út á götu. „Hún er búin að vera svona frá því klukkan korter í átta í morgun og verður svona til klukkan sex sirka,“ segir Haraldur Hallór Guðbrandsson. „Það er brjálað að gera. Það er vertíð hjá okkur núna í dekkjabransanum,“ segir Haraldur Hallór. Haraldur Halldór Guðbrandsson, rekstrarstjóri Dekkjahallarinnar. Stöð 2 Samkvæmt lögum er bannað að nota nagladekk frá 15. apríl til 31. október. Þó að naglarnir geti verið ansi hentugir á veturna þá eru þeir bæði slæmir fyrir umhverfið og svo er bara svo ótrúlega leiðinlegur hávaði í þeim. „Maður heyrir bara þetta er leiðinleg hávaðamengun. Það glamrar hérna í öðrum hverjum bíl. Þetta er leiðinleg hávaðamengun þegar svona aðstæður eru. Þannig við hvetjum bara alla til að skipta sem fyrst og bara gleðilegt sumar!“ segir Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Og það er ekki ódýrt að vera of seinn að skipta. Sektin fyrir að aka á nagladekkjum utan leyfilegs tíma var nýlega hækkuð úr 5 þúsund krónum á dekk í 20 þúsund. Því getur sektin numið 80 þúsund krónum. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 „Það er nú ekkert langt síðan það var snjór hér í Reykjavík. Og ég bý nú hér í efri byggðum Kópavogs og ég þurfti að skafa hér í morgun. Það er vetur enn þá á köflum,“ segir Haraldur Hallór. Tekur mánuð að skipta á öllum flotanum Þetta er lögreglan meðvituð um og byrjar ekki strax að sekta þá sem eru enn á nöglum. „Við verðum að taka tillit til þess að við búum á Íslandi,“ segir Árni. Þannig þið eruð ekki byrjaðir að sekta alveg strax? „Nei við erum ekki byrjaðir að sekta. Við höfum líka verið í góðu sambandi við dekkjaverkstæðin og það virðist vera sem að dekkjaverkstæðin anni ekki allri þessari vertíð sem kemur núna.“ Nei, verkstæðin ná ekki með góðu móti utan um allan bílaflotann. Það styttist þó í að lögreglan fari að sekta. „Þetta tekur mánuð að taka flotan af vetrardekkjum og setja hann á sumardekk. Það er sirka þannig,“ segir Haraldur. Umferð Lögreglumál Bílar Nagladekk Reykjavík Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Það er brjálað að gera hjá dekkjaverkstæðum landsins þessa dagana enda var löglegt nagladekkjatímabil að klárast síðasta föstudag. Sannkölluð vertíð í dekkjabransanum eins og við sjáum í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni en þar tókum við hús á Dekkjahöllinni. Þar er gríðarlega lög röð sem nær langt út á götu. „Hún er búin að vera svona frá því klukkan korter í átta í morgun og verður svona til klukkan sex sirka,“ segir Haraldur Hallór Guðbrandsson. „Það er brjálað að gera. Það er vertíð hjá okkur núna í dekkjabransanum,“ segir Haraldur Hallór. Haraldur Halldór Guðbrandsson, rekstrarstjóri Dekkjahallarinnar. Stöð 2 Samkvæmt lögum er bannað að nota nagladekk frá 15. apríl til 31. október. Þó að naglarnir geti verið ansi hentugir á veturna þá eru þeir bæði slæmir fyrir umhverfið og svo er bara svo ótrúlega leiðinlegur hávaði í þeim. „Maður heyrir bara þetta er leiðinleg hávaðamengun. Það glamrar hérna í öðrum hverjum bíl. Þetta er leiðinleg hávaðamengun þegar svona aðstæður eru. Þannig við hvetjum bara alla til að skipta sem fyrst og bara gleðilegt sumar!“ segir Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Og það er ekki ódýrt að vera of seinn að skipta. Sektin fyrir að aka á nagladekkjum utan leyfilegs tíma var nýlega hækkuð úr 5 þúsund krónum á dekk í 20 þúsund. Því getur sektin numið 80 þúsund krónum. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 „Það er nú ekkert langt síðan það var snjór hér í Reykjavík. Og ég bý nú hér í efri byggðum Kópavogs og ég þurfti að skafa hér í morgun. Það er vetur enn þá á köflum,“ segir Haraldur Hallór. Tekur mánuð að skipta á öllum flotanum Þetta er lögreglan meðvituð um og byrjar ekki strax að sekta þá sem eru enn á nöglum. „Við verðum að taka tillit til þess að við búum á Íslandi,“ segir Árni. Þannig þið eruð ekki byrjaðir að sekta alveg strax? „Nei við erum ekki byrjaðir að sekta. Við höfum líka verið í góðu sambandi við dekkjaverkstæðin og það virðist vera sem að dekkjaverkstæðin anni ekki allri þessari vertíð sem kemur núna.“ Nei, verkstæðin ná ekki með góðu móti utan um allan bílaflotann. Það styttist þó í að lögreglan fari að sekta. „Þetta tekur mánuð að taka flotan af vetrardekkjum og setja hann á sumardekk. Það er sirka þannig,“ segir Haraldur.
Umferð Lögreglumál Bílar Nagladekk Reykjavík Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira