Fótbolti

Orri með slitið krossband og spilar ekki á tímabilinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Orri Sigurður Ómarsson mun ekki leika með Valsmönnum á tímabilinu.
Orri Sigurður Ómarsson mun ekki leika með Valsmönnum á tímabilinu. Vísir/Bára Dröfn

Valsarinn Orri Sigurður Ómarsson mun ekki leika með liðinu á tímabilinu eftir að leikmaðurinn sleit krossband.

Þetta fékkst staðfest á Hlíðarenda fyrr í kvöld, en Valsmenn leika í þessum töluðu orðum gegn ÍBV í fyrstu umferð Bestu-deildarinnar í fótbolta.

Samkvæmt upplýsingum Vísis verður Orri Sigurður frá keppni næstu níu mánuðina og verður því ekki leikfær fyrr en snemma á næsta ári.

Orri sleit krossband í æfingaleik gegn KA fyrir rúmri viku þar sem norðanmenn höfðu betur 3-1.

Orri var frábær á undirbúningstímabilinu fyrir Valsmenn, en hann hefði að öllum líkindum verið fyrsta val Heimis í hafsentinum ásamt Hólmari Erni Eyjólfssyni. Báðir eru þeir uppaldir HK-ingar og hefðu að öllum líkindum myndað sterkasta hafsentapar í deildinni í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×