Óvissa um framtíðina í húsbílabyggð Laugardals Trausti Breiðfjörð Magnússon og Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifa 20. apríl 2022 07:01 Í gær heimsóttum við íbúa í hjólhýsa- og húsbílabyggð Laugardals. Þar tók á móti okkur góður hópur fólks. Þau ræddu við okkur um aðbúnaðinn, hvernig væri að lifa í byggðinni og hvað væri hægt að gera betur. Það eru margir sem velja að búa á svæðinu. Við eigum að gera þeim kleift að stýra hvernig málum sé þar háttað. Fljótlega komumst við að því að byggðinni væri best borgið í höndum íbúanna sem þekkja svæðið vel. Flestir íbúar sem við ræddum við líður vel þarna. Það hefur myndast ákveðin samfélagsvitund og nágrannarnir sjá um hvern annan, hafa tengst vinaböndum. Hins vegar er greinilegt að núverandi rekstraraðili á svæðinu er ekki að standa sig nógu vel. Klósett, sturtur og annar aðbúnaður er illa þrifinn og eldvarnir eru litlar sem engar. Aðgengi fyrir fatlaða er til skammar. Til að mynda er járn sem hindrar hjólastólaaðgengi inn á salernið fyrir fatlaða, þannig að það er mjög erfitt fyrir fólk að komast inn. Önnur atriði sem við tókum eftir voru óvirk salerni og engin sápa þar. Þetta er allt þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa um lagfæringar. Fólkið sem kýs að lifa á svæðinu (oft vegna himinhás leiguverðs) fær ekki að skrá lögheimili sitt hér né fær það örugga langtímaleigu. Íbúum finnst að mörgu leyti gott að búa þarna; hér hefur skapast gott samfélag. Aðstæðurnar og utanumhald af hálfu rekstraraðila þurfa hins vegar virkilega að batna. Það kom til tals að þegar fólk flytji af svæðinu, komi enginn í laus pláss, þrátt fyrir að bið sé eftir langtímaplássi. Þetta birtist þeim þannig að smám saman sé verið að koma þeim sem vilja vera þar í burtu. Íbúar sem við ræddum við vilja að borgin taki alveg yfir reksturinn á svæðinu og tryggi fólkinu sem býr þarna langtíma pláss og öryggi. Ef að rekstraðili getur ekki séð fyrir sápu eða almennilegu hreinlæti þrátt fyrir beiðni íbúa um úrbætur, þá getum við verið viss um að íbúarnir viti best hvernig eigi að sjá um hverfið sitt. Allt það sem er gott á svæðinu er komið frá íbúunum. Sósíalistar vilja færa völdin til fólksins. Að þeir sem nýti sér þjónustu innan borgarinnar hafi rödd og vald til þess að haga málum eftir eigin vilja og þörfum. Þess vegna hittum við borgarbúa og ræðum við þá um hvernig Reykjavík er í raun og veru. Í kjölfarið munum við byggja upp Reykjavík sem mótast eftir höfði fólksins; raunverulegt lýðræði. Við viljum byggja upp samfélagið út frá þörfum og væntingum íbúanna, til að mæta veruleika þeirra. Höfundar eru frambjóðendur Sósíalistaflokks Íslands í borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær heimsóttum við íbúa í hjólhýsa- og húsbílabyggð Laugardals. Þar tók á móti okkur góður hópur fólks. Þau ræddu við okkur um aðbúnaðinn, hvernig væri að lifa í byggðinni og hvað væri hægt að gera betur. Það eru margir sem velja að búa á svæðinu. Við eigum að gera þeim kleift að stýra hvernig málum sé þar háttað. Fljótlega komumst við að því að byggðinni væri best borgið í höndum íbúanna sem þekkja svæðið vel. Flestir íbúar sem við ræddum við líður vel þarna. Það hefur myndast ákveðin samfélagsvitund og nágrannarnir sjá um hvern annan, hafa tengst vinaböndum. Hins vegar er greinilegt að núverandi rekstraraðili á svæðinu er ekki að standa sig nógu vel. Klósett, sturtur og annar aðbúnaður er illa þrifinn og eldvarnir eru litlar sem engar. Aðgengi fyrir fatlaða er til skammar. Til að mynda er járn sem hindrar hjólastólaaðgengi inn á salernið fyrir fatlaða, þannig að það er mjög erfitt fyrir fólk að komast inn. Önnur atriði sem við tókum eftir voru óvirk salerni og engin sápa þar. Þetta er allt þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa um lagfæringar. Fólkið sem kýs að lifa á svæðinu (oft vegna himinhás leiguverðs) fær ekki að skrá lögheimili sitt hér né fær það örugga langtímaleigu. Íbúum finnst að mörgu leyti gott að búa þarna; hér hefur skapast gott samfélag. Aðstæðurnar og utanumhald af hálfu rekstraraðila þurfa hins vegar virkilega að batna. Það kom til tals að þegar fólk flytji af svæðinu, komi enginn í laus pláss, þrátt fyrir að bið sé eftir langtímaplássi. Þetta birtist þeim þannig að smám saman sé verið að koma þeim sem vilja vera þar í burtu. Íbúar sem við ræddum við vilja að borgin taki alveg yfir reksturinn á svæðinu og tryggi fólkinu sem býr þarna langtíma pláss og öryggi. Ef að rekstraðili getur ekki séð fyrir sápu eða almennilegu hreinlæti þrátt fyrir beiðni íbúa um úrbætur, þá getum við verið viss um að íbúarnir viti best hvernig eigi að sjá um hverfið sitt. Allt það sem er gott á svæðinu er komið frá íbúunum. Sósíalistar vilja færa völdin til fólksins. Að þeir sem nýti sér þjónustu innan borgarinnar hafi rödd og vald til þess að haga málum eftir eigin vilja og þörfum. Þess vegna hittum við borgarbúa og ræðum við þá um hvernig Reykjavík er í raun og veru. Í kjölfarið munum við byggja upp Reykjavík sem mótast eftir höfði fólksins; raunverulegt lýðræði. Við viljum byggja upp samfélagið út frá þörfum og væntingum íbúanna, til að mæta veruleika þeirra. Höfundar eru frambjóðendur Sósíalistaflokks Íslands í borgarstjórnarkosningum.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun