Bankasýsla ríkisins, ekki meir Erna Bjarnadóttir skrifar 20. apríl 2022 07:30 Bein útsending heitir það, þegar send er út óklippt útgáfa af atburðum á vettvangi. Við þekkjum slíkar útsendingar t.d. frá eldstöðvum á Reykjanesskaga eða jafnvel afhendingu handritanna fyrir 51 ári. Ég man vel eftir þeirri útsendingu. Hún var hins vegar ekkert sérstaklega spennandi, allir þekktu endinn fyrirfram. En bein útsending frá yfirklóri á bankasölu síðasta sólarhringinn hefur verið heldur meira spennandi. Þar eru fleiri en einn möguleiki í boði þegar kemur að niðurstöðu. Útsparkið kom frá ríkisstjórninni að morgni 19. apríl í formi fréttatilkynningar. Bankasýslunni skyldi fórnað. Ekki stóð á viðbrögðum þaðan, ekki dugði ein fréttatilkynning, (sem hlaða þurfti sérstaklega niður af vefsíðu hennar) heldur þurfti tvær. Bankasýslan segist munu skoða lagalega stöðu sína áður en hún greiðir söluþóknanir. Jahá, þar fór nú skíturinn í viftuna sagði fjósamaðurinn. Ætli þeir sem tóku verkefnið að sér kyngi því bara si sona, menn hafa nú sent mál í gegnum dómskerfið af minni tilefni. Eða kannske voru bara engin lög brotin, eða hvað? Er nema von að venjulegt fólk upplifi sig statt í einhverju moldviðri eins og maðurinn sagði. Af hverju ætti þá Bankasýslan að hóta því að borga ekki umsamdar söluþóknanir. Ég bara spyr því ég veit ekki svarið. Á hvaða ríkisstjórnafundi var ákvörðun um framtíð Bankasýslunnar tekin? Í fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar segir m.a.. „Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar verður lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og að styrkari stoðum verði skotið undir að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýðræðislega aðkomu þingsins og upplýsingagjöf til almennings. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er“ Ég hef lesið lögin um sölu ríkisins á eignarhluta í fjármálafyrirtækjum þannig að þau geri í reynd a.m.k. flest allar þessar kröfur. Fréttatilkynninguna hlýtur því að mega skilja svo að þetta hafi ekki verið tryggt í ferlinu. En fréttatilkynning i nafni ríkisstjórnarinnar vekur aðra áleitna spurningu. Enginn ríkisstjórnarfundur hefur verið haldinn síðan 8. apríl. Var þetta ákveðið þá? Ef ekki, hvers konar form var þá á þessari ákvörðun? Var þetta fjarfundur? Komu allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar að þessari ákvörðun? Hvaða bókun í fundargerð stendur þarna að baki? Nú er þessu máli mögulega ekki saman að jafna við margt sem áður hefur borið áður við í sögu okkar en ber ekki að kalla ríkisstjórnina saman til að ræða og bóka afgreiðslu eins og þessa? Öðru vísi geta ráðherrar alla vega ekki bókað andstöðu við málið (þið munið það þarf að bóka allt í fundargerðum). Nei hér hér er engin venjuleg smjörklípa í gangi heldur minnir þetta meira á smjörfjöll enda eigum við ekki slík hér á vestari hluta landsins. Það eina sem er þó öruggt er að símareikningurinn fyrir öllu þessu ráðabruggi verður sendur á skattgreiðendur. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Bein útsending heitir það, þegar send er út óklippt útgáfa af atburðum á vettvangi. Við þekkjum slíkar útsendingar t.d. frá eldstöðvum á Reykjanesskaga eða jafnvel afhendingu handritanna fyrir 51 ári. Ég man vel eftir þeirri útsendingu. Hún var hins vegar ekkert sérstaklega spennandi, allir þekktu endinn fyrirfram. En bein útsending frá yfirklóri á bankasölu síðasta sólarhringinn hefur verið heldur meira spennandi. Þar eru fleiri en einn möguleiki í boði þegar kemur að niðurstöðu. Útsparkið kom frá ríkisstjórninni að morgni 19. apríl í formi fréttatilkynningar. Bankasýslunni skyldi fórnað. Ekki stóð á viðbrögðum þaðan, ekki dugði ein fréttatilkynning, (sem hlaða þurfti sérstaklega niður af vefsíðu hennar) heldur þurfti tvær. Bankasýslan segist munu skoða lagalega stöðu sína áður en hún greiðir söluþóknanir. Jahá, þar fór nú skíturinn í viftuna sagði fjósamaðurinn. Ætli þeir sem tóku verkefnið að sér kyngi því bara si sona, menn hafa nú sent mál í gegnum dómskerfið af minni tilefni. Eða kannske voru bara engin lög brotin, eða hvað? Er nema von að venjulegt fólk upplifi sig statt í einhverju moldviðri eins og maðurinn sagði. Af hverju ætti þá Bankasýslan að hóta því að borga ekki umsamdar söluþóknanir. Ég bara spyr því ég veit ekki svarið. Á hvaða ríkisstjórnafundi var ákvörðun um framtíð Bankasýslunnar tekin? Í fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar segir m.a.. „Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar verður lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og að styrkari stoðum verði skotið undir að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýðræðislega aðkomu þingsins og upplýsingagjöf til almennings. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er“ Ég hef lesið lögin um sölu ríkisins á eignarhluta í fjármálafyrirtækjum þannig að þau geri í reynd a.m.k. flest allar þessar kröfur. Fréttatilkynninguna hlýtur því að mega skilja svo að þetta hafi ekki verið tryggt í ferlinu. En fréttatilkynning i nafni ríkisstjórnarinnar vekur aðra áleitna spurningu. Enginn ríkisstjórnarfundur hefur verið haldinn síðan 8. apríl. Var þetta ákveðið þá? Ef ekki, hvers konar form var þá á þessari ákvörðun? Var þetta fjarfundur? Komu allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar að þessari ákvörðun? Hvaða bókun í fundargerð stendur þarna að baki? Nú er þessu máli mögulega ekki saman að jafna við margt sem áður hefur borið áður við í sögu okkar en ber ekki að kalla ríkisstjórnina saman til að ræða og bóka afgreiðslu eins og þessa? Öðru vísi geta ráðherrar alla vega ekki bókað andstöðu við málið (þið munið það þarf að bóka allt í fundargerðum). Nei hér hér er engin venjuleg smjörklípa í gangi heldur minnir þetta meira á smjörfjöll enda eigum við ekki slík hér á vestari hluta landsins. Það eina sem er þó öruggt er að símareikningurinn fyrir öllu þessu ráðabruggi verður sendur á skattgreiðendur. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun