Bankasýsla ríkisins, ekki meir Erna Bjarnadóttir skrifar 20. apríl 2022 07:30 Bein útsending heitir það, þegar send er út óklippt útgáfa af atburðum á vettvangi. Við þekkjum slíkar útsendingar t.d. frá eldstöðvum á Reykjanesskaga eða jafnvel afhendingu handritanna fyrir 51 ári. Ég man vel eftir þeirri útsendingu. Hún var hins vegar ekkert sérstaklega spennandi, allir þekktu endinn fyrirfram. En bein útsending frá yfirklóri á bankasölu síðasta sólarhringinn hefur verið heldur meira spennandi. Þar eru fleiri en einn möguleiki í boði þegar kemur að niðurstöðu. Útsparkið kom frá ríkisstjórninni að morgni 19. apríl í formi fréttatilkynningar. Bankasýslunni skyldi fórnað. Ekki stóð á viðbrögðum þaðan, ekki dugði ein fréttatilkynning, (sem hlaða þurfti sérstaklega niður af vefsíðu hennar) heldur þurfti tvær. Bankasýslan segist munu skoða lagalega stöðu sína áður en hún greiðir söluþóknanir. Jahá, þar fór nú skíturinn í viftuna sagði fjósamaðurinn. Ætli þeir sem tóku verkefnið að sér kyngi því bara si sona, menn hafa nú sent mál í gegnum dómskerfið af minni tilefni. Eða kannske voru bara engin lög brotin, eða hvað? Er nema von að venjulegt fólk upplifi sig statt í einhverju moldviðri eins og maðurinn sagði. Af hverju ætti þá Bankasýslan að hóta því að borga ekki umsamdar söluþóknanir. Ég bara spyr því ég veit ekki svarið. Á hvaða ríkisstjórnafundi var ákvörðun um framtíð Bankasýslunnar tekin? Í fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar segir m.a.. „Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar verður lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og að styrkari stoðum verði skotið undir að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýðræðislega aðkomu þingsins og upplýsingagjöf til almennings. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er“ Ég hef lesið lögin um sölu ríkisins á eignarhluta í fjármálafyrirtækjum þannig að þau geri í reynd a.m.k. flest allar þessar kröfur. Fréttatilkynninguna hlýtur því að mega skilja svo að þetta hafi ekki verið tryggt í ferlinu. En fréttatilkynning i nafni ríkisstjórnarinnar vekur aðra áleitna spurningu. Enginn ríkisstjórnarfundur hefur verið haldinn síðan 8. apríl. Var þetta ákveðið þá? Ef ekki, hvers konar form var þá á þessari ákvörðun? Var þetta fjarfundur? Komu allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar að þessari ákvörðun? Hvaða bókun í fundargerð stendur þarna að baki? Nú er þessu máli mögulega ekki saman að jafna við margt sem áður hefur borið áður við í sögu okkar en ber ekki að kalla ríkisstjórnina saman til að ræða og bóka afgreiðslu eins og þessa? Öðru vísi geta ráðherrar alla vega ekki bókað andstöðu við málið (þið munið það þarf að bóka allt í fundargerðum). Nei hér hér er engin venjuleg smjörklípa í gangi heldur minnir þetta meira á smjörfjöll enda eigum við ekki slík hér á vestari hluta landsins. Það eina sem er þó öruggt er að símareikningurinn fyrir öllu þessu ráðabruggi verður sendur á skattgreiðendur. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Sjá meira
Bein útsending heitir það, þegar send er út óklippt útgáfa af atburðum á vettvangi. Við þekkjum slíkar útsendingar t.d. frá eldstöðvum á Reykjanesskaga eða jafnvel afhendingu handritanna fyrir 51 ári. Ég man vel eftir þeirri útsendingu. Hún var hins vegar ekkert sérstaklega spennandi, allir þekktu endinn fyrirfram. En bein útsending frá yfirklóri á bankasölu síðasta sólarhringinn hefur verið heldur meira spennandi. Þar eru fleiri en einn möguleiki í boði þegar kemur að niðurstöðu. Útsparkið kom frá ríkisstjórninni að morgni 19. apríl í formi fréttatilkynningar. Bankasýslunni skyldi fórnað. Ekki stóð á viðbrögðum þaðan, ekki dugði ein fréttatilkynning, (sem hlaða þurfti sérstaklega niður af vefsíðu hennar) heldur þurfti tvær. Bankasýslan segist munu skoða lagalega stöðu sína áður en hún greiðir söluþóknanir. Jahá, þar fór nú skíturinn í viftuna sagði fjósamaðurinn. Ætli þeir sem tóku verkefnið að sér kyngi því bara si sona, menn hafa nú sent mál í gegnum dómskerfið af minni tilefni. Eða kannske voru bara engin lög brotin, eða hvað? Er nema von að venjulegt fólk upplifi sig statt í einhverju moldviðri eins og maðurinn sagði. Af hverju ætti þá Bankasýslan að hóta því að borga ekki umsamdar söluþóknanir. Ég bara spyr því ég veit ekki svarið. Á hvaða ríkisstjórnafundi var ákvörðun um framtíð Bankasýslunnar tekin? Í fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar segir m.a.. „Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar verður lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og að styrkari stoðum verði skotið undir að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýðræðislega aðkomu þingsins og upplýsingagjöf til almennings. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er“ Ég hef lesið lögin um sölu ríkisins á eignarhluta í fjármálafyrirtækjum þannig að þau geri í reynd a.m.k. flest allar þessar kröfur. Fréttatilkynninguna hlýtur því að mega skilja svo að þetta hafi ekki verið tryggt í ferlinu. En fréttatilkynning i nafni ríkisstjórnarinnar vekur aðra áleitna spurningu. Enginn ríkisstjórnarfundur hefur verið haldinn síðan 8. apríl. Var þetta ákveðið þá? Ef ekki, hvers konar form var þá á þessari ákvörðun? Var þetta fjarfundur? Komu allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar að þessari ákvörðun? Hvaða bókun í fundargerð stendur þarna að baki? Nú er þessu máli mögulega ekki saman að jafna við margt sem áður hefur borið áður við í sögu okkar en ber ekki að kalla ríkisstjórnina saman til að ræða og bóka afgreiðslu eins og þessa? Öðru vísi geta ráðherrar alla vega ekki bókað andstöðu við málið (þið munið það þarf að bóka allt í fundargerðum). Nei hér hér er engin venjuleg smjörklípa í gangi heldur minnir þetta meira á smjörfjöll enda eigum við ekki slík hér á vestari hluta landsins. Það eina sem er þó öruggt er að símareikningurinn fyrir öllu þessu ráðabruggi verður sendur á skattgreiðendur. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar