Hafnarfjörður – bær framkvæmdanna Orri Björnsson skrifar 20. apríl 2022 09:01 Frá því að Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði komst í meirihluta árið 2014 hefur ríkt mikið framkvæmda- og framfaraskeið í bænum. Eftir ísaldarkjörtímabil vinstrimanna, þar sem ekkert var framkvæmt vegna afleitrar fjárhagsstöðu og óstjórnar, fór landið að rísa hratt. Tekið var til í rekstri bæjarins og þar með lagður grunnur að miklu framkvæmdaskeiði. Reksturinn hefur verið traustur í höndum Sjálfstæðisflokksins og vegna þess höfum við að mestu framkvæmt fyrir eigið fé. Hvað höfum við gert? Á fyrra kjörtímabili okkar var strax gefið í og framkvæmdir stórauknar auk þess sem viðhaldi var mikið betur sinnt en verið hafði. 2014 til 2018 Viðhald: 2.500 milljónir Framkvæmdir: 10.600 milljónir 2018 til 2022 Viðhald: 3.800 milljónir Framkvæmdir: 17.500 milljónir Á síðasta kjörtímabili vinstrimanna framkvæmdu þeir fyrir 3,1 milljarð og settu 1,3 í viðhald.Meira gátu þeir ekki gert vegna viðvarandi óstjórnar um langt árabil. Á yfirstandandi kjörtímabili höfum við því að meðaltali framkvæmt meira á hverju einasta ári en vinstrimenn á öllu sínu síðasta kjörtímabili. Þessar sláandi tölur segja allt sem segja þarf um muninn á stjórn með vinstrimönnum annars vegar og hins vegar þegar við Sjálfstæðismenn erum í meirihluta. Á sama tíma hafa raunskuldir Hafnarfjarðar lækkað þrátt fyrir að lífeyrisskuldbindingar hafi hækkað um 6.600 milljónir á tímabilinu. Hvað ætlum við að gera? Með sama hætti ætlum við okkur að leiða bæinn í gegnum stærsta vaxtarskeið sögunnar.. Við ætlum að framkvæma mikið og vel, bæta þjónustu og halda bænum í fremstu röð á öllum sviðum. Skynsamleg fjármálastjórn, skipulagðar framkvæmdir og ígrundaður undirbúningur hafa lagt grunninn. Núna göngum við til verks og tryggjum að Hafnarfjörður verði áfram besti bær landsins til að búa í, hlýlegt og gott samfélag sem fólk vill tilheyra. Við treystum á þinn stuðning og lofum nú sem endranær að gera aðeins það besta fyrir Hafnarfjörð. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Frá því að Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði komst í meirihluta árið 2014 hefur ríkt mikið framkvæmda- og framfaraskeið í bænum. Eftir ísaldarkjörtímabil vinstrimanna, þar sem ekkert var framkvæmt vegna afleitrar fjárhagsstöðu og óstjórnar, fór landið að rísa hratt. Tekið var til í rekstri bæjarins og þar með lagður grunnur að miklu framkvæmdaskeiði. Reksturinn hefur verið traustur í höndum Sjálfstæðisflokksins og vegna þess höfum við að mestu framkvæmt fyrir eigið fé. Hvað höfum við gert? Á fyrra kjörtímabili okkar var strax gefið í og framkvæmdir stórauknar auk þess sem viðhaldi var mikið betur sinnt en verið hafði. 2014 til 2018 Viðhald: 2.500 milljónir Framkvæmdir: 10.600 milljónir 2018 til 2022 Viðhald: 3.800 milljónir Framkvæmdir: 17.500 milljónir Á síðasta kjörtímabili vinstrimanna framkvæmdu þeir fyrir 3,1 milljarð og settu 1,3 í viðhald.Meira gátu þeir ekki gert vegna viðvarandi óstjórnar um langt árabil. Á yfirstandandi kjörtímabili höfum við því að meðaltali framkvæmt meira á hverju einasta ári en vinstrimenn á öllu sínu síðasta kjörtímabili. Þessar sláandi tölur segja allt sem segja þarf um muninn á stjórn með vinstrimönnum annars vegar og hins vegar þegar við Sjálfstæðismenn erum í meirihluta. Á sama tíma hafa raunskuldir Hafnarfjarðar lækkað þrátt fyrir að lífeyrisskuldbindingar hafi hækkað um 6.600 milljónir á tímabilinu. Hvað ætlum við að gera? Með sama hætti ætlum við okkur að leiða bæinn í gegnum stærsta vaxtarskeið sögunnar.. Við ætlum að framkvæma mikið og vel, bæta þjónustu og halda bænum í fremstu röð á öllum sviðum. Skynsamleg fjármálastjórn, skipulagðar framkvæmdir og ígrundaður undirbúningur hafa lagt grunninn. Núna göngum við til verks og tryggjum að Hafnarfjörður verði áfram besti bær landsins til að búa í, hlýlegt og gott samfélag sem fólk vill tilheyra. Við treystum á þinn stuðning og lofum nú sem endranær að gera aðeins það besta fyrir Hafnarfjörð. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði.
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun