Forysta sem virðir Eflingarfélaga fær virðingu til baka Magnús Freyr Magnússon skrifar 20. apríl 2022 10:31 Ég heiti Magnús Freyr Magnússon og er félagsmaður í Eflingu. Ég er svokallaður „starfsmaður 2 með stuðning” og vinn á leikskóla. Ég brenn fyrir verkalýðsmálum og trúi á lýðræði. Ég er jafnréttissinnaður baráttumaður í húð og hár og ég stend við orð mín undir nafni. Ég kynntist ekki stéttarfélaginu mínu fyrr en árið 2018 þegar það fór að styttast í kosningar til formanns og stjórnar. Einn frambjóðandinn var Sólveig Anna Jónsdóttir. Hún sagðist ætla að umbreyta félaginu í baráttumaskínu fyrir okkur láglaunafólkið. Hún ætlaði að berjast með kjafti og klóm fyrir réttindum og hagsmunum allra félagsmanna. Hún vildi sjá til þess að við værum rétt metin á vinnumarkaðnum. Skilaboðin voru: öll erum við meira virði en það sem okkur er greitt, og þetta er það sem verkalýðsbaráttan snýst um. Þið getið giskað á hvern ég kaus. Sólveig vann með yfirburðum. Skömmu síðar þá bauðst mér að taka þátt í samninganefndinni við Reykjavíkurborg. Mér þótti það alveg ótrúlegt að formaður í öðru stærsta stéttarfélagi landsins skyldi taka á móti mér, spyrja mig um álit á samningunum við Reykjavíkurborg og í alvöru að hlusta á mig! Sólveig tók mark á minni reynslu og upplifun ekkert síður en á menntuðum sérfræðingum. Við börðumst við samninganefnd Reykjavíkurborgar og ríkissáttasemjara í heila 11 mánuði. Þar hélt Sólveig áfram að berjast, ekki bara fyrir betri kjörum, heldur líka fyrir rétti okkar í samninganefndinni til að vera ætíð við borðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir samninganefndar borgarinnar til að halda okkur úti. Það er útaf þessari baráttusögu sem ég stend með Sólveigu Önnu. Með hana í brúnni mun Efling ná enn betur til grasrótar félagsins, vinna traust félagsmanna og ná betri samningum fyrir vikið. Í félagsstarfi í Eflingu hefur Sólveig alltaf lagt sig fram um að leyfa öllum að segja sitt á fundum sem voru undir hennar stjórn. Hún sýndi félagsmönnum ávallt virðingu. Eftir að Sólveig sagði af sér í fyrra hef ég sem meðlimur í Trúnaðarráði því miður þurft að horfa upp á félagsstarf í Eflingu sökkva niður á lægra plan. Forystan gat ekki sýnt andstæðingum sínum virðingu, hvað þá blásið fólki baráttuanda í brjóst. Á fundum í Trúnaðarráði voru fundarsköp brotin, og lokað var á mælandaskrá fyrirvaralaust þegar það hentaði forystunni. Sumum var ekki gefið orðið meðan ákveðnir fundarmenn fengu að eigna sér pontuna, þar sem útúrsnúningi og skítkasti var beitt. Ég vil ekki taka þátt í félagsstarfi sem gengur út á að sóa tíma félagsfólks í niðurrif. Það er vanvirðing við félagsmenn. Til þess að geta komið á fundi í Eflingu þá þarf fólk að leggja heilmikið á sig. Margir þurfa að mæta til vinnu snemma daginn eftir, sumir þurfa að redda sér barnapössun, aðrir þurfa að keyra yfir heiðina og svo mætti lengi telja. Ég vil ekki sjá uppbygginguna á félagsstarfi í Eflingu fara í súginn. Mér finnst kominn tími til að þau sem töpuðu í kosningunum árið 2022 viðurkenni sinn ósigur og finni sér betra að gera en stöðugan hernað gegn þeim sem sigruðu. Félagið okkar á að vera að beita sér fyrir réttlætismálum láglaunafólks og almennings. Við þurfum að skoða hvernig við getum styrkt rödd okkar innan ASÍ. Við eigum að vera að rýna í fréttir um bankasölur, taka afstöðu og láta í okkur heyra. Við eigum að einbeita okkur að vanda okkar félagsmanna, sem eiga ekki fyrir mánaðarlegu útgjöldunum eða uppihaldi út mánuðinn. Við eigum að hugsa um félaga okkar sem eru öryrkjar og hvernig þeir geti fengið aðgengi að vinnumarkaðnum án endalausra skerðinga. Og auðvitað eigum við að vera að undirbúa okkur fyrir komandi kjarasamninga. En hér erum við, föst í endalausri bull-umræðu um skipulagsbreytingar á skrifstofu Eflingar. Beinum orkunni okkar í stóru málin. Ég treysti nýkjörinni stjórn Eflingar og formanni til að leiða okkur þar og, já, til að ákveða hvernig sé best að reka skrifstofu félagsins út frá hagsmunum okkar félagsmanna. Lengi lifi baráttan! Höfundur er félagi í Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Magnús Freyr Magnússon og er félagsmaður í Eflingu. Ég er svokallaður „starfsmaður 2 með stuðning” og vinn á leikskóla. Ég brenn fyrir verkalýðsmálum og trúi á lýðræði. Ég er jafnréttissinnaður baráttumaður í húð og hár og ég stend við orð mín undir nafni. Ég kynntist ekki stéttarfélaginu mínu fyrr en árið 2018 þegar það fór að styttast í kosningar til formanns og stjórnar. Einn frambjóðandinn var Sólveig Anna Jónsdóttir. Hún sagðist ætla að umbreyta félaginu í baráttumaskínu fyrir okkur láglaunafólkið. Hún ætlaði að berjast með kjafti og klóm fyrir réttindum og hagsmunum allra félagsmanna. Hún vildi sjá til þess að við værum rétt metin á vinnumarkaðnum. Skilaboðin voru: öll erum við meira virði en það sem okkur er greitt, og þetta er það sem verkalýðsbaráttan snýst um. Þið getið giskað á hvern ég kaus. Sólveig vann með yfirburðum. Skömmu síðar þá bauðst mér að taka þátt í samninganefndinni við Reykjavíkurborg. Mér þótti það alveg ótrúlegt að formaður í öðru stærsta stéttarfélagi landsins skyldi taka á móti mér, spyrja mig um álit á samningunum við Reykjavíkurborg og í alvöru að hlusta á mig! Sólveig tók mark á minni reynslu og upplifun ekkert síður en á menntuðum sérfræðingum. Við börðumst við samninganefnd Reykjavíkurborgar og ríkissáttasemjara í heila 11 mánuði. Þar hélt Sólveig áfram að berjast, ekki bara fyrir betri kjörum, heldur líka fyrir rétti okkar í samninganefndinni til að vera ætíð við borðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir samninganefndar borgarinnar til að halda okkur úti. Það er útaf þessari baráttusögu sem ég stend með Sólveigu Önnu. Með hana í brúnni mun Efling ná enn betur til grasrótar félagsins, vinna traust félagsmanna og ná betri samningum fyrir vikið. Í félagsstarfi í Eflingu hefur Sólveig alltaf lagt sig fram um að leyfa öllum að segja sitt á fundum sem voru undir hennar stjórn. Hún sýndi félagsmönnum ávallt virðingu. Eftir að Sólveig sagði af sér í fyrra hef ég sem meðlimur í Trúnaðarráði því miður þurft að horfa upp á félagsstarf í Eflingu sökkva niður á lægra plan. Forystan gat ekki sýnt andstæðingum sínum virðingu, hvað þá blásið fólki baráttuanda í brjóst. Á fundum í Trúnaðarráði voru fundarsköp brotin, og lokað var á mælandaskrá fyrirvaralaust þegar það hentaði forystunni. Sumum var ekki gefið orðið meðan ákveðnir fundarmenn fengu að eigna sér pontuna, þar sem útúrsnúningi og skítkasti var beitt. Ég vil ekki taka þátt í félagsstarfi sem gengur út á að sóa tíma félagsfólks í niðurrif. Það er vanvirðing við félagsmenn. Til þess að geta komið á fundi í Eflingu þá þarf fólk að leggja heilmikið á sig. Margir þurfa að mæta til vinnu snemma daginn eftir, sumir þurfa að redda sér barnapössun, aðrir þurfa að keyra yfir heiðina og svo mætti lengi telja. Ég vil ekki sjá uppbygginguna á félagsstarfi í Eflingu fara í súginn. Mér finnst kominn tími til að þau sem töpuðu í kosningunum árið 2022 viðurkenni sinn ósigur og finni sér betra að gera en stöðugan hernað gegn þeim sem sigruðu. Félagið okkar á að vera að beita sér fyrir réttlætismálum láglaunafólks og almennings. Við þurfum að skoða hvernig við getum styrkt rödd okkar innan ASÍ. Við eigum að vera að rýna í fréttir um bankasölur, taka afstöðu og láta í okkur heyra. Við eigum að einbeita okkur að vanda okkar félagsmanna, sem eiga ekki fyrir mánaðarlegu útgjöldunum eða uppihaldi út mánuðinn. Við eigum að hugsa um félaga okkar sem eru öryrkjar og hvernig þeir geti fengið aðgengi að vinnumarkaðnum án endalausra skerðinga. Og auðvitað eigum við að vera að undirbúa okkur fyrir komandi kjarasamninga. En hér erum við, föst í endalausri bull-umræðu um skipulagsbreytingar á skrifstofu Eflingar. Beinum orkunni okkar í stóru málin. Ég treysti nýkjörinni stjórn Eflingar og formanni til að leiða okkur þar og, já, til að ákveða hvernig sé best að reka skrifstofu félagsins út frá hagsmunum okkar félagsmanna. Lengi lifi baráttan! Höfundur er félagi í Eflingu.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun