Ætlar í hungurverkfall fyrir mikilvægasta leik tímabilsins Atli Arason skrifar 20. apríl 2022 18:01 Mark McGhee er knattspyrnustjóri Dundee FC Getty Images Mark McGhee, knattspyrnustjóri Dundee FC, hefur gripið flestar fyrirsagnir bresku blaðanna síðasta sólarhring vegna afar óhefðbundins undirbúnings síns fyrir næsta leik liðsins. McGhee ætlar bæði að ofkæla og svelta sig fram til laugardags. Dundee er á botni skosku úrvalsdeildarinnar með 25 stig þegar fimm umferðir eru eftir. Næsti leikur liðsins er gegn St. Johnstone sem er einu sæti fyrir ofan Dundee með 30 stig en bæði lið eru í fallsæti. St. Mirren er svo í síðasta örugga sæti deildarinnar með 36 stig. Ef Dundee nær ekki sigri á laugardaginn þá eru vonir liðsins um að halda sér í deildinni svo gott sem horfnar. McGhee hefur því tekið upp á nýstárlegum undirbúningsaðferðum fyrir leikinn mikilvæga gegn St. Johnstone. „Það eru tveir hlutir sem ég ætla að gera í vikunni svo ég hafi allan hugann að því að sækja sigur í næsta leik. Annars vegar ætla ég ekki að borða neitt svo ég sé svangur allan tímann. Þegar velti fyrir mér af hverju ég er svona hungraður þá veit ég það sé vegna leiksins mikilvæga á laugardaginn,“ sagði McGhee við fjölmiðla í Bretlandi. „Hins vegar ætla ég að slökkva á öllum hitaveitum heima hjá mér svo það verði alltaf kalt. Svo spyr ég sjálfan mig, hvers vegna er mér kalt? Þá get ég svarað vegna leiksins á laugardag.“ McGhee segist ætla í þetta kulda- og hungurverkfall því það gæti sett enn meiri áherslu á mikilvægi leiksins á laugardaginn fyrir leikmönnum liðsins. „Við ætlum að velta öllum steinum. Þegar strákarnir hlaupa út á völlinn á laugardaginn þá ætlum við að geta sagt að við höfðum gert allt í okkar valdi til að undirbúa liðið í að sækja þrjú stig.“ Dundee hefur enn ekki unnið leik í skosku deildinni undir stjórn McGhee frá því að hann tók við í febrúar. Þessi margreyndi knattspyrnustjóri segist með þessu líka vera að reyna að gera eitthvað nýtt og halda út af vananum og í því skyni vitnar McGhee í orð Albert Einstein. „Við verðum að fá leikmennina til að hugsa hlutina upp á nýtt, að við megum ekki gera það sama. Eins og Einstein sagði, það er brjálæði að gera sömu hlutina aftur og aftur og búast við annari niðurstöðu,“ sagði Mark McGhee, knattspyrnustjóri Dundee FC. Skoski boltinn Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Dundee er á botni skosku úrvalsdeildarinnar með 25 stig þegar fimm umferðir eru eftir. Næsti leikur liðsins er gegn St. Johnstone sem er einu sæti fyrir ofan Dundee með 30 stig en bæði lið eru í fallsæti. St. Mirren er svo í síðasta örugga sæti deildarinnar með 36 stig. Ef Dundee nær ekki sigri á laugardaginn þá eru vonir liðsins um að halda sér í deildinni svo gott sem horfnar. McGhee hefur því tekið upp á nýstárlegum undirbúningsaðferðum fyrir leikinn mikilvæga gegn St. Johnstone. „Það eru tveir hlutir sem ég ætla að gera í vikunni svo ég hafi allan hugann að því að sækja sigur í næsta leik. Annars vegar ætla ég ekki að borða neitt svo ég sé svangur allan tímann. Þegar velti fyrir mér af hverju ég er svona hungraður þá veit ég það sé vegna leiksins mikilvæga á laugardaginn,“ sagði McGhee við fjölmiðla í Bretlandi. „Hins vegar ætla ég að slökkva á öllum hitaveitum heima hjá mér svo það verði alltaf kalt. Svo spyr ég sjálfan mig, hvers vegna er mér kalt? Þá get ég svarað vegna leiksins á laugardag.“ McGhee segist ætla í þetta kulda- og hungurverkfall því það gæti sett enn meiri áherslu á mikilvægi leiksins á laugardaginn fyrir leikmönnum liðsins. „Við ætlum að velta öllum steinum. Þegar strákarnir hlaupa út á völlinn á laugardaginn þá ætlum við að geta sagt að við höfðum gert allt í okkar valdi til að undirbúa liðið í að sækja þrjú stig.“ Dundee hefur enn ekki unnið leik í skosku deildinni undir stjórn McGhee frá því að hann tók við í febrúar. Þessi margreyndi knattspyrnustjóri segist með þessu líka vera að reyna að gera eitthvað nýtt og halda út af vananum og í því skyni vitnar McGhee í orð Albert Einstein. „Við verðum að fá leikmennina til að hugsa hlutina upp á nýtt, að við megum ekki gera það sama. Eins og Einstein sagði, það er brjálæði að gera sömu hlutina aftur og aftur og búast við annari niðurstöðu,“ sagði Mark McGhee, knattspyrnustjóri Dundee FC.
Skoski boltinn Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira